Nýir kaflar skrifaðir í mannkynssöguna þegar leynd verður aflétt af skjölum um stríðsglæpi nasista Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2017 14:36 Ungverskir gyðingar koma í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz í seinni heimsstyrjöldinni. vísir/getty Skjöl um stríðsglæpi nasista í útrýmingarbúðum í seinni heimsstyrjöldinni munu koma fyrir sjónir almennings í fyrsta skipti í þessari viku þegar leynd verður aflétt af þeim af Wiener-bókasafninu í London. Um er að ræða tug þúsundir skjala sem safnað var saman skömmu eftir stofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1942, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Gögnunum var safnað af stríðsglæpanefnd Sameinuðu þjóðanna en í þeim er að finna sönnunargögn sem varpa nýju ljósi á pyntingar nasista í útrýmingarbúðum þeirra, meðal annars í Treblinka og Auschwitz. Gögnin verða aðgengileg almenningi á netinu síðar í vikunni. „Við búumst við miklum áhuga en sum af PDF-skjölunum eru yfir 2000 blaðsíður. Þetta er í fyrsta skipti sem þau verða aðgengileg hér í Bretlandi og það getur vel verið að einhverjir geti ritað nýja kafla í mannkynssöguna með þessum nýju sönnunargögnum,“ segir Howard Falksohn hjá Wiener-bókasafninu.Skjölin gerð leynileg seint á fimmta áratugnum Pólska ríkisstjórnin, sem þá var útlæg, veitti stríðsglæpanefndinni ítarlegar upplýsingar um glæpi nasista í útrýmingarbúðunum en skjölunum var smyglað út úr Austur-Evrópu á sínum tíma. Í einu skjalinu sem er frá því í apríl 1944 er því meðal annars lýst hvernig fangar í búðunum voru neyddir til að afklæðast og hversu hál gólfin í klefunum urðu þegar þau blotnuðu. Þá er jafnframt að finna upplýsingar í skjölunum um það að fyrstu löndin sem kröfðust réttlætis vegna stríðsglæpa nasista voru lönd sem þeir höfðu ráðist inn í, til að mynda Pólland, en ekki Bretland, Rússland eða Bandaríkin sem stóðu að Nuremberg-réttarhöldunum eftir heimsstyrjöldina. Seint á fimmta áratugnum var þessu skjalasafni Sameinuðu þjóðanna svo lokað þar sem Vestur-Þýskaland var orðinn mikilvægur bandamaður Vesturveldanna í Kalda stríðinu. Á svipuðum tíma var mörgum dæmdum nasistum veitt reynslulausn eftir að bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy, sem þekktur var fyrir andúð sína á kommúnistum, hóf að berjast fyrir því að réttarhöldum vegna stríðsglæpa yrði hætt.Sönnunargögn um þátttöku Hitler í fjöldamorðunum í Tékkóslóvakíu Wiener-bókasafnið var stofnað í Amsterdam árið 1934 af Alfred Wiener en markmið hans var að skrásetja gyðingahatur nasista. Hann flutti safnið til London skömmu áður en seinni heimsstyrjöldin skall á og vann síðan að því ásamt breskum stjórnvöldum að veita embættismönnum upplýsingar um Hitler og stjórnunarhætti hans. Þá veitti Wiener einnig sönnunargögn í aðdraganda Nuremberg-réttarhaldanna. Leynd er aflétt af skjölunun nú samhliða útgáfu bókar eftir fræðimanninn Dan Plesch sem hefur rannsakað gögnin í um áratug. „Þetta eru gríðarleg mikilvæg skjöl í baráttunni gegn þeim sem eru í afneitun varðandi það að helförin hafi átt sér stað. Þýskum yfirvöldum var aldrei veittur aðgangur að þessum gögnum eftir stríðið og ekkert af þessu hefur áður séð dagsins ljós,“ segir Plesch. Sumum af elstu skjölunum var safnað saman til þess að höfða mál gegn Hitler sjálfum fyrir hlutverk hans í að skipuleggja og stjórna fjöldamorðum nasista í Tékkóslóvakíu. Mikið af þeim skjölum var safnað saman af tékknesku ríkisstjórninni sem var útlæg líkt og pólska stjórnin. Að því er fram segir í frétt Guardian eru meira en 300 blaðsíður af gögnum þar sem skipunum og ábyrgð Hitler er lýst. Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Skjöl um stríðsglæpi nasista í útrýmingarbúðum í seinni heimsstyrjöldinni munu koma fyrir sjónir almennings í fyrsta skipti í þessari viku þegar leynd verður aflétt af þeim af Wiener-bókasafninu í London. Um er að ræða tug þúsundir skjala sem safnað var saman skömmu eftir stofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1942, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Gögnunum var safnað af stríðsglæpanefnd Sameinuðu þjóðanna en í þeim er að finna sönnunargögn sem varpa nýju ljósi á pyntingar nasista í útrýmingarbúðum þeirra, meðal annars í Treblinka og Auschwitz. Gögnin verða aðgengileg almenningi á netinu síðar í vikunni. „Við búumst við miklum áhuga en sum af PDF-skjölunum eru yfir 2000 blaðsíður. Þetta er í fyrsta skipti sem þau verða aðgengileg hér í Bretlandi og það getur vel verið að einhverjir geti ritað nýja kafla í mannkynssöguna með þessum nýju sönnunargögnum,“ segir Howard Falksohn hjá Wiener-bókasafninu.Skjölin gerð leynileg seint á fimmta áratugnum Pólska ríkisstjórnin, sem þá var útlæg, veitti stríðsglæpanefndinni ítarlegar upplýsingar um glæpi nasista í útrýmingarbúðunum en skjölunum var smyglað út úr Austur-Evrópu á sínum tíma. Í einu skjalinu sem er frá því í apríl 1944 er því meðal annars lýst hvernig fangar í búðunum voru neyddir til að afklæðast og hversu hál gólfin í klefunum urðu þegar þau blotnuðu. Þá er jafnframt að finna upplýsingar í skjölunum um það að fyrstu löndin sem kröfðust réttlætis vegna stríðsglæpa nasista voru lönd sem þeir höfðu ráðist inn í, til að mynda Pólland, en ekki Bretland, Rússland eða Bandaríkin sem stóðu að Nuremberg-réttarhöldunum eftir heimsstyrjöldina. Seint á fimmta áratugnum var þessu skjalasafni Sameinuðu þjóðanna svo lokað þar sem Vestur-Þýskaland var orðinn mikilvægur bandamaður Vesturveldanna í Kalda stríðinu. Á svipuðum tíma var mörgum dæmdum nasistum veitt reynslulausn eftir að bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy, sem þekktur var fyrir andúð sína á kommúnistum, hóf að berjast fyrir því að réttarhöldum vegna stríðsglæpa yrði hætt.Sönnunargögn um þátttöku Hitler í fjöldamorðunum í Tékkóslóvakíu Wiener-bókasafnið var stofnað í Amsterdam árið 1934 af Alfred Wiener en markmið hans var að skrásetja gyðingahatur nasista. Hann flutti safnið til London skömmu áður en seinni heimsstyrjöldin skall á og vann síðan að því ásamt breskum stjórnvöldum að veita embættismönnum upplýsingar um Hitler og stjórnunarhætti hans. Þá veitti Wiener einnig sönnunargögn í aðdraganda Nuremberg-réttarhaldanna. Leynd er aflétt af skjölunun nú samhliða útgáfu bókar eftir fræðimanninn Dan Plesch sem hefur rannsakað gögnin í um áratug. „Þetta eru gríðarleg mikilvæg skjöl í baráttunni gegn þeim sem eru í afneitun varðandi það að helförin hafi átt sér stað. Þýskum yfirvöldum var aldrei veittur aðgangur að þessum gögnum eftir stríðið og ekkert af þessu hefur áður séð dagsins ljós,“ segir Plesch. Sumum af elstu skjölunum var safnað saman til þess að höfða mál gegn Hitler sjálfum fyrir hlutverk hans í að skipuleggja og stjórna fjöldamorðum nasista í Tékkóslóvakíu. Mikið af þeim skjölum var safnað saman af tékknesku ríkisstjórninni sem var útlæg líkt og pólska stjórnin. Að því er fram segir í frétt Guardian eru meira en 300 blaðsíður af gögnum þar sem skipunum og ábyrgð Hitler er lýst.
Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira