Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti Kristinn Páll Teitsson í DHL-höllinni skrifar 7. apríl 2017 22:45 Jón Arnór Stefánsson átti stórleik og skoraði 31 stig. Vísir/Eyþór KR er komið með 2-1 forskot í undanúrslitum Dominos-deildar karla eftir nauman 91-88 sigur á Keflavík spennutrylli í DHL-Höllinni í kvöld. KR getur því sent Keflvíkinga í sumarfrí þegar liðin mætast á þriðjudaginn í Keflavík. Það var allt annað Keflavíkur sem mætti til leiks í DHL-Höllina í kvöld eftir að hafa fengið skell í fyrsta leik en Keflavík stýrði leiknum allan fyrri hálfleikinn og leiddi verðskuldað í hálfleik 50-45. Í seinni hálfleik var leikurinn jafnari en KR-ingar náðu frumkvæðinu undir lok þriðja leikhluta sem þeir héldu til leiksloka. Keflvíkingar neituðu að gefast upp þrátt fyrir að vera greinilga orðnir þreyttir en úrslitin réðust ekki fyrr en lokaflautið gall.Afhverju vann KR? Gæðin í leikmannahóp KR eru einfaldlega það mikil að liðið getur sloppið með að stórir póstar í liðinu eigi ekki sinn besta dag því aðrir leikmenn eru tilbúnir að taka af skarið. Sigurður Þorvaldsson kom með fínan kraft af bekknum framan af í liði KR en þegar á reyndi tók Jón Arnór Stefánsson yfir leikinn og setti niður fjölmargar stórar körfur ásamt því að finna liðsfélagana vel. Keflavík var með leikinn í höndum sér framan af en með góðum rispum náðu KR-ingar tökum á leiknum þrátt fyrir að Keflvíkingar væru aldrei langt undan. Eiga Keflvíkingar þó skilið mikið hrós fyrir að gera leikinn spennandi að ný og að vera einni körfu frá framlengingu þrátt fyrir að vera tíu stigum undir þegar skammt var til leiksloka.Bestu menn vallarins: Í liði KR átti Jón Arnór sviðið í kvöld en hann var með 31 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar ásamt því að hitta úr fjórum af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá komu Sigurður og Kristófer Acox af fullu gasi inn af bekknum en þegar þeir komu inn af bekknum kom það oft með kraft sem KR-liðið þurfti til að gera áhlaup. Í liði Keflavíkur var Hörður Axel Vilhjálmsson illviðráðanlegur í leiknum með 26 stig og 10 fráköst en KR-ingar áttu í stökustu vandræðum með hann í allt kvöld. Í hver t skipti er virtist vera sem KR-ingar féllu frá honum er hann keyrði inn að körfunni náði hann að refsa.Áhugaverð tölfræði Þriggja stiga nýting Keflvíkinga átti stóran þátt í forskoti þeirra í hálfleik en Keflvíkingar voru að fá opin þriggja stiga skot og að hitta úr öðru hverju skoti framan af á meðan boltinn vildi ekki niður hjá KR. Var Keflavík með 42% nýtingu fyrir aftan línuna í fyrri hálfleik með níu þrista í 21 tilraunum en KR-ingar voru aðeins með þrjá þrista í 15 tilraunum, 20% nýting. Þetta snerist algjörlega við í seinni hálfleik þar sem Keflvíkingar hittu aðeins úr tveimur af fjórtán á meðan KR-ingar fundu skotið sitt og settu niður 7/15 skotum sínum.Hvað gekk illa? Það er hálf galið að segja að Amin Stevens hafi átt slakan dag með 16 stig og 16 fráköst en Keflvíkingar þurfa að fá fleiri stig frá sínum besta manni í leiknum á þriðjudaginn. KR-ingar reyndu að tvídekka á hann í hvert skipti og þvinguðu hann í erfið skot en hann náði samt að skila 28 framlagspunktum. Í liði KR náðu Darri Hilmarsson og Þórir Þorbjarnarson sér ekki á strik í kvöld en breidd KR-liðsins er það mikil að liðsfélagarnir tóku af skarið á þessu kvöldi.KR-Keflavík 91-88 (17-23, 28-27, 22-18, 24-20)KR: Jón Arnór Stefánsson 31/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 17/5 fráköst, Philip Alawoya 11/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/7 fráköst/7 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 8/6 fráköst, Kristófer Acox 7/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 5, Darri Hilmarsson 2/7 fráköst.Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 26/4 fráköst/10 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 17/4 fráköst, Amin Khalil Stevens 16/16 fráköst, Guðmundur Jónsson 11/4 fráköst, Reggie Dupree 9, Ágúst Orrason 9. Finnur: Ætlast til þess að menn mæti með blóðbragð í munni„Við náðum að kreista fram þennan sigur og verja heimavöllinn þrátt fyrir mikinn doða yfir liðinu fyrstu 20-25 mínútur leiksins, ég er gríðarlega stotur af strákunum að ná að lenda þessu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sigurreyfur að leikslokum í kvöld. Finnur var ósáttur með fyrsta leikhlutann en KR-ingar voru einnig slakir í seinasta leikhlutanum gegn Keflavík. „Undir lokin í Keflavík vorum við ekki að setja niður skotin og slakir sóknarlega en við byrjum flatir varnarlega í dag. Við vorum seinir að skipta mönnum og hættum að spila okkar leik og þeir eru með skyttur sem refsa,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Við vorum of langt frá mönnunum og lengi að bregðast við aðgerðum þeirra, þegar orkan kom í seinni hálfleik var allt annað að sjá til okkar. Þegar við fórum að þröngva þeim í erfiðari skot þá var annar bragur á okkur og sóknin kom með því.“ Finnur hrósaði Jóni Arnóri Stefánssyni eftir leikinn en hann tók yfir í leiknum í seinni hálfleik. „Hann var lengi af stað en maður finnur á honum að stemmingin kveikir í honum og hann var frábær í dag. Síðasta karfan hans sem kemur okkur þremur stigum yfir reyndist risastór að lokum.“ Finnur sendi sínum mönnum beinskeytt skilaboð um að það væri eins gott að menn myndu mæta til leiks í næsta leik í Keflavík. „Undanfarin tvö ár höfum við verið í þessari stöðu, með 2-1 forskot á leiðinni í útileik og farið inn í leikinn eins og algjörir hálvitar og látið andstæðingana pakka okkur saman. Ég neita því að þetta gerist þriðja árið í röð og ætlast til þess að menn komi með blóðbragð í munni og brjálaðir til leiks,“ sagði Finnur sem sagði það alltaf erfitt að vinna í Keflavík. „Við verðum samt að sjá til hvort það dugi til sigurs því að sækja sigur til Keflavíkur er langt frá því að vera auðvelt. Við þurfum bara að passa að við mætum sjálfir með hausinn rétt stilltann til leiks og hjartað á réttan stað.“ Friðrik Ingi: Ekki á því að við séum með bakið upp við vegg„Maður er auðvitað svekktur, leikurinn gat dottið hvoru megin og hann datt þeirra megin í dag en við gerðum nóg til að vinna þennan leik,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, svekktur að leikslokum. „Auðvitað eru hlutir hér og þar sem mega fara betur en það er eðlilegt í leik sem tvö frábær lið mætast og spennustigið er jafn hátt. Við vorum á allt öðrum stað í dag heldur en í fyrsta leik og það var ánægjulegt hvernig strákarnir komu inn í þennan leik. Þetta er eitthvað til að byggja á fyrir næsta leik.“ Keflavík var allan tímann að eltast við KR í fyrsta leiknum í einvíginu en í dag var Keflavík lengi vel með forskotið. „Við reyndum að kafa inn í hausinn á mönnum eftir þann leik og komum mun betur stemmdir inn í leikinn í dag, við höfum sýnt það að við getum unnið þessa leiki. Það voru margir búnir að spá KR auðveldum sigri en við höfum sýnt það og sannað að við munum ekki gefa neitt eftir.“ Friðrik dreifði álaginu betur í dag og fékk framlag frá fleiri leikmönnum. „Það var ánægjulegt að sjá fleiri en Amin að koma skila framlagi á borð við þetta. Við vorum nálægt því að vinna KR á útivelli án þess að hann ætti neinn stjörnuleik og hann á nóg inni. KR lokaði vel á hann en þá opnaðist vel fyrir aðra og okkur gekk vel að finna aðra leikmenn.“ Mistakist Keflvíkingum að vinna KR á þriðjudaginn eru Keflvíkingar komnir í sumarfrí. „Ég lít ekkert á þetta sem svo að við séum með bakið upp við vegg, við förum inn í leikinn og ætlum að spila til sigurs eins og alltaf. Ég á ekki von á því að það verði erfitt að rífa menn í gang fyrir þann leik.“ Jón Arnór: Hef verið að bíða eftir að þessi skot detti hjá mér„Þetta var hörkuleikur, mikið barist og þeir koma sjóðandi heitir inn í fyrri hálfleik en við héldum áfram, spiluðum samkvæmt okkar leikáætlun og það skilaði sigrinum,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, hetja KR, eftir leikinn í kvöld. Keflavík leysti varnarleik KR vel framan af og voru að hitta vel úr opnum skotum. „Við vorum ekki að skipta nægilega vel í vörninni, vorum oft að fara tveir í boltann og þeir færðu boltann vel. Þeir settu svo skotin niður og voru að stríða okkur með hröðum sóknum.“ Það var allt annað að sjá til Keflvíkinga í kvöld. „Það var allt annar bragur yfir þessum leik heldur en síðast. Hörður var okkur gríðarlega erfiður á boltanum, hann var að keyra inn á körfuna og var sjóðandi heitur. Okkur gekk vel að loka á Stevens en hann var duglegur að leita að liðsfélögum sínum.“ Jón var stigahæstur í kvöld en hann var frábær í sókninni á lokametrunum. „Það æxlaðist þannig í kvöld, við erum með mikið af vopnum og það þarf vanalega enginn að setja einhver þrjátíu stig. Í dag leið mér vel, hvort sem er þegar ég keyrði inn að körfunni eða tók skotin sem ég hef verið að bíða eftir að fari að detta fyrir mig.“ KR var með gott forskot þegar stutt var til leiksloka en Keflavík náði að minnka muninn og að fá skot fyrir framlengingu þegar sekúnda var eftir. „Við þurfum að gera betur í lokin, þetta voru ódýr mistök og við spilum varla vörn síðustu tvær mínúturnar. Það er stórt atriði sem við þurfum að laga fyrir næsta leik,“ sagði Jón ákveðinn að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
KR er komið með 2-1 forskot í undanúrslitum Dominos-deildar karla eftir nauman 91-88 sigur á Keflavík spennutrylli í DHL-Höllinni í kvöld. KR getur því sent Keflvíkinga í sumarfrí þegar liðin mætast á þriðjudaginn í Keflavík. Það var allt annað Keflavíkur sem mætti til leiks í DHL-Höllina í kvöld eftir að hafa fengið skell í fyrsta leik en Keflavík stýrði leiknum allan fyrri hálfleikinn og leiddi verðskuldað í hálfleik 50-45. Í seinni hálfleik var leikurinn jafnari en KR-ingar náðu frumkvæðinu undir lok þriðja leikhluta sem þeir héldu til leiksloka. Keflvíkingar neituðu að gefast upp þrátt fyrir að vera greinilga orðnir þreyttir en úrslitin réðust ekki fyrr en lokaflautið gall.Afhverju vann KR? Gæðin í leikmannahóp KR eru einfaldlega það mikil að liðið getur sloppið með að stórir póstar í liðinu eigi ekki sinn besta dag því aðrir leikmenn eru tilbúnir að taka af skarið. Sigurður Þorvaldsson kom með fínan kraft af bekknum framan af í liði KR en þegar á reyndi tók Jón Arnór Stefánsson yfir leikinn og setti niður fjölmargar stórar körfur ásamt því að finna liðsfélagana vel. Keflavík var með leikinn í höndum sér framan af en með góðum rispum náðu KR-ingar tökum á leiknum þrátt fyrir að Keflvíkingar væru aldrei langt undan. Eiga Keflvíkingar þó skilið mikið hrós fyrir að gera leikinn spennandi að ný og að vera einni körfu frá framlengingu þrátt fyrir að vera tíu stigum undir þegar skammt var til leiksloka.Bestu menn vallarins: Í liði KR átti Jón Arnór sviðið í kvöld en hann var með 31 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar ásamt því að hitta úr fjórum af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá komu Sigurður og Kristófer Acox af fullu gasi inn af bekknum en þegar þeir komu inn af bekknum kom það oft með kraft sem KR-liðið þurfti til að gera áhlaup. Í liði Keflavíkur var Hörður Axel Vilhjálmsson illviðráðanlegur í leiknum með 26 stig og 10 fráköst en KR-ingar áttu í stökustu vandræðum með hann í allt kvöld. Í hver t skipti er virtist vera sem KR-ingar féllu frá honum er hann keyrði inn að körfunni náði hann að refsa.Áhugaverð tölfræði Þriggja stiga nýting Keflvíkinga átti stóran þátt í forskoti þeirra í hálfleik en Keflvíkingar voru að fá opin þriggja stiga skot og að hitta úr öðru hverju skoti framan af á meðan boltinn vildi ekki niður hjá KR. Var Keflavík með 42% nýtingu fyrir aftan línuna í fyrri hálfleik með níu þrista í 21 tilraunum en KR-ingar voru aðeins með þrjá þrista í 15 tilraunum, 20% nýting. Þetta snerist algjörlega við í seinni hálfleik þar sem Keflvíkingar hittu aðeins úr tveimur af fjórtán á meðan KR-ingar fundu skotið sitt og settu niður 7/15 skotum sínum.Hvað gekk illa? Það er hálf galið að segja að Amin Stevens hafi átt slakan dag með 16 stig og 16 fráköst en Keflvíkingar þurfa að fá fleiri stig frá sínum besta manni í leiknum á þriðjudaginn. KR-ingar reyndu að tvídekka á hann í hvert skipti og þvinguðu hann í erfið skot en hann náði samt að skila 28 framlagspunktum. Í liði KR náðu Darri Hilmarsson og Þórir Þorbjarnarson sér ekki á strik í kvöld en breidd KR-liðsins er það mikil að liðsfélagarnir tóku af skarið á þessu kvöldi.KR-Keflavík 91-88 (17-23, 28-27, 22-18, 24-20)KR: Jón Arnór Stefánsson 31/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 17/5 fráköst, Philip Alawoya 11/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/7 fráköst/7 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 8/6 fráköst, Kristófer Acox 7/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 5, Darri Hilmarsson 2/7 fráköst.Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 26/4 fráköst/10 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 17/4 fráköst, Amin Khalil Stevens 16/16 fráköst, Guðmundur Jónsson 11/4 fráköst, Reggie Dupree 9, Ágúst Orrason 9. Finnur: Ætlast til þess að menn mæti með blóðbragð í munni„Við náðum að kreista fram þennan sigur og verja heimavöllinn þrátt fyrir mikinn doða yfir liðinu fyrstu 20-25 mínútur leiksins, ég er gríðarlega stotur af strákunum að ná að lenda þessu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sigurreyfur að leikslokum í kvöld. Finnur var ósáttur með fyrsta leikhlutann en KR-ingar voru einnig slakir í seinasta leikhlutanum gegn Keflavík. „Undir lokin í Keflavík vorum við ekki að setja niður skotin og slakir sóknarlega en við byrjum flatir varnarlega í dag. Við vorum seinir að skipta mönnum og hættum að spila okkar leik og þeir eru með skyttur sem refsa,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Við vorum of langt frá mönnunum og lengi að bregðast við aðgerðum þeirra, þegar orkan kom í seinni hálfleik var allt annað að sjá til okkar. Þegar við fórum að þröngva þeim í erfiðari skot þá var annar bragur á okkur og sóknin kom með því.“ Finnur hrósaði Jóni Arnóri Stefánssyni eftir leikinn en hann tók yfir í leiknum í seinni hálfleik. „Hann var lengi af stað en maður finnur á honum að stemmingin kveikir í honum og hann var frábær í dag. Síðasta karfan hans sem kemur okkur þremur stigum yfir reyndist risastór að lokum.“ Finnur sendi sínum mönnum beinskeytt skilaboð um að það væri eins gott að menn myndu mæta til leiks í næsta leik í Keflavík. „Undanfarin tvö ár höfum við verið í þessari stöðu, með 2-1 forskot á leiðinni í útileik og farið inn í leikinn eins og algjörir hálvitar og látið andstæðingana pakka okkur saman. Ég neita því að þetta gerist þriðja árið í röð og ætlast til þess að menn komi með blóðbragð í munni og brjálaðir til leiks,“ sagði Finnur sem sagði það alltaf erfitt að vinna í Keflavík. „Við verðum samt að sjá til hvort það dugi til sigurs því að sækja sigur til Keflavíkur er langt frá því að vera auðvelt. Við þurfum bara að passa að við mætum sjálfir með hausinn rétt stilltann til leiks og hjartað á réttan stað.“ Friðrik Ingi: Ekki á því að við séum með bakið upp við vegg„Maður er auðvitað svekktur, leikurinn gat dottið hvoru megin og hann datt þeirra megin í dag en við gerðum nóg til að vinna þennan leik,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, svekktur að leikslokum. „Auðvitað eru hlutir hér og þar sem mega fara betur en það er eðlilegt í leik sem tvö frábær lið mætast og spennustigið er jafn hátt. Við vorum á allt öðrum stað í dag heldur en í fyrsta leik og það var ánægjulegt hvernig strákarnir komu inn í þennan leik. Þetta er eitthvað til að byggja á fyrir næsta leik.“ Keflavík var allan tímann að eltast við KR í fyrsta leiknum í einvíginu en í dag var Keflavík lengi vel með forskotið. „Við reyndum að kafa inn í hausinn á mönnum eftir þann leik og komum mun betur stemmdir inn í leikinn í dag, við höfum sýnt það að við getum unnið þessa leiki. Það voru margir búnir að spá KR auðveldum sigri en við höfum sýnt það og sannað að við munum ekki gefa neitt eftir.“ Friðrik dreifði álaginu betur í dag og fékk framlag frá fleiri leikmönnum. „Það var ánægjulegt að sjá fleiri en Amin að koma skila framlagi á borð við þetta. Við vorum nálægt því að vinna KR á útivelli án þess að hann ætti neinn stjörnuleik og hann á nóg inni. KR lokaði vel á hann en þá opnaðist vel fyrir aðra og okkur gekk vel að finna aðra leikmenn.“ Mistakist Keflvíkingum að vinna KR á þriðjudaginn eru Keflvíkingar komnir í sumarfrí. „Ég lít ekkert á þetta sem svo að við séum með bakið upp við vegg, við förum inn í leikinn og ætlum að spila til sigurs eins og alltaf. Ég á ekki von á því að það verði erfitt að rífa menn í gang fyrir þann leik.“ Jón Arnór: Hef verið að bíða eftir að þessi skot detti hjá mér„Þetta var hörkuleikur, mikið barist og þeir koma sjóðandi heitir inn í fyrri hálfleik en við héldum áfram, spiluðum samkvæmt okkar leikáætlun og það skilaði sigrinum,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, hetja KR, eftir leikinn í kvöld. Keflavík leysti varnarleik KR vel framan af og voru að hitta vel úr opnum skotum. „Við vorum ekki að skipta nægilega vel í vörninni, vorum oft að fara tveir í boltann og þeir færðu boltann vel. Þeir settu svo skotin niður og voru að stríða okkur með hröðum sóknum.“ Það var allt annað að sjá til Keflvíkinga í kvöld. „Það var allt annar bragur yfir þessum leik heldur en síðast. Hörður var okkur gríðarlega erfiður á boltanum, hann var að keyra inn á körfuna og var sjóðandi heitur. Okkur gekk vel að loka á Stevens en hann var duglegur að leita að liðsfélögum sínum.“ Jón var stigahæstur í kvöld en hann var frábær í sókninni á lokametrunum. „Það æxlaðist þannig í kvöld, við erum með mikið af vopnum og það þarf vanalega enginn að setja einhver þrjátíu stig. Í dag leið mér vel, hvort sem er þegar ég keyrði inn að körfunni eða tók skotin sem ég hef verið að bíða eftir að fari að detta fyrir mig.“ KR var með gott forskot þegar stutt var til leiksloka en Keflavík náði að minnka muninn og að fá skot fyrir framlengingu þegar sekúnda var eftir. „Við þurfum að gera betur í lokin, þetta voru ódýr mistök og við spilum varla vörn síðustu tvær mínúturnar. Það er stórt atriði sem við þurfum að laga fyrir næsta leik,“ sagði Jón ákveðinn að lokum.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira