Tesla Model Y innan fárra ára Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2017 11:30 Svona gæti Tesla Model Y litið út. Tesla hugar nú að næstu bílgerðum sínum og það var næsta einsýnt að lögð yrði áhersla á jeppling, en eftirspurn eftir jepplingum er gríðarleg í heiminum sem stendur og mun væntanlega enn vaxa. Tesla hefur nú þegar greint frá hugmyndum sínum af bíl í þeim flokki og mun hann fá nafnið Tesla Model Y. Hann verður að miklu leiti byggður á næsta framleiðslubíl Tesla, þ.e. Model 3 og verða ámóta af stærð, en hærri frá vegi. Með þessari útfærslu getur Tesla sparað sér talsvert í þróunarkostnaði og líklega verða margir íhlutir bílsins eins og í Model 3 bílnum. Tesla hefur orðað það sem svo að bíllinn komi fram innan fárra ára og spekingar hafa áætlað að það þýði um 3 ár. Þarf þó fyrst að framleiða 400.000 Model 3 bílaÞað mun þó taka Tesla nokkur ár að framleiða uppí pantanir á Model 3 gerðinni, en alls hafa borist um 400.000 pantanir í þann bíl. Forstjóri Tesla, Elon Musk gerir ráð fyrir því að Model Y gæti selst í magninu 500.000 til 1.000.000 bílar á ári og því verði mikil áhersla lögð á smíði hans þó einhver bið verði á útkomu bílsins. Hætt er við því að Tesla þurfi að byggja fleiri samsetningarverksmiðjur til að anna slíkri eftirspurn, en kraftaverkin eru aldrei langt undan þegar Elon Musk er annarsvegar. Elon Musk hefur sagt að Tesla stefni á framleiðslugetu uppá 500.000 bíla á ári strax á næsta ári og ef það reynist gerlegt er aldrei að vita nema Model Y líti fyrr dagsljósið en eftir 3 ár. Eitt er þó víst að framtíðin virðist í rafmagnsbílum og virðast allir bílaframleiðendur leggja þar mesta áherslu. Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent
Tesla hugar nú að næstu bílgerðum sínum og það var næsta einsýnt að lögð yrði áhersla á jeppling, en eftirspurn eftir jepplingum er gríðarleg í heiminum sem stendur og mun væntanlega enn vaxa. Tesla hefur nú þegar greint frá hugmyndum sínum af bíl í þeim flokki og mun hann fá nafnið Tesla Model Y. Hann verður að miklu leiti byggður á næsta framleiðslubíl Tesla, þ.e. Model 3 og verða ámóta af stærð, en hærri frá vegi. Með þessari útfærslu getur Tesla sparað sér talsvert í þróunarkostnaði og líklega verða margir íhlutir bílsins eins og í Model 3 bílnum. Tesla hefur orðað það sem svo að bíllinn komi fram innan fárra ára og spekingar hafa áætlað að það þýði um 3 ár. Þarf þó fyrst að framleiða 400.000 Model 3 bílaÞað mun þó taka Tesla nokkur ár að framleiða uppí pantanir á Model 3 gerðinni, en alls hafa borist um 400.000 pantanir í þann bíl. Forstjóri Tesla, Elon Musk gerir ráð fyrir því að Model Y gæti selst í magninu 500.000 til 1.000.000 bílar á ári og því verði mikil áhersla lögð á smíði hans þó einhver bið verði á útkomu bílsins. Hætt er við því að Tesla þurfi að byggja fleiri samsetningarverksmiðjur til að anna slíkri eftirspurn, en kraftaverkin eru aldrei langt undan þegar Elon Musk er annarsvegar. Elon Musk hefur sagt að Tesla stefni á framleiðslugetu uppá 500.000 bíla á ári strax á næsta ári og ef það reynist gerlegt er aldrei að vita nema Model Y líti fyrr dagsljósið en eftir 3 ár. Eitt er þó víst að framtíðin virðist í rafmagnsbílum og virðast allir bílaframleiðendur leggja þar mesta áherslu.
Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent