Körfubolti

Bulls í góðri stöðu gegn Boston

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rondo var sínu gamla félagi erfiður í nótt.
Rondo var sínu gamla félagi erfiður í nótt. vísir/getty
Boston var besta liðið í Austurdeildinni í vetur en það er ekki að gefa liðinu neitt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Boston er búið að tapa fyrstu tveim leikjunum á heimavelli gegn Chicago Bulls og er komið í erfiða stöðu gegn Nautunum.

Reynsluboltarnir í liði Chicago voru drjúgir í nótt. Rajon Rondo skoraði 11 stig, gaf 14 stoðsendingar o tók 9 fráköst á meðan Dwyane Wade skoraði 22 stig. 16 stig komu í seinni hálfleik.

Isaiah Thomas var stigahæstur hjá Celtics með 20 stig.

Boston er fyrsta liðið sem vinnur sína deild sem tapar fyrstu tveim leikjunum í seríu síðan Phoenix Suns gerði það árið 1993. Suns kom til baka í því einvígi gegn LA Lakers þannig að það er von fyrir Boston.

Úrslit (staða í einvígi):

Toronto-Milwaukee  106-100 (1-1)

Boston-Chicago  97-111 (0-2)

LA Clippers-Utah  99-91 (1-1)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×