Flutti til Svíþjóðar og var ekki lengur móðir dóttur sinnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. apríl 2017 15:07 Kristrún ásamt fjölskyldu sinni. Mynd/Kristrún Stefánsdóttir Kristrún Stefánsdóttir og kona hennar Inga Ósk Pétursdóttir hafa undanfarið ár verið í baráttu við sænsk yfirvöld. Ástæðan er sú að Kristrún er ekki skráð foreldri eða forráðamaður dóttur þeirra í Svíþjóð. Fjölskyldan fluttist til Svíþjóðar fyrir um ári síðan og er málið nú komið fyrir Hæstarétt þar í landi. „Ég og konan mín áttum dóttur á Íslandi og við erum allar íslenskir ríkisborgarar. Síðan fluttum við hingað til Svíþjóðar núna í apríl 2016,“ segir Kristrún í samtali við Vísi. „Við þurftum að skrá lögheimili og svoleiðis og þá náttúrulega skilar maður inn öllum sínum gögnum til Skatteverket, sem er eins konar hagstofa, giftingarvottorði og fæðingarvottorði dóttur okkar og svona. Síðan fengum við bara skilaboð hingað heim að við gætum ekki skráð hana sem dóttur mína vegna þess að það vantaði einhver lög og reglur um það í Svíþjóð. Hún er skráð dóttir konunnar minnar því hún gekk með hana, en af því ég gekk ekki með hana þá er ég ekki skráð foreldri hennar í Svíþjóð.“ „Bæði nöfnin okkar eru á fæðingarvottorðinu sem er gefið út á Íslandi. En reglurnar hér eru þannig að tvær konur sem eignast börn hér í Svíþjóð þær þurfa ekki að ganga í gegnum ættleiðingu eða neitt þannig. En þær sem fara til útlanda, eins og Danmerkur eða Englands eða Íslands þær þurfa að fara í gegnum ættleiðingu innan hjónabands. Það er eitthvað sérstakt ferli og maður þarf að skrifa alls konar bréf og fara á fundi og félagsmálayfirvöld þurfa að koma heim í heimsókn og allt mögulegt. Þau vilja meina það að af því að ég ættleiddi ekki á Íslandi, því þess þarf ekki á Íslandi, þá sé ég ekki löggilt foreldri í svíþjóð. Þannig að þau vilja meina að ég þurfi að ættleiða dóttur mína.“Kristrún (t.v.), Inga (t.h.) ásamt dóttur sinni.Mynd/Kristrún StefánsdóttirÓtrúlega mikið áfall Þær áfrýjuðu niðurstöðunni aftur til Skatteverket, sem svo sendi málið áfram í héraðsdóm sem dæmdi Kristrúnu og Ingu í vil. „Þeir dæmdu að þetta væri í rauninni fáránlegt og það ætti að skrá mig sem foreldri barnsins. En þessu var áfrýjað og nú er þetta komið til Hæstaréttar, stigi ofar. Núna liggur þetta hjá þeim og þeir eru ekki búnir að taka ákvörðun um hvort það verði farið í gegn með þetta eða ekki.“ Kristrún segir að möguleikinn að hún yrði ekki skráð sem foreldri dóttur sinnar hafi aldrei hvarflað að henni í undibúningi fyrir flutningana. „Fyrst þegar við fengum þetta svar frá Skatteverket um að ég væri ekki skráð foreldri dóttur okkar hérna úti þá brá okkur náttúrulega hrikalega mikið. Við vorum búnar að spá hvað við ættum að gera varðandi allt mögulegt þegar við fluttum til Svíþjóðar en þetta, okkur datt þetta ekki einu sinni til hugar. Þetta var svo fjarri huga okkar þannig að þetta var ótrúlega mikið áfall,“ segir Kristrún „Við fengum engan lögfræðing eða neitt til að hjálpa okkur og við erum búnar að lesa allt sjálfar á netinu og reyna að afla okkur upplýsinga um sænsk lög og reglur. Sumarið fór í það að lesa okkur til á netinu og senda tölvupósta á allt mögulegt fólk. Ég sendi tölvupóst á innanríkisráðuneytið og utanríkisráðuneytið en fékk ótrúlega fá svör. Talaði við íslenska sendiherrann í Stokkhólmi. Allavega náðum við að lesa í gegnum þetta og náðum að útbúa áfrýjun sem fór svo áfram. Við skiluðum því inn í júlí. Síðan erum við búnar að bíða. Við fengum svar einhverntíman í byrjun febrúar.“Dómurinn gæti verið fordæmisgefandi Málið hefur fengið töluverða athygli fjölmiðla í Svíþjóð og hafa þær meðal annars fengið stuðning frá RFSL, samtökum hinsegin fólks í Svíþjóð. „Hinum venjulega svía finnst þetta náttúrulega algjörlega út í hött. Það hváa allir þegar maður segir fólki frá þessu. Við erum búnar að vera í sambandi við RFSL, sem er svona eins og Samtökin ´78 og þau eru núna að hjálpa okkur. Þau hafa útvegað okkur lögfræðing sem ætlar að hjálpa okkur því þetta er komið svo hátt upp í kerfinu. Ef þetta verður dæmt okkur í hag núna þá verður þetta fordæmi fyrir aðrar fjölskyldur frá Norðurlöndunum. Þetta er komið á það stig að þetta er mjög mikilvægur dómur ef það er dæmt okkur í hag.“ Hún segir að niðurstaða Skatteverket hafi mikil áhrif á þeirra daglega líf. Til að mynda getur Kristrún ekki skrifað undir neinar umsóknir fyrir hönd dóttur þeirra, konan hennar þurfi að vera skráð fyrir öllu slíku. „Ég er hvorki skráð foreldri eða forráðamaður hér þannig að ég fæ ekki fæðingarorlof, ég get ekki tekið veikindadaga með barnið mitt, ég get ekki skráð hana inn á neinar umsóknir fyrir íþróttaskóla eða leikskóla eða neitt svoleiðis. Konan mín þarf að vera skráð fyrir þessu öllu. Ef konan mín myndi skyndilega deyja í slysi eða slíkt þá veit maður ekkert hvað verður um dóttur okkar vegna þess að ég er ekki forráðamaður og þá er hún án forráðamanns í Svíþjóð. Og hvað gerir Svíþjóð þá? Senda þeir hana heim eina í flugvél eða? Ef konan mín er veik og það þarf að taka ákvarðanir um barnið, ég fæ ekki að gera neitt, ég er ekki forráðamaður. Þetta hefur gríðarleg áhrif á okkar daglega líf og nú er liðið heilt ár og ég er ekki ennþá skráð mamma hennar í þessu landi.“ Hún segir þetta ekki endurspegla þá hugmynd að Svíþjóð standi framarlega í málefnum hinsegin fólks. „Svíarnir segja alltaf að þeir séu svo ótrúlega framarlega í réttindum hinseginum fólks en þeir eru mjög aftarlega á merinni með ýmsa hluti. Þeir státa sig af öllu mögulegu og þeir eru ofarlega á öllum listum um réttindi fólk en þegar maður horfir upp á eitthvað svona þá hugsar maður hvernig þau geti verið framarlega í réttindum hinsegin fólks. Það er árið 2017 og þeir líta ekki á okkur sem fjölskyldu, þannig að þetta er algjörlega út í hött.“ Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Kristrún Stefánsdóttir og kona hennar Inga Ósk Pétursdóttir hafa undanfarið ár verið í baráttu við sænsk yfirvöld. Ástæðan er sú að Kristrún er ekki skráð foreldri eða forráðamaður dóttur þeirra í Svíþjóð. Fjölskyldan fluttist til Svíþjóðar fyrir um ári síðan og er málið nú komið fyrir Hæstarétt þar í landi. „Ég og konan mín áttum dóttur á Íslandi og við erum allar íslenskir ríkisborgarar. Síðan fluttum við hingað til Svíþjóðar núna í apríl 2016,“ segir Kristrún í samtali við Vísi. „Við þurftum að skrá lögheimili og svoleiðis og þá náttúrulega skilar maður inn öllum sínum gögnum til Skatteverket, sem er eins konar hagstofa, giftingarvottorði og fæðingarvottorði dóttur okkar og svona. Síðan fengum við bara skilaboð hingað heim að við gætum ekki skráð hana sem dóttur mína vegna þess að það vantaði einhver lög og reglur um það í Svíþjóð. Hún er skráð dóttir konunnar minnar því hún gekk með hana, en af því ég gekk ekki með hana þá er ég ekki skráð foreldri hennar í Svíþjóð.“ „Bæði nöfnin okkar eru á fæðingarvottorðinu sem er gefið út á Íslandi. En reglurnar hér eru þannig að tvær konur sem eignast börn hér í Svíþjóð þær þurfa ekki að ganga í gegnum ættleiðingu eða neitt þannig. En þær sem fara til útlanda, eins og Danmerkur eða Englands eða Íslands þær þurfa að fara í gegnum ættleiðingu innan hjónabands. Það er eitthvað sérstakt ferli og maður þarf að skrifa alls konar bréf og fara á fundi og félagsmálayfirvöld þurfa að koma heim í heimsókn og allt mögulegt. Þau vilja meina það að af því að ég ættleiddi ekki á Íslandi, því þess þarf ekki á Íslandi, þá sé ég ekki löggilt foreldri í svíþjóð. Þannig að þau vilja meina að ég þurfi að ættleiða dóttur mína.