Derrick Rose, leikstjórnandi New York Knicks, spilar ekki meira með liðinu í NBA-deildinni í vetur vegna hnémeiðsla.
Rose var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tímabilið 2010-11 en síðan þá hafa erfið hnémeiðsli hægt á honum.
Chicago Bulls skipti Rose til New York í sumar. Hann skilaði 18,0 stigum, 3,8 fráköstum og 4,4 stoðsendingum að meðaltali í leik í vetur.
Samningur Rose rennur út í sumar en hann hefur sagt að hann vilji spila áfram fyrir Knicks. Það er þó spurning hvort þessi nýjustu meiðsli setji strik í þann reikning.
Knicks situr í 12. sæti Austurdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina.
Ófarir Knicks ætla engan enda að taka

Tengdar fréttir

Vandræði Knicks halda áfram: Noah dæmdur í 20 leikja bann
Ekkert virðist ganga rétt hjá sögufræga félaginu New York Knicks en miðherji liðsins, Joakim Noah, var í dag dæmdur í tuttugu leikja bann fyrir ólöglega lyfjanotkun.