Það verður mikið um dýrðir í Fossavatnsgöngunni á Ísafirði því sjálfur Petter Northug hefur boðað komu sína.
Þetta kemur fram á bb.is í dag.
Þessi norski skíðagöngukappi var til lengri tíma nánast ósigrandi og hápunktur ferilsins var þegar hann fékk tvö gull á ÓL í Vancouver árið 2010. Hann á líka eitt silfur og eitt brons frá ÓL í Vancouver.
Hann vann til fjögurra gullverðlauna á HM fyrir tveimur árum og þrjú gull komu í hús á HM árið 2011. Alls hefur hann unnið þrettán heimsmeistaramótgull.
Það verður gaman fyrir íslenska skíðagöngukappa að bera sig saman við þessa goðsögn í göngunni.
Goðsögn í skíðagöngunni mætir til Ísafjarðar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Ronaldo segir þessum kafla lokið
Fótbolti




Niðurbrotinn Klopp í sjokki
Enski boltinn



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn