Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City, er langt frá því að vera sáttur með Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Warnock er ósáttur við að Aron Einar Gunnarsson hafi spilað allar 90 mínúturnar þegar Ísland vann 0-1 sigur á Írlandi á þriðjudaginn.
Og eftir leik Cardiff og Wolves í dag lét Warnock Heimi heyra það.
„Við erum ósáttir með að Aron hafi spilað allan tímann í tilgangslausum vináttulandsleik bara út af því að hann er fyrirliði. Ég sagði þjálfaranum það,“ sagði Warnock.
„Hann var þreyttur í dag og þú þarft að hafa smá heilastarfsemi þegar þú ert landsliðsþjálfari, Hann bað mig afsökunar en það telur lítið. Ég gaf honum frí í janúar til að hjálpa þeim og þeir ættu að endurgjalda greiðann,“ bætti hinn reynslumikli Warnock við.
Cardiff tapaði leiknum við Wolves 3-1. Aron spilaði allan leikinn.
Warnock lætur Heimi heyra það: Þarft að hafa smá heilastarfsemi þegar þú ert landsliðsþjálfari

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið
Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér.

Jón Daði hafði betur gegn Aroni Einari
Wolves vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið lagði Cardiff City að velli, 3-1, í Íslendingaslag í ensku B-deildinni í dag.

Aron Einar yngstur til að spila 70 landsleiki fyrir Ísland
Fyrirliðinn tók metið af Rúnari Kristinssyni í Dyflinni í gær.