Alfreð Finnbogason lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Augsburg síðan 30. september þegar liðið tapaði 2-3 fyrir Ingolstadt á heimavelli í kvöld.
Íslenski landsliðsframherjinn hefur verið lengi frá vegna meiðsla en er allur að koma til og spilaði allan tímann í kvöld.
Alfreð og félagar lentu 0-3 undir en náðu að gera leikinn spennandi. Paul Verhaegh minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 76. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði varamaðurinn Halil Altintop annað mark Augsburg.
Nær komust heimamenn hins vegar ekki og 2-3 sigur Ingolstadt staðreynd.
Þetta var dýrt tap fyrir Augsburg sem er í þriðja neðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Ingolstadt er í því næstneðsta.
Alfreð í byrjunarliði Augsburg sem tapaði mikilvægum fallslag
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1


Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn



