Niðurstaðan nálægt því sem saksóknari fór fram á Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2017 20:15 Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar þeirra til að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjárkúgunar gegn fyrrverandi samstarfsmanni annarrar þeirra, er nokkuð nálægt því sem saksóknari fór fram á. Systurnar voru ekki viðstaddar dómsuppkvaðningu í dag. Þær voru handteknar í maí 2015 þegar þær voru að sækja pakka sem þær töldu innihalda átta milljónir króna sem þær reyndu að kúga af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þáverandi forsætisráðherra. Ef hann greiddi þeim ekki fyrrgreinda upphæð myndu þær upplýsa um meint fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs við Vefpressuna. Þær rituðu honum tvö bréf en forsætisráðherrann lét lögregluna vita af málinu sem þegar skarst í leikinn. Eftir að fjárkúgunin gegn forsætisráðherra varð opinber greindi fyrrverandi samstarfsmaður Hlínar frá því að systurnar hefðu í mánuðinum á undan kúgað hann til að greiða þeim 700 þúsund krónur, með hótunum um að kæra hann annars fyrir að hafa nauðgað Hlín. „Mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé í nokkru samræmi við það, en ákærðu voru að minnsta kosti báðar sakfelldar. Ég er ekki búin að lesa yfir dómsniðurstöðuna þannig að það liggur ekki fyrir hverjar forsendurnar eru,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari, aðspurð hvort dómurinn sé í samræmi við kröfur ríkissaksóknara. Þá segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar Brand, að dómurinn sé þyngri en hann hafi átt von á. Nú þurfi að ákveða næstu skref, en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort málinu verði áfrýjað eða ekki. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51 Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar þeirra til að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjárkúgunar gegn fyrrverandi samstarfsmanni annarrar þeirra, er nokkuð nálægt því sem saksóknari fór fram á. Systurnar voru ekki viðstaddar dómsuppkvaðningu í dag. Þær voru handteknar í maí 2015 þegar þær voru að sækja pakka sem þær töldu innihalda átta milljónir króna sem þær reyndu að kúga af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þáverandi forsætisráðherra. Ef hann greiddi þeim ekki fyrrgreinda upphæð myndu þær upplýsa um meint fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs við Vefpressuna. Þær rituðu honum tvö bréf en forsætisráðherrann lét lögregluna vita af málinu sem þegar skarst í leikinn. Eftir að fjárkúgunin gegn forsætisráðherra varð opinber greindi fyrrverandi samstarfsmaður Hlínar frá því að systurnar hefðu í mánuðinum á undan kúgað hann til að greiða þeim 700 þúsund krónur, með hótunum um að kæra hann annars fyrir að hafa nauðgað Hlín. „Mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé í nokkru samræmi við það, en ákærðu voru að minnsta kosti báðar sakfelldar. Ég er ekki búin að lesa yfir dómsniðurstöðuna þannig að það liggur ekki fyrir hverjar forsendurnar eru,“ segir Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari, aðspurð hvort dómurinn sé í samræmi við kröfur ríkissaksóknara. Þá segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar Brand, að dómurinn sé þyngri en hann hafi átt von á. Nú þurfi að ákveða næstu skref, en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort málinu verði áfrýjað eða ekki.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51 Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45
Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45
Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51
Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41