Rúnar Alex: Viðurkenni að ég var svekktur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 11:30 Rúnar Alex Rúnarsson heldur einum af landsliðsmarkvörðum Svía á bekknum hjá Nordsjælland. vísir/getty Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, viðurkennir að hann var ekki alveg nógu sáttur með að vera ekki í síðasta landsliðshópi Íslands sem mætti Kósóvó í undankeppni HM 2018 og Írlandi í vináttuleik ytra. Rúnar Alex var fastamaður í U21 árs landsliðinu í síðustu undankeppni en er nú gengin upp úr því. Hann var í fyrsta sinn valinn í A-landsliðshópinn í byrjun árs fyrir Kínabikarinn en á eftir að spila sinn fyrsta landsleik. „Auðvitað langar mig að vera í landsliðinu. Það er alveg klárt en maður þarf að sýna skilning á því að það eru þrír góðir markverðir sem eru líka allir að spila með sínum liðum. Það er því kannski ekki nein ástæða til að vera breyta til nema hugsandi um framtíðina. Þegar kallið kemur verð ég tilbúinn,“ sagði Rúnar Alex í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Allir þrír markverðir íslenska liðsins; Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson og Ingvar Jónsson, eru byrjunarliðsmenn en munurinn á þeim tveimur síðastnefndu og Rúnari er að hann var byrjaður að spila deildarleiki með Nordsjælland þegar Ögmundur og Ingvar voru enn þá á undirbúningstímabilinu. Deildirnar í Noregi og Svíþjóð fóru af stað um helgina og stóð Ögmundur vaktina í marki Hammarby að vanda og Ingvar Jónsson byrjaði fyrsta leik fyrir nýliða Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Seinni hluti dönsku deildarinnar hófst aftur á móti um miðjan febrúar og var Rúnar búinn að spila alla leiki liðsins fram að landsleikjavikunni. Hann hefur staðið sig frábærlega en Nordsjælland er búið að vinna fjóra af sex fyrstu leikjunum eftir vetrarfríið.„Ég skal viðurkenna það að ég var svekktur. Ég var búinn að spila fimm leiki í deildinni og svo var ég búinn að vera á erfiðu undirbúningstímabilinu þar sem ég spilaði sex leiki,“ sagði Rúnar Alex sem sýnir ákvörðun Heimis Hallgrímssonar þó skilning. „Mér fannst ég líka standa mig vel úti í Kína og bjóst því alveg eins við því að verða valinn og var því svekktur. En ég þarf bara að sýna því skilning að það ekkert biluð ástæða fyrir því að vera að gera breytingar,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan en það hefst á 1:25:36 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, viðurkennir að hann var ekki alveg nógu sáttur með að vera ekki í síðasta landsliðshópi Íslands sem mætti Kósóvó í undankeppni HM 2018 og Írlandi í vináttuleik ytra. Rúnar Alex var fastamaður í U21 árs landsliðinu í síðustu undankeppni en er nú gengin upp úr því. Hann var í fyrsta sinn valinn í A-landsliðshópinn í byrjun árs fyrir Kínabikarinn en á eftir að spila sinn fyrsta landsleik. „Auðvitað langar mig að vera í landsliðinu. Það er alveg klárt en maður þarf að sýna skilning á því að það eru þrír góðir markverðir sem eru líka allir að spila með sínum liðum. Það er því kannski ekki nein ástæða til að vera breyta til nema hugsandi um framtíðina. Þegar kallið kemur verð ég tilbúinn,“ sagði Rúnar Alex í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Allir þrír markverðir íslenska liðsins; Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson og Ingvar Jónsson, eru byrjunarliðsmenn en munurinn á þeim tveimur síðastnefndu og Rúnari er að hann var byrjaður að spila deildarleiki með Nordsjælland þegar Ögmundur og Ingvar voru enn þá á undirbúningstímabilinu. Deildirnar í Noregi og Svíþjóð fóru af stað um helgina og stóð Ögmundur vaktina í marki Hammarby að vanda og Ingvar Jónsson byrjaði fyrsta leik fyrir nýliða Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Seinni hluti dönsku deildarinnar hófst aftur á móti um miðjan febrúar og var Rúnar búinn að spila alla leiki liðsins fram að landsleikjavikunni. Hann hefur staðið sig frábærlega en Nordsjælland er búið að vinna fjóra af sex fyrstu leikjunum eftir vetrarfríið.„Ég skal viðurkenna það að ég var svekktur. Ég var búinn að spila fimm leiki í deildinni og svo var ég búinn að vera á erfiðu undirbúningstímabilinu þar sem ég spilaði sex leiki,“ sagði Rúnar Alex sem sýnir ákvörðun Heimis Hallgrímssonar þó skilning. „Mér fannst ég líka standa mig vel úti í Kína og bjóst því alveg eins við því að verða valinn og var því svekktur. En ég þarf bara að sýna því skilning að það ekkert biluð ástæða fyrir því að vera að gera breytingar,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan en það hefst á 1:25:36
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira