Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2017 12:51 Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar, Malín Brand, Kolbrún Garðarsdóttir, verjandi Hlínar, og Hlín Einarsdóttir í dómasal þegar málið var þingfest. vísir/eyþór Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga er heimilt að fullnusta allt að tólf mánaða óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu með ólaunaðri samfélagsþjónustu - minnst 40 klukkustundum og mest 480 klukkustundir. Dómur systranna er innan þessa marka. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar, segir í samtali við Vísi að dómurinn sé að hans mati of þungur og mikil vonbrigði. Í ljós verði að koma hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Níu mánuðir af tólf mánaða dóm systranna var bundinn skilorði en þrír ekki. Því má gera ráð fyrir að systurnar kjósi frekar að sinna samfélagsþjónustu í nokkrar vikur en að sitja inni í þrjá mánuði. Þær þurfa að sækja um samfélagsþjónustuna skriflega til Fangelsismálastofnunar ekki seinna en viku áður en afplánun á að hefjast.Sá sem óskar eftir að fá að sinna samfélagsþjónustu þarf bæði að teljast hæfur til þess og má ekki vera sakborningur í öðru máli fyrir dómstólum. Nánar má lesa um samfélagsþjónustu í stað fangelsisrefsingar hér.Tilraun og fullframin fjárkúgunSysturnar voru dæmdar fyrir að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015. Þá voru þær jafnframt dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen en þær kúguðu 700.000 krónur út úr honum með því að hóta því að kæra hann fyrir nauðgun. Dómur var kveðinn upp í máli systranna nú í hádeginu en aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði. Þinghald í málinu var lokað en við þingfestingu þess í nóvember síðastliðnum játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild í málinu.Systurnar neituðu hins vegar báðar sök í þeim þætti málsins sem sneri að fjárkúgun á Helga Jean Claessen. Einnig neituðu þær bótakröfu Helga sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir króna. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga er heimilt að fullnusta allt að tólf mánaða óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu með ólaunaðri samfélagsþjónustu - minnst 40 klukkustundum og mest 480 klukkustundir. Dómur systranna er innan þessa marka. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar, segir í samtali við Vísi að dómurinn sé að hans mati of þungur og mikil vonbrigði. Í ljós verði að koma hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Níu mánuðir af tólf mánaða dóm systranna var bundinn skilorði en þrír ekki. Því má gera ráð fyrir að systurnar kjósi frekar að sinna samfélagsþjónustu í nokkrar vikur en að sitja inni í þrjá mánuði. Þær þurfa að sækja um samfélagsþjónustuna skriflega til Fangelsismálastofnunar ekki seinna en viku áður en afplánun á að hefjast.Sá sem óskar eftir að fá að sinna samfélagsþjónustu þarf bæði að teljast hæfur til þess og má ekki vera sakborningur í öðru máli fyrir dómstólum. Nánar má lesa um samfélagsþjónustu í stað fangelsisrefsingar hér.Tilraun og fullframin fjárkúgunSysturnar voru dæmdar fyrir að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015. Þá voru þær jafnframt dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen en þær kúguðu 700.000 krónur út úr honum með því að hóta því að kæra hann fyrir nauðgun. Dómur var kveðinn upp í máli systranna nú í hádeginu en aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði. Þinghald í málinu var lokað en við þingfestingu þess í nóvember síðastliðnum játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild í málinu.Systurnar neituðu hins vegar báðar sök í þeim þætti málsins sem sneri að fjárkúgun á Helga Jean Claessen. Einnig neituðu þær bótakröfu Helga sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir króna.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45
Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45