Ferðast aftur hringinn í kringum landið til að vekja athygli á aðgengismálum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. apríl 2017 21:00 "Og þó það verði það eina sem stendur eftir í minni forsetatíð þá skal það vera rampur hérna,“ segir Guðni Th Jóhannesson. Brandur Bjarnason Karlsson hefur lengi barist fyrir málefnum fatlaðs fólks. Fyrir um tveimur árum fór hann í hringferð um landið til að vekja athygli á aðgengismálum á landsbyggðinni. Í dag ákvað hann að endurtaka leikinn en hann lagði af stað í morgun ásamt nokkrum félögum sínum. Fyrsti áfangastaður Brands var á Bessastöðum þar sem Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, tók vel á móti honum. Brandur segist vona að búið sé að bæta úr aðgengismálum á landsbyggðinni. „Það var víðast hvar frekar slæmt aðgengi. Það er þessi hugmynd um að maður sér velkomin. Ef það eru rampar þá veit maður að það þarf ekki að kalla út fjóra einstaklinga til að halda á manni upp stiga,“ segir Brandur og bætir við að aðgengismál á Íslandi séu ekki nógu góð. „Þetta eru náttúrulega mikið gömul hús og byggt á þeim tíma sem fólk var ekki mikið að hugsa um þetta. Kannski að einhverju leiti því á þeim tíma þá lifði fólk ekki af þau veikindi sem það lifir af í dag. Maður reynir að taka þessu ekki persónulega en þegar þetta gerist aftur og aftur og aftur og á ólíkum stöðum þá á endanum hættir maður að reyna og einangrar sig við bara við þessa örfáu staði þar sem maður veit að maður kemst inn. Þetta á það til að minnka soldið veröldina sem er aðgengileg fyrir manni,“ segir Brandur. Í dag er ferðinni heitið á Vík í Mýrdal, svo á Egilstaði, á Akureyri, á Borganes og svo aftur til Reykjavíkur. Aðgengi fyrir Brand á Bessastöðum var ekki uppá tíu og þótti Guðna það miður. „Okkur vantar ramp til dæmis. Auðvitað getum við reddað okkur og gerum það en eins og Brandur sagði við mig það er eitt að segja við getum reddað þessu og svo er annað hér er rampur og þið eruð velkomin. Og þó það verði það eina sem stendur eftir í minni forsetatíð þá skal það vera rampur hérna,“ segir Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands og bætir við að það sé heiður að fá að kveðja Brand fyrir reisuna í dag. „Þar sem rampinn vantar,“ segir Guðni. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Brandur Bjarnason Karlsson hefur lengi barist fyrir málefnum fatlaðs fólks. Fyrir um tveimur árum fór hann í hringferð um landið til að vekja athygli á aðgengismálum á landsbyggðinni. Í dag ákvað hann að endurtaka leikinn en hann lagði af stað í morgun ásamt nokkrum félögum sínum. Fyrsti áfangastaður Brands var á Bessastöðum þar sem Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, tók vel á móti honum. Brandur segist vona að búið sé að bæta úr aðgengismálum á landsbyggðinni. „Það var víðast hvar frekar slæmt aðgengi. Það er þessi hugmynd um að maður sér velkomin. Ef það eru rampar þá veit maður að það þarf ekki að kalla út fjóra einstaklinga til að halda á manni upp stiga,“ segir Brandur og bætir við að aðgengismál á Íslandi séu ekki nógu góð. „Þetta eru náttúrulega mikið gömul hús og byggt á þeim tíma sem fólk var ekki mikið að hugsa um þetta. Kannski að einhverju leiti því á þeim tíma þá lifði fólk ekki af þau veikindi sem það lifir af í dag. Maður reynir að taka þessu ekki persónulega en þegar þetta gerist aftur og aftur og aftur og á ólíkum stöðum þá á endanum hættir maður að reyna og einangrar sig við bara við þessa örfáu staði þar sem maður veit að maður kemst inn. Þetta á það til að minnka soldið veröldina sem er aðgengileg fyrir manni,“ segir Brandur. Í dag er ferðinni heitið á Vík í Mýrdal, svo á Egilstaði, á Akureyri, á Borganes og svo aftur til Reykjavíkur. Aðgengi fyrir Brand á Bessastöðum var ekki uppá tíu og þótti Guðna það miður. „Okkur vantar ramp til dæmis. Auðvitað getum við reddað okkur og gerum það en eins og Brandur sagði við mig það er eitt að segja við getum reddað þessu og svo er annað hér er rampur og þið eruð velkomin. Og þó það verði það eina sem stendur eftir í minni forsetatíð þá skal það vera rampur hérna,“ segir Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands og bætir við að það sé heiður að fá að kveðja Brand fyrir reisuna í dag. „Þar sem rampinn vantar,“ segir Guðni.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira