Björn Bergmann Sigurðarson skoraði og lagði upp mark í 4-0 sigri Molde á Vålerenga.
Skagamaðurinn skoraði þriðja mark Molde með laglegum skalla. Hann er nú kominn með eitt mark og tvær stoðsendingar í norsku deildinni á tímabilinu.
Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu í liði Molde sem er í 2. sæti deildarinnar.
Daníel Leó Grétarsson kom Aalesund á bragðið í 3-1 sigri á Lilleström á heimavelli. Grindvíkingurinn skallaði boltann í netið á 5. mínútu og kom Aalesund í 1-0.
Aron Elís Þrándarson átti flottan leik fyrir Aalesund og lagði upp annað mark liðsins. Adam Örn Arnarson sat allan tímann á bekknum.
Mörkin hjá íslensku strákunum má sjá hér að neðan.