Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2017 10:42 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með forseta þann 5. apríl. Vísir/Anton Brink Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. Í þættinum, sem frumsýndur var sunnudagskvöldið 3. apríl, var fjallað um gagnaleka frá panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca en skjöl úr lekanum sýndu meðal annars hvernig þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar höfðu tengsl við aflandsfélög. Þá var einnig sýnt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, þar sem hann laug um tengsl sín við aflandsfélagið Wintris. Fát kom á forsætisráðherrann þegar sænski spyrillinn spurði „What can you tell me about a company called Wintris,“ en með sanni má segja að spurningin hafi öðlast sjálfstætt líf. Viðtalinu lauk svo með því að Sigmundur strunsaði út eins og frægt er orðið.Þann 4. apríl, daginn eftir viðtalið, var boðað til mótmæla á Austurvelli. Talið er að mótmælin hafi mögulega verið þau fjölmennustu í Íslandssögunni. Skipuleggjendur sögðu að allt að 22 þúsund manns hefðu mætt en boðað hafði verið til mótmælanna áður en viðtalið við Sigmund Davíð var sýnt. Yfirskrift mótmælanna var „Kosningar strax“ og var ýmislegt tínt til sem skipuleggjendum fannst ámælisvert í störfum ríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og óvænt forsetaframboðDegi síðar brunaði Sigmundur Davíð á Bessastaði eftir fund með Bjarna Benediktssyni sem þá var nýkominn heim frá Flórída.Sigmundur Davíð gengur út úr viðtalinu. Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með.Á Bessastöðum óskaði Sigmundur eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða til kosninga. Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti, hafnaði því eins og hann skýrði frá á eftirminnilegum blaðamannafundi í hádeginu, stuttu eftir fund hans og Sigmundar.Stiginn og stóru málin Eftir þingflokksfund Framsóknar, daginn eftir þessi fjölmennu mótmæli, var fréttamönnum tjáð að Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi varaformaður Framsóknar, myndi taka við embætti forsætisráðherra. Var það sagt vera að tillögu Sigmundar Davíðs sjálfs sem hélt áfram þingmennsku, nú sem óbreyttur. Það var svo miðvikudaginn 6. apríl sem tilkynnt var um endurnýjuð samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í stiga nýbyggingar Alþingishússins - nú undir foyrstu Sigurðar Inga sem fyrr segir. Samstarfið var endurnýjað undir þeim formerkjum að kosningum yrði flýtt - að því gefnu að ríkisstjórninni tækist að klára fjölmörg „stór mál“ sem enn væru útistandandi. Þótti mörgum það vera helst til loðið orðalag og kröfðust þess að allur vafi yrði tekinn af um hvenær raunverulega yrði gengið til kosninga. Það kom svo á daginn að gengið var til þingkosninga þann 29. október - hálfu ári áður en áætlað var og hálfu ári eftir viðtalið afdrifaríka. Panama-skjölin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. Í þættinum, sem frumsýndur var sunnudagskvöldið 3. apríl, var fjallað um gagnaleka frá panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca en skjöl úr lekanum sýndu meðal annars hvernig þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar höfðu tengsl við aflandsfélög. Þá var einnig sýnt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, þar sem hann laug um tengsl sín við aflandsfélagið Wintris. Fát kom á forsætisráðherrann þegar sænski spyrillinn spurði „What can you tell me about a company called Wintris,“ en með sanni má segja að spurningin hafi öðlast sjálfstætt líf. Viðtalinu lauk svo með því að Sigmundur strunsaði út eins og frægt er orðið.Þann 4. apríl, daginn eftir viðtalið, var boðað til mótmæla á Austurvelli. Talið er að mótmælin hafi mögulega verið þau fjölmennustu í Íslandssögunni. Skipuleggjendur sögðu að allt að 22 þúsund manns hefðu mætt en boðað hafði verið til mótmælanna áður en viðtalið við Sigmund Davíð var sýnt. Yfirskrift mótmælanna var „Kosningar strax“ og var ýmislegt tínt til sem skipuleggjendum fannst ámælisvert í störfum ríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og óvænt forsetaframboðDegi síðar brunaði Sigmundur Davíð á Bessastaði eftir fund með Bjarna Benediktssyni sem þá var nýkominn heim frá Flórída.Sigmundur Davíð gengur út úr viðtalinu. Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með.Á Bessastöðum óskaði Sigmundur eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða til kosninga. Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti, hafnaði því eins og hann skýrði frá á eftirminnilegum blaðamannafundi í hádeginu, stuttu eftir fund hans og Sigmundar.Stiginn og stóru málin Eftir þingflokksfund Framsóknar, daginn eftir þessi fjölmennu mótmæli, var fréttamönnum tjáð að Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi varaformaður Framsóknar, myndi taka við embætti forsætisráðherra. Var það sagt vera að tillögu Sigmundar Davíðs sjálfs sem hélt áfram þingmennsku, nú sem óbreyttur. Það var svo miðvikudaginn 6. apríl sem tilkynnt var um endurnýjuð samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í stiga nýbyggingar Alþingishússins - nú undir foyrstu Sigurðar Inga sem fyrr segir. Samstarfið var endurnýjað undir þeim formerkjum að kosningum yrði flýtt - að því gefnu að ríkisstjórninni tækist að klára fjölmörg „stór mál“ sem enn væru útistandandi. Þótti mörgum það vera helst til loðið orðalag og kröfðust þess að allur vafi yrði tekinn af um hvenær raunverulega yrði gengið til kosninga. Það kom svo á daginn að gengið var til þingkosninga þann 29. október - hálfu ári áður en áætlað var og hálfu ári eftir viðtalið afdrifaríka.
Panama-skjölin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira