Fótbolti

Fékk stuðning frá The Strokes

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Lionel Messi hefur átt erfiða daga að undanförnu. Argentínski snillingurinn var dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að láta aðstoðardómara í leik Argentínu og Síle heyra það og missti fyrir vikið af leik Argentínu gegn Bólivíu í undankeppni HM 2018. Argentínumenn töpuðu leiknum 2-0.

Messi tók svo út leikbann þegar Barcelona vann Granada, 1-4, á sunnudaginn.

Messi fékk hins vegar stuðning úr óvæntri átt í fyrradag.

Bandaríska hljómsveitin The Strokes tróð þá upp á Lolapallooza hátíðinni í Buenos Aires. Og söngvari hljómsveitarinnar, Julian Casablancas, hvatti áhorfendur til að styðja við bakið á Messi.

„Veriði góð við Messi. Við erum hér fyrir Messi,“ hrópaði Clasablancas yfir áhorfendaskarann sem tók vel undir.

Það er ekki amalegt að eiga svona hauk í horni á tímum eins og þessum.


Tengdar fréttir

Börsungar söknuðu Messi ekkert gegn Granada

Luis Suárez sá til þess að Barcelona saknaði ekki Lionel Messi þegar liðið sótti Granada heim í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-3, Barcelona í vil.

Messi: Var að blóta loftinu en ekki línuverðinum

Fátt hefur verið meira rætt í knattspyrnuheiminum síðasta sólarhringinn en fjögurra leikja bannið sem Lionel Messi var dæmdur í fyrir orðaskipti sín við aðstoðardómara leiks Argentínu og Síle í undankeppni HM.

Messi dæmdur í fjögurra leikja bann

Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×