Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 10:56 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/GVA Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. Þetta sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, opnum fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni United Silicon í morgun. „Í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við höfum stigið það skref að minnka þetta verulega og læra kannski af reynslunni, við hefðum kannski átt að bregaðst fyrr við,“ sagði Friðjón. Hann sagði að þegar bæjaryfirvöld hafi útdeilt lóð sé þau eftirlitsstofnanna að fylgjast með starfseminni og hafi yfirvöld því litið svo á að það væri á ábyrgði þeirra að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Bæjaryfirvöld, við seljum lóð, eða útdeilum lóð og þar með erum við komin til hliðar í málinu. Þá taka við eftirlitsstofnanir. Þar liggur eftirlitið með verksmiðjunni númer eitt tvö og þrjú. Þannig að þvingunaraðgerðir af okkar hálfu eru ekki til staðar. Við höfum engar lagalegar heimildir til þess ef allt er í lagi sem snýr að okkur. Þannig að við höfum haft mjög gott samband við alla umhverfisaðila.“ Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra var einnig til svara á fundinum. Hún segir „Þegar hefur verið gripið til ráðstafana og ég hef stutt Umhverfisstofnun í því. Enda er það stofnunin sem fer með allt eftirlit sem og lokunarheimildir ef til þess kemur, samkvæmt lögum um hollustuþætti og mengunarvarnir. Ég hef sagt það áður og segi það aftur hér að ég styð stofnunina í því að beita sínum ítrustu varúðarkröfum hvað þetta fyrirtæki varðar og hvað mengun yfir höfuð varðar,“ sagði Björt. United Silicon Tengdar fréttir Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14 Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35 Bein útsending: Umhverfis- og samgöngunefnd ræðir málefni United Silicon Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund klukkan 9:30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík. 5. apríl 2017 09:00 Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. Þetta sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, opnum fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni United Silicon í morgun. „Í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við höfum stigið það skref að minnka þetta verulega og læra kannski af reynslunni, við hefðum kannski átt að bregaðst fyrr við,“ sagði Friðjón. Hann sagði að þegar bæjaryfirvöld hafi útdeilt lóð sé þau eftirlitsstofnanna að fylgjast með starfseminni og hafi yfirvöld því litið svo á að það væri á ábyrgði þeirra að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Bæjaryfirvöld, við seljum lóð, eða útdeilum lóð og þar með erum við komin til hliðar í málinu. Þá taka við eftirlitsstofnanir. Þar liggur eftirlitið með verksmiðjunni númer eitt tvö og þrjú. Þannig að þvingunaraðgerðir af okkar hálfu eru ekki til staðar. Við höfum engar lagalegar heimildir til þess ef allt er í lagi sem snýr að okkur. Þannig að við höfum haft mjög gott samband við alla umhverfisaðila.“ Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra var einnig til svara á fundinum. Hún segir „Þegar hefur verið gripið til ráðstafana og ég hef stutt Umhverfisstofnun í því. Enda er það stofnunin sem fer með allt eftirlit sem og lokunarheimildir ef til þess kemur, samkvæmt lögum um hollustuþætti og mengunarvarnir. Ég hef sagt það áður og segi það aftur hér að ég styð stofnunina í því að beita sínum ítrustu varúðarkröfum hvað þetta fyrirtæki varðar og hvað mengun yfir höfuð varðar,“ sagði Björt.
United Silicon Tengdar fréttir Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14 Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35 Bein útsending: Umhverfis- og samgöngunefnd ræðir málefni United Silicon Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund klukkan 9:30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík. 5. apríl 2017 09:00 Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14
Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35
Bein útsending: Umhverfis- og samgöngunefnd ræðir málefni United Silicon Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund klukkan 9:30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík. 5. apríl 2017 09:00
Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55