Íslandsbanki dæmdur til að greiða slökkviliðinu 167 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 6. apríl 2017 16:06 Íslandsbanki hafði áður verið sýknaður í héraði vegna málsins. Vísir/Anton Brink Hæstiréttur Íslands hefur dæmt Íslandsbanka til að greiða Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins 167 milljónir króna. Íslandsbanki hafði áður verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins sem varðaði lánssamninga. Slökkviliðið og Íslandsbanki, sem þá héti Glitnir, gerðu með sér þrjá lánssamninga á árunum 2001 til 2005. Slökkviliðið höfðaði mál gegn Íslandsbanka og hafði annars vegar uppi fjárkröfu vegna tveggja lánssamninga sem gerðir höfðu verið upp með nýjum lánssamningi við Íslandsbanka árið 2011 og hins vegar krafðist slökkviliðið viðurkenningar á rétti sínum til að skuldajafna kröfu á hendur Glitni hf. við lánssamningi milli slökkviliðsins og Íslandsbanka vegna þriðja lánssamningsins sem hann hafði gert upp við Glitni árið 2008. Taldi slökkviliðið að hinir upprunalegu lánssamningar hefði verið í íslenskum krónum og bundnir við gengi erlendra mynta með ólögmætum hætti. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að þótt slökkviliðið hafi getað tekið lánin út í áföngum hefði ekki verið tiltekið í lánssamningunum að hver lánshluti yrði sjálfstætt lán né vísað til þess að um rammasamning eða lánalínu væri að ræða. Var því talið að líta bæri á hvern lánssamning sem sjálfstæða lánsskuldbindinga. Þá var talið m.a. með vísan til þess að báðir aðilar hefðu uppfyllt meginskyldur sínar samkvæmt samningunum með greiðslum í íslenskum krónum að lánssamningarnir hefðu verið bundnir ólögmætri gengistryggingu. Enn fremur var deilt um hvort Íslandsbanki gæti á grundvelli endurútreiknings lánanna gert kröfu um aðra og hærri vexti en gert hefði verið ráð fyrir á grundvelli samningana. Var talið með vísan til heildarmats á öllum aðstæðum stæði það Íslandsbanka nær að bera þann vaxtamun sem hefði hlotist af hinni ólögmætu gengistryggingu. Þá var viðurkenndur fyrrgreindur skuldajöfnunarréttur slökkviliðsins með vísan til ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá 14. október 2008 um ráðstöfun eigna og skulda Glitnis. Íslandsbanki var dæmdur til að greiða slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tvær milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur dæmt Íslandsbanka til að greiða Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins 167 milljónir króna. Íslandsbanki hafði áður verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins sem varðaði lánssamninga. Slökkviliðið og Íslandsbanki, sem þá héti Glitnir, gerðu með sér þrjá lánssamninga á árunum 2001 til 2005. Slökkviliðið höfðaði mál gegn Íslandsbanka og hafði annars vegar uppi fjárkröfu vegna tveggja lánssamninga sem gerðir höfðu verið upp með nýjum lánssamningi við Íslandsbanka árið 2011 og hins vegar krafðist slökkviliðið viðurkenningar á rétti sínum til að skuldajafna kröfu á hendur Glitni hf. við lánssamningi milli slökkviliðsins og Íslandsbanka vegna þriðja lánssamningsins sem hann hafði gert upp við Glitni árið 2008. Taldi slökkviliðið að hinir upprunalegu lánssamningar hefði verið í íslenskum krónum og bundnir við gengi erlendra mynta með ólögmætum hætti. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að þótt slökkviliðið hafi getað tekið lánin út í áföngum hefði ekki verið tiltekið í lánssamningunum að hver lánshluti yrði sjálfstætt lán né vísað til þess að um rammasamning eða lánalínu væri að ræða. Var því talið að líta bæri á hvern lánssamning sem sjálfstæða lánsskuldbindinga. Þá var talið m.a. með vísan til þess að báðir aðilar hefðu uppfyllt meginskyldur sínar samkvæmt samningunum með greiðslum í íslenskum krónum að lánssamningarnir hefðu verið bundnir ólögmætri gengistryggingu. Enn fremur var deilt um hvort Íslandsbanki gæti á grundvelli endurútreiknings lánanna gert kröfu um aðra og hærri vexti en gert hefði verið ráð fyrir á grundvelli samningana. Var talið með vísan til heildarmats á öllum aðstæðum stæði það Íslandsbanka nær að bera þann vaxtamun sem hefði hlotist af hinni ólögmætu gengistryggingu. Þá var viðurkenndur fyrrgreindur skuldajöfnunarréttur slökkviliðsins með vísan til ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá 14. október 2008 um ráðstöfun eigna og skulda Glitnis. Íslandsbanki var dæmdur til að greiða slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tvær milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira