Hinn magnaði markvörður Bayern, Manuel Neuer, varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Real Madrid í gær.
Hann brákaðist á fæti er Cristiano Ronaldo skoraði sitt þriðja mark í leiknum.
Meiðslin eru það alvarleg að ekki er búist við því að hann spili meira í vetur.
Neuer mun fara í ítarlega rannsókn í Þýskalandi í dag og eftir það skýrist endanlega hvort hann eigi möguleika á því að spila meira í vetur.
Tímabilið líklega búið hjá Neuer

Tengdar fréttir

Ronaldo skaut Bæjara úr leik | Sjáðu mörkin
Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Real Madrid vann 4-2 sigur á Bayern München í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Ancelotti vill fá myndbandstækni
Carlo Ancelotti, þjálfari Bayern, var hundfúll eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í gær og sagði að dómari leiksins, Viktor Kassai, hefði ekki ráðið við verkefnið.