Innlent

Ferðamenn fastir í rútu í klukkustund eftir að vegkantur gaf sig

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rútan í vegkantinum á Þingvöllum í gær.
Rútan í vegkantinum á Þingvöllum í gær. Lögreglan á Suðurlandi
Á fimmta tug ferðamanna auk leiðsögumanns og bílstjóra voru um borð í rútu sem fór útaf svokölluðu Ólafsvegi í þjóðgarðinum á Þingvöllum síðdegis í gær. Beiðni um aðstoð barst lögreglunni á Suðurlandi klukkan 15:43 en rútan fór að hluta útaf veginum vegna þess að vegkanturinn gaf sig.

Bílstjóranum tókst að stöðva rútuna og þannig koma í veg fyrir að hún færi á hliðina. Ekki reyndist unnt að opna dyrnar til að hleypa fólkinu út. Nokkur viðbúnaður varð vegna þessa atviks en engin slasaðist og allir í góðu jafnvægi.

Tæpri klukkustund eftir að óhappið varð tókst að opna dyrnar á bifreiðinni og allir komnir út skömmu síðar.

„Eins og sjá má á myndinni er vegkanturinn veikburða og vaxandi áhyggur af aukinni umferð stórra fólksbifreiða um þennan vegarkafla í þjóðgarðinum sem virðist mjög veikburða,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×