Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2017 08:28 Tomahawk-eldflaug skotið á loft frá USS Porter á Miðjarðarhafi í nótt. Vísir/EPA Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. Ríkisstjóri í Sýrlandi segir að óbreyttir borgarar í grennd við herflugvöllinn hafi einnig látið lífið í árásinni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:35.Þetta vitum við um árásina:Föstudaginn 7. apríl skaut Bandaríkjaher 59 Tomahawk-eldflaugum á herflugvöllinn frá herskipunum USS Porter og USS Ross á Miðjarðarhafi.Eldflaugunum var beint að flugbrautum, flugskýlum, flugturni og birgðageymslum á herflugvellinum Shayrat í Homs-héraði í Sýrlandi.Árásin á sér stað hálfum öðrum sólarhring eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hafi gengið allt of langt með efnavopnaárás Sýrlandshers í bænum Khan Sheikhoun í Idlib-héraði sem varð 83 manns að bana, meðal annars börnum og ungabörnum.Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina sem stóð í um tvær mínútur og átti sér stað um 00:40 í nótt að íslenskum tíma.Byggingar herflugvallarins eiga að hafa staðið í ljósum logum í um tvo tíma eftir árásina.Orrustuþoturnar sem eru sagðar hafa verið notaðar í efnavopnaárásinni eiga að hafa verið sendar frá herflugvellinum við Shayrat.Herflugvöllurinn er sögn Al Arabiya einn af mikilvægustu herflugvöllum sýrlenska stjórnarhersins. Þaðan er herþotum, meðal annars af gerðinni MiG 23, MiG 24 og Sukhoi Su 25, flogið. Þar eru einnig eldflaugar, ratsjár og ýmis varnarkerfi að finna.Rússneski blaðamaðurinn Yevgeny Poddubny hjá Rossiya 24 er á herflugvellinum og segir að níu sýrlenskar herþotur hafi eyðilagst í árásinni og að miklar skemmdir hafi verið unnar á flugskýlinu sem hýsir þoturnar. Flugbrautin er ekki ónýt en þakin sprengjubrotum.Rússnesk stjórnvöld hafa greint frá því í yfirlýsingu að þau munu aðstoða Sýrlandsstjórn að byggja upp flugher landsins í kjölfar árásar Bandaríkjahers. Þá er fullyrt að einungis 23 af 59 Tomahawk-eldflaugum sem voru skotnar á loft hafi lent á herflugvellinum.Stærstur hluti herflugvallarins á að hafa eyðilagst í árás Bandaríkjahers.Ríkisstjórinn í Homs segir að margir hafi látið lífið í árásinni, meðal annars óbreyttur borgari í nálægu þorpi. Herflugvöllurinn hafi verið notaður í aðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.Stjórnvöld í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Tyrklandi, Ísrael, Japan, Póllandi, Ástralíu og Sádi-Arabíu hafa lýst yfir stuðningi við árás Bandaríkjahers.Stjórnvöld í Rússlandi, sem eru bandamenn Assad-stjórnarinnar, hafa gagnrýnt árásina og segja hana árás á fullvalda ríki og brjóti gegn alþjóðalögum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur krafist þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði kallað saman til að ræða árásina.Bandaríkjastjórn upplýsti meðal annars stjórnvöld í Rússlandi, Bretlandi, Frakklandi og Kína um árásina fyrirfram. Að mestu leyti tókst að rýma herstöðina fyrir árásina. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, var einnig kunnugt um árásina fyrirfram.Gervihnattamynd sem sýnir Shayrat-herflugvöllinn í Homs.Vísir/AFPÍ frétt SVT kemur fram að ólíkar upplýsingar hafi borist um fjölda látinna. Sýrlenskir uppreisnarmenn segja að minnsta kosti fjóra sýrlenska hermenn hafa fallið, þar af einn liðsforingja. Heimildarmenn innan Sýrlandsstjórnar segja að þrír hermenn hafa látið lífið, auk tveggja óbreyttra borgara í nálægu þorpi. Samkvæmt sömu upplýsingum særðust sjö til viðbótar í árásinni. Sýrlandsher segir sex látna og fjölmarga hafa særst. Engir Rússar eiga að hafa fallið í árásinni. Að sögn Reuters hefur sýrlenskir ríkisfjölmiðill greint frá því að níu óbreyttir borgarar, þar af fjögur börn hafi látið lífið í árásinni.Að sögn talsmanns Bandaríkjastjórnar voru Rússar á herstöðinni, en að Rússlandsstjórn hafi ítrekað verið vöruð við yfirvofandi árás.Talsmaður Rússlandsstjórnar sagði í morgun að Rússar muni ekki bregðast við árásinni með því að auka hernaðaraðgerðir sínar í Sýrlandi. Pyotr Tolstoy, varaforseti rússneska þingsins, sagði í ræðu á þinginu í morgun að Rússar ættu að fara sér hægt og bregðast við í fullu samræmi við alþjóðalög.Að neðan má sjá myndskeið frá rússneskri sjónvarpsstöð sem ku sýna skemmdirnar á herflugvellinum.Sýrlandsstjórn neitar því að bera ábyrgð á efnavopnaárásinni í Idlib fyrr í vikunni, en stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri löndum fullyrða að svo sé.Rússar hafa lýst því yfir að samningi Rússa og Bandaríkjamanna sem snýr að flugöryggi hafi verið rift. Samningurinn gengur út á að ríkin greini hvort öðru frá því hvar þau ætli að gera sprengjuárásir, þannig að ríkin ráðist ekki fyrir mistök á velar hvors annars. Talsmaður Rússlandsstjórnar segir að vegna árásar Bandaríkjastjórnar í nótt aukist hættan á árekstrum herþotna ríkjanna í háloftunum. Rússar munu áfram eiga í hertæknilegum samskiptum við Bandaríkjaher, en ekki deila upplýsingum.US strikes show needed resolve against barbaric chemical attacks. EU will work with the US to end brutality in Syria.— Donald Tusk (@eucopresident) April 7, 2017 Trump lýsti því yfir þegar í gærkvöldi að Bandaríkjastjórn íhugaði að ráðast í hernaðaraðgerðir gegn Assad-stjórninni.Að sögn CNN fundaði Trump með þjóðaröryggisráði sínu í gær þar sem ákvörðunin um árás var tekin. Hann borðaði kvöldverð með Xi Jinping Kínaforseta á þeim tíma sem árásin var gerð. Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. Ríkisstjóri í Sýrlandi segir að óbreyttir borgarar í grennd við herflugvöllinn hafi einnig látið lífið í árásinni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:35.Þetta vitum við um árásina:Föstudaginn 7. apríl skaut Bandaríkjaher 59 Tomahawk-eldflaugum á herflugvöllinn frá herskipunum USS Porter og USS Ross á Miðjarðarhafi.Eldflaugunum var beint að flugbrautum, flugskýlum, flugturni og birgðageymslum á herflugvellinum Shayrat í Homs-héraði í Sýrlandi.Árásin á sér stað hálfum öðrum sólarhring eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hafi gengið allt of langt með efnavopnaárás Sýrlandshers í bænum Khan Sheikhoun í Idlib-héraði sem varð 83 manns að bana, meðal annars börnum og ungabörnum.Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina sem stóð í um tvær mínútur og átti sér stað um 00:40 í nótt að íslenskum tíma.Byggingar herflugvallarins eiga að hafa staðið í ljósum logum í um tvo tíma eftir árásina.Orrustuþoturnar sem eru sagðar hafa verið notaðar í efnavopnaárásinni eiga að hafa verið sendar frá herflugvellinum við Shayrat.Herflugvöllurinn er sögn Al Arabiya einn af mikilvægustu herflugvöllum sýrlenska stjórnarhersins. Þaðan er herþotum, meðal annars af gerðinni MiG 23, MiG 24 og Sukhoi Su 25, flogið. Þar eru einnig eldflaugar, ratsjár og ýmis varnarkerfi að finna.Rússneski blaðamaðurinn Yevgeny Poddubny hjá Rossiya 24 er á herflugvellinum og segir að níu sýrlenskar herþotur hafi eyðilagst í árásinni og að miklar skemmdir hafi verið unnar á flugskýlinu sem hýsir þoturnar. Flugbrautin er ekki ónýt en þakin sprengjubrotum.Rússnesk stjórnvöld hafa greint frá því í yfirlýsingu að þau munu aðstoða Sýrlandsstjórn að byggja upp flugher landsins í kjölfar árásar Bandaríkjahers. Þá er fullyrt að einungis 23 af 59 Tomahawk-eldflaugum sem voru skotnar á loft hafi lent á herflugvellinum.Stærstur hluti herflugvallarins á að hafa eyðilagst í árás Bandaríkjahers.Ríkisstjórinn í Homs segir að margir hafi látið lífið í árásinni, meðal annars óbreyttur borgari í nálægu þorpi. Herflugvöllurinn hafi verið notaður í aðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.Stjórnvöld í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Tyrklandi, Ísrael, Japan, Póllandi, Ástralíu og Sádi-Arabíu hafa lýst yfir stuðningi við árás Bandaríkjahers.Stjórnvöld í Rússlandi, sem eru bandamenn Assad-stjórnarinnar, hafa gagnrýnt árásina og segja hana árás á fullvalda ríki og brjóti gegn alþjóðalögum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur krafist þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði kallað saman til að ræða árásina.Bandaríkjastjórn upplýsti meðal annars stjórnvöld í Rússlandi, Bretlandi, Frakklandi og Kína um árásina fyrirfram. Að mestu leyti tókst að rýma herstöðina fyrir árásina. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, var einnig kunnugt um árásina fyrirfram.Gervihnattamynd sem sýnir Shayrat-herflugvöllinn í Homs.Vísir/AFPÍ frétt SVT kemur fram að ólíkar upplýsingar hafi borist um fjölda látinna. Sýrlenskir uppreisnarmenn segja að minnsta kosti fjóra sýrlenska hermenn hafa fallið, þar af einn liðsforingja. Heimildarmenn innan Sýrlandsstjórnar segja að þrír hermenn hafa látið lífið, auk tveggja óbreyttra borgara í nálægu þorpi. Samkvæmt sömu upplýsingum særðust sjö til viðbótar í árásinni. Sýrlandsher segir sex látna og fjölmarga hafa særst. Engir Rússar eiga að hafa fallið í árásinni. Að sögn Reuters hefur sýrlenskir ríkisfjölmiðill greint frá því að níu óbreyttir borgarar, þar af fjögur börn hafi látið lífið í árásinni.Að sögn talsmanns Bandaríkjastjórnar voru Rússar á herstöðinni, en að Rússlandsstjórn hafi ítrekað verið vöruð við yfirvofandi árás.Talsmaður Rússlandsstjórnar sagði í morgun að Rússar muni ekki bregðast við árásinni með því að auka hernaðaraðgerðir sínar í Sýrlandi. Pyotr Tolstoy, varaforseti rússneska þingsins, sagði í ræðu á þinginu í morgun að Rússar ættu að fara sér hægt og bregðast við í fullu samræmi við alþjóðalög.Að neðan má sjá myndskeið frá rússneskri sjónvarpsstöð sem ku sýna skemmdirnar á herflugvellinum.Sýrlandsstjórn neitar því að bera ábyrgð á efnavopnaárásinni í Idlib fyrr í vikunni, en stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri löndum fullyrða að svo sé.Rússar hafa lýst því yfir að samningi Rússa og Bandaríkjamanna sem snýr að flugöryggi hafi verið rift. Samningurinn gengur út á að ríkin greini hvort öðru frá því hvar þau ætli að gera sprengjuárásir, þannig að ríkin ráðist ekki fyrir mistök á velar hvors annars. Talsmaður Rússlandsstjórnar segir að vegna árásar Bandaríkjastjórnar í nótt aukist hættan á árekstrum herþotna ríkjanna í háloftunum. Rússar munu áfram eiga í hertæknilegum samskiptum við Bandaríkjaher, en ekki deila upplýsingum.US strikes show needed resolve against barbaric chemical attacks. EU will work with the US to end brutality in Syria.— Donald Tusk (@eucopresident) April 7, 2017 Trump lýsti því yfir þegar í gærkvöldi að Bandaríkjastjórn íhugaði að ráðast í hernaðaraðgerðir gegn Assad-stjórninni.Að sögn CNN fundaði Trump með þjóðaröryggisráði sínu í gær þar sem ákvörðunin um árás var tekin. Hann borðaði kvöldverð með Xi Jinping Kínaforseta á þeim tíma sem árásin var gerð.
Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent