„Þetta var bara hörkubarátta allan leikinn eins og þetta á að vera í úrslitakeppninni,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, en hann skoraði 14 stig, tók 4 fráköst og gaf fimm stoðsendingar í kvöld er KR tapaði gegn Keflavík.
„Það var mikil harka, þetta var skemmtilegur leikur og allt fyrir áhorfendur. Við vorum bara ekki að gera það sem við ætluðum að gera í síðari hálfleiknum. Við stjórnuðum hraðanum mun betur í þeim fyrri.“
Hann segir að hlutirnir hafi einfaldlega fallið með Keflvíkingum í kvöld og var ekki alveg sáttur við dómgæsluna.
„Ég var ekki alveg að skilja línuna hjá dómurunum í kvöld. Þetta er vissulega úrslitakeppni en við fengum ekki að spila svona fast að mínu mati. Ég sá ekki þessa línu sem dómararnir settu í kvöld. Við viljum alveg hafa hörku en við fengum bara ekki að gera það sama og þeir,“ segir Jón að lokum lofar að KR-ingar mæta dýrvitlausir til leiks á föstudagskvöldið.
Jón Arnór: Ég skildi ekki þessa línu hjá dómurunum

Tengdar fréttir

Friðrik Ingi tók Amin aldrei útaf: Ég ætlaði vinna þennan leik
"Þetta var mjög flottur sigur og strákarnir komu vel stemmdir og einbeitir til leiks, sérstaklega í síðari hálfleiknum,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn á KR í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: 81-74: Keflavík - KR | Suðurnesjamenn jöfnuðu metin
Keflavík jafnaði metin gegn KR í kvöld þegar liðið vann frábæran sigur, 81-74, í Sláturhúsinu suður með sjó.