“Kristrún (t.v.), Inga (t.h.) ásamt dóttur sinni.Mynd/Kristrún StefánsdóttirÓtrúlega mikið áfall Þær áfrýjuðu niðurstöðunni aftur til Skatteverket, sem svo sendi málið áfram í héraðsdóm sem dæmdi Kristrúnu og Ingu í vil. „Þeir dæmdu að þetta væri í rauninni fáránlegt og það ætti að skrá mig sem foreldri barnsins. En þessu var áfrýjað og nú er þetta komið til Hæstaréttar, stigi ofar. Núna liggur þetta hjá þeim og þeir eru ekki búnir að taka ákvörðun um hvort það verði farið í gegn með þetta eða ekki.“ Kristrún segir að möguleikinn að hún yrði ekki skráð sem foreldri dóttur sinnar hafi aldrei hvarflað að henni í undibúningi fyrir flutningana. „Fyrst þegar við fengum þetta svar frá Skatteverket um að ég væri ekki skráð foreldri dóttur okkar hérna úti þá brá okkur náttúrulega hrikalega mikið. Við vorum búnar að spá hvað við ættum að gera varðandi allt mögulegt þegar við fluttum til Svíþjóðar en þetta, okkur datt þetta ekki einu sinni til hugar. Þetta var svo fjarri huga okkar þannig að þetta var ótrúlega mikið áfall,“ segir Kristrún „Við fengum engan lögfræðing eða neitt til að hjálpa okkur og við erum búnar að lesa allt sjálfar á netinu og reyna að afla okkur upplýsinga um sænsk lög og reglur. Sumarið fór í það að lesa okkur til á netinu og senda tölvupósta á allt mögulegt fólk. Ég sendi tölvupóst á innanríkisráðuneytið og utanríkisráðuneytið en fékk ótrúlega fá svör. Talaði við íslenska sendiherrann í Stokkhólmi. Allavega náðum við að lesa í gegnum þetta og náðum að útbúa áfrýjun sem fór svo áfram. Við skiluðum því inn í júlí. Síðan erum við búnar að bíða. Við fengum svar einhverntíman í byrjun febrúar.“Dómurinn gæti verið fordæmisgefandi Málið hefur fengið töluverða athygli fjölmiðla í Svíþjóð og hafa þær meðal annars fengið stuðning frá RFSL, samtökum hinsegin fólks í Svíþjóð. „Hinum venjulega svía finnst þetta náttúrulega algjörlega út í hött. Það hváa allir þegar maður segir fólki frá þessu. Við erum búnar að vera í sambandi við RFSL, sem er svona eins og Samtökin ´78 og þau eru núna að hjálpa okkur. Þau hafa útvegað okkur lögfræðing sem ætlar að hjálpa okkur því þetta er komið svo hátt upp í kerfinu. Ef þetta verður dæmt okkur í hag núna þá verður þetta fordæmi fyrir aðrar fjölskyldur frá Norðurlöndunum. Þetta er komið á það stig að þetta er mjög mikilvægur dómur ef það er dæmt okkur í hag.“ Hún segir að niðurstaða Skatteverket hafi mikil áhrif á þeirra daglega líf. Til að mynda getur Kristrún ekki skrifað undir neinar umsóknir fyrir hönd dóttur þeirra, konan hennar þurfi að vera skráð fyrir öllu slíku. „Ég er hvorki skráð foreldri eða forráðamaður hér þannig að ég fæ ekki fæðingarorlof, ég get ekki tekið veikindadaga með barnið mitt, ég get ekki skráð hana inn á neinar umsóknir fyrir íþróttaskóla eða leikskóla eða neitt svoleiðis. Konan mín þarf að vera skráð fyrir þessu öllu. Ef konan mín myndi skyndilega deyja í slysi eða slíkt þá veit maður ekkert hvað verður um dóttur okkar vegna þess að ég er ekki forráðamaður og þá er hún án forráðamanns í Svíþjóð. Og hvað gerir Svíþjóð þá? Senda þeir hana heim eina í flugvél eða? Ef konan mín er veik og það þarf að taka ákvarðanir um barnið, ég fæ ekki að gera neitt, ég er ekki forráðamaður. Þetta hefur gríðarleg áhrif á okkar daglega líf og nú er liðið heilt ár og ég er ekki ennþá skráð mamma hennar í þessu landi.“ Hún segir þetta ekki endurspegla þá hugmynd að Svíþjóð standi framarlega í málefnum hinsegin fólks. „Svíarnir segja alltaf að þeir séu svo ótrúlega framarlega í réttindum hinseginum fólks en þeir eru mjög aftarlega á merinni með ýmsa hluti. Þeir státa sig af öllu mögulegu og þeir eru ofarlega á öllum listum um réttindi fólk en þegar maður horfir upp á eitthvað svona þá hugsar maður hvernig þau geti verið framarlega í réttindum hinsegin fólks. Það er árið 2017 og þeir líta ekki á okkur sem fjölskyldu, þannig að þetta er algjörlega út í hött.“
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira