„Svindlararnir vinna og við töpum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2017 06:00 Fótboltaleikur á Laugardalsvelli. Vísir/Getty „Málið snýst alltaf um gróða og peninga. Fótbolti er stór íþróttagrein en okkur finnst að glæpir eigi ekki að borga sig.“ Þetta sagði Sveinn Helgason, sérfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu, á málstofu HR og ÍSÍ í gær sem bar yfirskriftina Veðjað á rangan hest. Þar var rætt um hagræðingu úrslita í íþróttum, þá sérstaklega fótbolta, en erindi Sveins, sem er formaður stýrihóps innan ráðuneytisins sem berst gegn spillingu, fjallaði um skipulagða glæpastarfsemi tengda hagræðingu úrslita. Fram kom í erindi Sveins að þeir sem stunda hagræðingu úrslita vilja græða sem mest fyrir sem minnsta áhættu. Vitað er að ef glæpamenn sjá fyrir sér mikinn hagnað þar sem áhættan er lítil leita þeir þangað. Því færist sífellt í vöxt að úrslitum sé hagrætt og hættan sem steðjar að fótboltanum verður æ meiri. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sagði fyrir nokkrum árum að árlegur gróði af hagræðingu úrslita væri um fimmtán milljarðar dollara en aðrir sérfræðingar hafa sagt ómögulegt að taka þetta saman, allt eins sé hægt að reka fingurinn út í loftið.Ekki lengur saklausir? Nokkur dæmi um hagræðingu úrslita hafa komið upp á Íslandi á undanförnum árum. Sum hafa verið stöðvuð í fæðingu en aðrir eru grunaðir um hafa gengið lengra. Í bók rannsóknarblaðamannsins Declan Hill sem heitir The Fix kemur Ísland við sögu. Bókin kom út fyrir þremur árum og seldist eins og heitar lummur út um allan heim en hún hefur verið þýdd á 21 tungumál. Sveinn kom í erindi sínu inn á kafla í bókinni þar sem Hill situr með Malasíumanni sem vann fyrir glæpasamtök sem sérfræðingur um íslenska fótboltann. Hann sat með honum og fékk allar nýjustu fréttirnar af Fram, Skaganum og öðrum íslenskum liðum. Veðjað er fyrir hundruð milljóna á íslenskan fótbolta á sumrin en tvær helstu ástæður þess eru að íslenski boltinn er í gangi þegar ekkert annað er í gangi og vegna þess að hann telst hreinn. „Þegar allt kemur til alls eru þetta Skandinavíumenn. Víkingar. Mjög heiðarlegir og ljóshærðir. Enginn að svindla,“ sagði Malasíumaðurinn. „Hvort þetta á við enn í dag vitum við ekki. Þetta var fyrir nokkrum árum og núna hefur ýmislegt breyst,“ sagði Sveinn í Háskólanum í Reykjavík í gær.Hagræðing í nýju ógnarmati Hagræðing úrslita er fyrir löngu orðin svo mikið vandamál að fjallað var ítarlega um það í nýju ógnarmati Evrópulögreglunnar, Europol. Í því segir að hagræðing í íþróttum innan ESB sé mest í fótbolta en næstmest í krikket. Þetta er einnig mikið vandamál í tennis, snóker og pílukasti. Peningaþvætti tengist þessu vandamáli líka mikið en árið 2016 tókst rússneskum glæpasamtökum að þvætta milljónir evra í nokkrum Evrópuríkjum í gegnum fótboltafélög. Þau ná að nota skort á gagnsæi og eftirliti til að koma illa fengnum gróða inn í hagkerfið. „Svindlararnir vinna og við töpum. Um það snýst þetta. Þetta er ekki flókið,“ sagði Sveinn.Þungir dómar fyrir mútur Sveinn sagði í gær að ekki væri vitað hvort skipulögð glæpasamtök hafi komið að hagræðingu úrslita í íslenskum íþróttum en hann sagði: „Ísland er hluti af heimssamfélaginu.“ Málið er nefnilega svolítið þannig að menn verða að líta á alvöru málsins og sjá hvernig þessi vá stigmagnast. Þeir sem eiga að standa vörð um íslenskan fótbolta mega ekki sofa á verðinum. Eins og allir vita er hagræðing úrslita ólögleg en Sveinn kom í erindi sínu í gær inn á nýjan vinkil í umræðunni er varðar það lögbrot að þiggja mútur. Það er ekki bara brot gagnvart viðkomandi íþrótt að þiggja greiðslu fyrir að hagræða úrslitum heldur lögbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Hægt er að dæma menn á Íslandi í allt að þriggja ára fangelsi fyrir að þiggja mútur en tillaga liggur fyrir hjá innanríkisráðuneytinu um að þyngja þá refsingu í allt að fimm ár. „Þeir dómarar eða leikmenn sem hafa rangt við eru spilltir ef þeir þiggja mútur. Þeir eru að bregðast liðsfélögum sínum og skaða ímynd íþróttarinnar. Spilling er drifkraftur og mikilvæg í öllum glæpageirum. Þetta snýst allt um gróða. Tilgangurinn helgar meðalið,“ sagði Sveinn Helgason í erindi sínu í Háskólanum í Reykjavík í gær. Aðrar íþróttir Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira
„Málið snýst alltaf um gróða og peninga. Fótbolti er stór íþróttagrein en okkur finnst að glæpir eigi ekki að borga sig.“ Þetta sagði Sveinn Helgason, sérfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu, á málstofu HR og ÍSÍ í gær sem bar yfirskriftina Veðjað á rangan hest. Þar var rætt um hagræðingu úrslita í íþróttum, þá sérstaklega fótbolta, en erindi Sveins, sem er formaður stýrihóps innan ráðuneytisins sem berst gegn spillingu, fjallaði um skipulagða glæpastarfsemi tengda hagræðingu úrslita. Fram kom í erindi Sveins að þeir sem stunda hagræðingu úrslita vilja græða sem mest fyrir sem minnsta áhættu. Vitað er að ef glæpamenn sjá fyrir sér mikinn hagnað þar sem áhættan er lítil leita þeir þangað. Því færist sífellt í vöxt að úrslitum sé hagrætt og hættan sem steðjar að fótboltanum verður æ meiri. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sagði fyrir nokkrum árum að árlegur gróði af hagræðingu úrslita væri um fimmtán milljarðar dollara en aðrir sérfræðingar hafa sagt ómögulegt að taka þetta saman, allt eins sé hægt að reka fingurinn út í loftið.Ekki lengur saklausir? Nokkur dæmi um hagræðingu úrslita hafa komið upp á Íslandi á undanförnum árum. Sum hafa verið stöðvuð í fæðingu en aðrir eru grunaðir um hafa gengið lengra. Í bók rannsóknarblaðamannsins Declan Hill sem heitir The Fix kemur Ísland við sögu. Bókin kom út fyrir þremur árum og seldist eins og heitar lummur út um allan heim en hún hefur verið þýdd á 21 tungumál. Sveinn kom í erindi sínu inn á kafla í bókinni þar sem Hill situr með Malasíumanni sem vann fyrir glæpasamtök sem sérfræðingur um íslenska fótboltann. Hann sat með honum og fékk allar nýjustu fréttirnar af Fram, Skaganum og öðrum íslenskum liðum. Veðjað er fyrir hundruð milljóna á íslenskan fótbolta á sumrin en tvær helstu ástæður þess eru að íslenski boltinn er í gangi þegar ekkert annað er í gangi og vegna þess að hann telst hreinn. „Þegar allt kemur til alls eru þetta Skandinavíumenn. Víkingar. Mjög heiðarlegir og ljóshærðir. Enginn að svindla,“ sagði Malasíumaðurinn. „Hvort þetta á við enn í dag vitum við ekki. Þetta var fyrir nokkrum árum og núna hefur ýmislegt breyst,“ sagði Sveinn í Háskólanum í Reykjavík í gær.Hagræðing í nýju ógnarmati Hagræðing úrslita er fyrir löngu orðin svo mikið vandamál að fjallað var ítarlega um það í nýju ógnarmati Evrópulögreglunnar, Europol. Í því segir að hagræðing í íþróttum innan ESB sé mest í fótbolta en næstmest í krikket. Þetta er einnig mikið vandamál í tennis, snóker og pílukasti. Peningaþvætti tengist þessu vandamáli líka mikið en árið 2016 tókst rússneskum glæpasamtökum að þvætta milljónir evra í nokkrum Evrópuríkjum í gegnum fótboltafélög. Þau ná að nota skort á gagnsæi og eftirliti til að koma illa fengnum gróða inn í hagkerfið. „Svindlararnir vinna og við töpum. Um það snýst þetta. Þetta er ekki flókið,“ sagði Sveinn.Þungir dómar fyrir mútur Sveinn sagði í gær að ekki væri vitað hvort skipulögð glæpasamtök hafi komið að hagræðingu úrslita í íslenskum íþróttum en hann sagði: „Ísland er hluti af heimssamfélaginu.“ Málið er nefnilega svolítið þannig að menn verða að líta á alvöru málsins og sjá hvernig þessi vá stigmagnast. Þeir sem eiga að standa vörð um íslenskan fótbolta mega ekki sofa á verðinum. Eins og allir vita er hagræðing úrslita ólögleg en Sveinn kom í erindi sínu í gær inn á nýjan vinkil í umræðunni er varðar það lögbrot að þiggja mútur. Það er ekki bara brot gagnvart viðkomandi íþrótt að þiggja greiðslu fyrir að hagræða úrslitum heldur lögbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Hægt er að dæma menn á Íslandi í allt að þriggja ára fangelsi fyrir að þiggja mútur en tillaga liggur fyrir hjá innanríkisráðuneytinu um að þyngja þá refsingu í allt að fimm ár. „Þeir dómarar eða leikmenn sem hafa rangt við eru spilltir ef þeir þiggja mútur. Þeir eru að bregðast liðsfélögum sínum og skaða ímynd íþróttarinnar. Spilling er drifkraftur og mikilvæg í öllum glæpageirum. Þetta snýst allt um gróða. Tilgangurinn helgar meðalið,“ sagði Sveinn Helgason í erindi sínu í Háskólanum í Reykjavík í gær.
Aðrar íþróttir Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira