Þekktur barnaníðingur slapp með skilorð vegna dráttar á rannsókn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 22:54 Rannsókn á máli Gunnars tók fjögur ár, og var dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Gunnar Jakobsson var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi. Gunnar, áður Roy Svanur Shannon, er þekktur barnaníðingur en dráttur á rannsókn málsins varð til þess að dómurinn varð skilorðsbundinn. Hátt í 50 þúsund ljósmyndir og tæplega 500 myndskeið fundust í vörslum Gunnars í janúar 2013 og játaði hann brot sitt skýlaust. Fram kemur í dómnum yfir Gunnari, sem er 73 ára, að hann hafi aldrei sætt refsingu áður. Hann var hins vegar dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tuttugu árum fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlkum og dreifingu á klámi á netinu. Gunnar flutti síðan til Noregs þar sem hann bjó um hríð en þegar hann sneri aftur hafði hann breytt nafni sínu úr Roy Shannon í Gunnar Jakobsson. „Að teknu tilliti til þess að verulegur dráttur varð á rannsókn málsins, sem ekki verður séð að ákærða sé um að kenna, og að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða, þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð,“ segir í dómnum.RÚV greindi frá því fyrir fimm árum að tilkynnt hefði verið um ferðir Gunnars nærri fósturheimili á Stokkseyri, en nágrannar komust að því fyrir tilviljun hver hann væri. Barnavernd hafi þá verið látin vita af málinu en ekkert var hægt að aðhafast þar sem maðurinn var ekki grunaður um afbrot. Þá var Gunnar úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa brotið gegn þremur börnum á Suðurlandi, árið 2013. Skýrslur voru teknar af börnunum í Barnahúsi en niðurstaða rannsóknarinnar var að ákæra þótti ekki líkleg til sakfellingar. Var honum því sleppt úr haldi. Tengdar fréttir Þekktur barnaníðingur enn í haldi á Selfossi Þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, sem lögreglan í Árnessýslu handtók í gær, er enn í vörslu lögreglu, en ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. 11. janúar 2013 06:51 Heimili barnaníðings í gæsluvarðhaldi lagt í rúst Brotist var inn á heimili barnaníðingsins Gunnars Jakobssonar á Stokkseyri aðfaranótt laugardags. Gunnar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn börnum. 15. janúar 2013 17:49 Þekktur barnaníðingur grunaður um brot gegn þremur ungum börnum Dómari við Héraðsdóm Suðurlands tók sér frest til klukkan fimm í dag til að úrskurða um það hvort að þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, skyldi sæta gæsluvarðhaldi. 11. janúar 2013 13:35 Samtök vistheimilabarna fordæma heimsóknir barnaníðings á fósturheimili "Okkur er mjög brugðið að sjá þetta,“ segir Víglundur Þór Víglundsson, formaður samtaka vistheimilabarna, en sjálfur varð hann fyrir grimmu ofbeldi á Breiðavík þegar hann dvaldi þar sem barn. Samtök vistheimilabarna sendu frá sér ályktun seint í gærkvöldi þar sem þau fordæmdu ákvörðun fósturheimilis úti á landi sem leyfið barnaníðingi að umgangast börn sem þar voru í fóstri. 12. júní 2012 10:05 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Gunnar Jakobsson var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi. Gunnar, áður Roy Svanur Shannon, er þekktur barnaníðingur en dráttur á rannsókn málsins varð til þess að dómurinn varð skilorðsbundinn. Hátt í 50 þúsund ljósmyndir og tæplega 500 myndskeið fundust í vörslum Gunnars í janúar 2013 og játaði hann brot sitt skýlaust. Fram kemur í dómnum yfir Gunnari, sem er 73 ára, að hann hafi aldrei sætt refsingu áður. Hann var hins vegar dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tuttugu árum fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlkum og dreifingu á klámi á netinu. Gunnar flutti síðan til Noregs þar sem hann bjó um hríð en þegar hann sneri aftur hafði hann breytt nafni sínu úr Roy Shannon í Gunnar Jakobsson. „Að teknu tilliti til þess að verulegur dráttur varð á rannsókn málsins, sem ekki verður séð að ákærða sé um að kenna, og að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða, þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð,“ segir í dómnum.RÚV greindi frá því fyrir fimm árum að tilkynnt hefði verið um ferðir Gunnars nærri fósturheimili á Stokkseyri, en nágrannar komust að því fyrir tilviljun hver hann væri. Barnavernd hafi þá verið látin vita af málinu en ekkert var hægt að aðhafast þar sem maðurinn var ekki grunaður um afbrot. Þá var Gunnar úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa brotið gegn þremur börnum á Suðurlandi, árið 2013. Skýrslur voru teknar af börnunum í Barnahúsi en niðurstaða rannsóknarinnar var að ákæra þótti ekki líkleg til sakfellingar. Var honum því sleppt úr haldi.
Tengdar fréttir Þekktur barnaníðingur enn í haldi á Selfossi Þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, sem lögreglan í Árnessýslu handtók í gær, er enn í vörslu lögreglu, en ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. 11. janúar 2013 06:51 Heimili barnaníðings í gæsluvarðhaldi lagt í rúst Brotist var inn á heimili barnaníðingsins Gunnars Jakobssonar á Stokkseyri aðfaranótt laugardags. Gunnar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn börnum. 15. janúar 2013 17:49 Þekktur barnaníðingur grunaður um brot gegn þremur ungum börnum Dómari við Héraðsdóm Suðurlands tók sér frest til klukkan fimm í dag til að úrskurða um það hvort að þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, skyldi sæta gæsluvarðhaldi. 11. janúar 2013 13:35 Samtök vistheimilabarna fordæma heimsóknir barnaníðings á fósturheimili "Okkur er mjög brugðið að sjá þetta,“ segir Víglundur Þór Víglundsson, formaður samtaka vistheimilabarna, en sjálfur varð hann fyrir grimmu ofbeldi á Breiðavík þegar hann dvaldi þar sem barn. Samtök vistheimilabarna sendu frá sér ályktun seint í gærkvöldi þar sem þau fordæmdu ákvörðun fósturheimilis úti á landi sem leyfið barnaníðingi að umgangast börn sem þar voru í fóstri. 12. júní 2012 10:05 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Þekktur barnaníðingur enn í haldi á Selfossi Þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, sem lögreglan í Árnessýslu handtók í gær, er enn í vörslu lögreglu, en ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. 11. janúar 2013 06:51
Heimili barnaníðings í gæsluvarðhaldi lagt í rúst Brotist var inn á heimili barnaníðingsins Gunnars Jakobssonar á Stokkseyri aðfaranótt laugardags. Gunnar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn börnum. 15. janúar 2013 17:49
Þekktur barnaníðingur grunaður um brot gegn þremur ungum börnum Dómari við Héraðsdóm Suðurlands tók sér frest til klukkan fimm í dag til að úrskurða um það hvort að þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, skyldi sæta gæsluvarðhaldi. 11. janúar 2013 13:35
Samtök vistheimilabarna fordæma heimsóknir barnaníðings á fósturheimili "Okkur er mjög brugðið að sjá þetta,“ segir Víglundur Þór Víglundsson, formaður samtaka vistheimilabarna, en sjálfur varð hann fyrir grimmu ofbeldi á Breiðavík þegar hann dvaldi þar sem barn. Samtök vistheimilabarna sendu frá sér ályktun seint í gærkvöldi þar sem þau fordæmdu ákvörðun fósturheimilis úti á landi sem leyfið barnaníðingi að umgangast börn sem þar voru í fóstri. 12. júní 2012 10:05