Rosenborg fer vel af stað í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu.
Í kvöld unnu norsku meistararnir 0-3 útisigur á nýliðum Sandefjord sem hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa.
Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliði Rosenborg og þakkaði traustið með marki. Á 50. mínútu kom hann boltanum framhjá Ingvari Jónssyni í marki Sandefjord. Nicklas Bendtner og Pål André Helland voru einnig á skotskónum hjá Rosenborg en Daninn óstýrláti skoraði einnig í 1. umferðinni á sunnudaginn.
Óttar Magnús Karlsson lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Molde. Strákarnir hans Ole Gunnars Solskjær unnu þá 2-1 sigur á Lilleström.
Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Molde en þeir Óttar byrjuðu saman í framlínu liðsins.
Aron Elís Þrándarson og Adam Örn Arnarson voru báðir í byrjunarliði Aalesund sem tapaði 1-3 fyrir Sarpsborg á heimavelli. Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann á varamannabekknum.
Adam fór meiddur af velli á 29. mínútu. Aron Elís var svo tekinn út af á 58. mínútu.
Matthías þakkaði traustið og skoraði framhjá Ingvari
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn

Fleiri fréttir
