Undanúrslit Domino´s deildar karla í körfubolta halda áfram í kvöld þegar þriðji leikur KR og Keflavíkur fer fram í DHL-höll þeirra KR-inga í Vesturbænum.
Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending Körfuboltakvölds hefst klukkan 18.30.
KR vann fyrsta leikinn sannfærandi en Keflvíkingar jöfnuðu metin í síðasta leik eftir endurkomu í seinni hálfleiknum.
Staðan er 1-1 og því þurfa bæði lið tvo sigurleiki til viðbótar til að komast í úrslitaeinvígið. Mikilvægi leiksins í kvöld er hinsvegar gríðarlega mikið ef við skoðum undanfarnar þrjár úrslitakeppnir.
Liðin eru ekki úr leik ef þau tapa í kvöld en örlög þeirra eru samt ráðin ef marka má þróun einvíga í undanförnum úrslitakeppnum.
Frá og með úrslitakeppninni 2014 hefur staðan verið 1-1 í ellefu einvígum. Það lið sem hefur unnið leik þrjú hefur unnið í öll ellefu skiptin.
Sigurvegarar í leik þrjú í stöðunni 1-1
Úrslitakeppnin 2017
- 8 liða úrslit -
Grindavík vann Þór Þorl. 100-92 á heimavelli í leik 3 (Grindavík vann 3-2)
Úrslitakeppnin 2016
- Undanúrslit -
Haukar unnu Tindastól 89-81 á heimavelli í leik 3 (Haukar unnu 3-1)
KR vann Njarðvík 72-54 á heimavelli í leik 3 (KR vann 3-2)
- 8 liða úrslit -
Njarðvík vann Stjörnuna 73-68 á útivelli í leik 3 (Njarðvík vann 3-2)
Haukar unnu Þór Þorl. 84-75 á heimavelli í leik 3 (Haukar unnu 3-1)
Úrslitakeppnin 2015
- Lokaúrslit -
KR vann Tindastól 104-91 á heimavelli í leik 3 (KR vann 3-1)
- Undanúrslit -
KR vann Njarðvík 83-75 á heimavelli í leik 3 (KR vann 3-2)
- 8 liða úrslit -
Njarðvík vann Stjörnuna 92-86 á heimavelli í leik 3 (Njarðvík vann 3-2)
Úrslitakeppnin 2014
- Lokaúrslit -
KR vann Grindavík 87-58 á heimavelli í leik 3 (KR vann 3-1)
- Undanúrslit -
Grindavík vann Njarðvík 89-73 á heimavelli í leik 3 (Grindavík vann 3-2)
- 8 liða úrslit -
Grindavík vann Þór Þorl. 87-67 á heimavelli í leik 3 (Grindavík vann 3-1)
