Björn Bergmann fór á kostum og Aron Elís valinn maður leiksins 17. apríl 2017 17:56 Björn Bergmann fór á kostum Björn Bergmann Sigurðarson opnaði markareikninginn fyrir Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann afar sannfærandi sigur á sterku liði Vålerenga, 4-0, á heimavelli. Björn Bergmann fór á kostum í leiknum en hann byrjaði á því að leggja upp fyrsta markið fyrir Sander Svendsen á sjöundu mínútu leiksins. Fjórum mínútum síðar skoraði hann svo sjálfur eftir frábæran einleik en markið var tekið af honum og skráð sem sjálfsmark. Molde var 3-0 yfir í hálfleik því Sander Svendsen í raun gekk frá leiknum með öðru marki sínu á 28. mínútu. Skagamaðurinn Björn Bergmann var greinilega kominn með leið á því að eiga eftir að skora á tímabilinu þannig hann setti fyrsta mark sitt í deildinni og þriðja mark Molde á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með góðu skoti úr teignum, 3-0. Molde komst því aftur á sigurbraut eftir tap á móti meisturum Rosenborg í síðustu umferð en liðið er búið að vinna þrjá leiki af fjórum og er í öðru sæti með níu stig. Björn Bergmann er búinn að skora eitt í deildinni og leggja upp tvö. Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.Sparebanken Møre's bestemannspris går i dag til Aron Thrandarson! #aafk #sammenforsunnmøre pic.twitter.com/SCaGACCzfx— AaFK - Aalesunds FK (@AalesundsFK) April 17, 2017 Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson voru báðir í byrjunarliði Álasunds sem vann sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu þegar það lagði Lilleström á heimavelli, 3-1. Adam Örn Arnarson var á bekknum. Daníel Leó spilaði sem miðvörður í dag og þakkaði traustið með marki með skalla eftir hornspyrnu á fimmtu mínútu. Daníel hefur verið notaður bæði sem bakvörður og miðjumaður í byrjun leiktíðar. Aron Elís Þrándarson hefur farið hægt af stað á tímabilinu en hann var frábær í dag. Víkingurinn lagði átti gott skot sem sleikti utanverða stöngina í fyrri hálfleik og lagði upp dauðafæri fyrir félaga sinn sem brenndi af á marklínu. Aron lagði svo upp annað mark Álasunds með frábærri sendingu yfir vörnina á 45. mínútu. Heimamenn komust í 3-0 eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik og unnu sinn fyrsta sigur. Þeir eru nú í tíunda sæti með fjögur stig. Því miður fyrir Aron Elís virtist hann togna aftan í læri á 76. mínútu og þurfti að fara af velli. Hann var samt sem áður valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Álasunds. Ingvar Jónsson varði mark nýliða Sandefjord sem unnu annan sigur sinn á leiktíðinni. Ingvar hélt hreinu í 2-0 sigri á Kristiansund í nýliðaslag. Ingvar og félagar eru í áttunda sæti með sex stig. Viðar ari Jónsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Brann og Kristinn Jónsson er ekki kominn af stað hjá Sogndal vegna meiðsla. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson opnaði markareikninginn fyrir Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann afar sannfærandi sigur á sterku liði Vålerenga, 4-0, á heimavelli. Björn Bergmann fór á kostum í leiknum en hann byrjaði á því að leggja upp fyrsta markið fyrir Sander Svendsen á sjöundu mínútu leiksins. Fjórum mínútum síðar skoraði hann svo sjálfur eftir frábæran einleik en markið var tekið af honum og skráð sem sjálfsmark. Molde var 3-0 yfir í hálfleik því Sander Svendsen í raun gekk frá leiknum með öðru marki sínu á 28. mínútu. Skagamaðurinn Björn Bergmann var greinilega kominn með leið á því að eiga eftir að skora á tímabilinu þannig hann setti fyrsta mark sitt í deildinni og þriðja mark Molde á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með góðu skoti úr teignum, 3-0. Molde komst því aftur á sigurbraut eftir tap á móti meisturum Rosenborg í síðustu umferð en liðið er búið að vinna þrjá leiki af fjórum og er í öðru sæti með níu stig. Björn Bergmann er búinn að skora eitt í deildinni og leggja upp tvö. Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.Sparebanken Møre's bestemannspris går i dag til Aron Thrandarson! #aafk #sammenforsunnmøre pic.twitter.com/SCaGACCzfx— AaFK - Aalesunds FK (@AalesundsFK) April 17, 2017 Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson voru báðir í byrjunarliði Álasunds sem vann sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu þegar það lagði Lilleström á heimavelli, 3-1. Adam Örn Arnarson var á bekknum. Daníel Leó spilaði sem miðvörður í dag og þakkaði traustið með marki með skalla eftir hornspyrnu á fimmtu mínútu. Daníel hefur verið notaður bæði sem bakvörður og miðjumaður í byrjun leiktíðar. Aron Elís Þrándarson hefur farið hægt af stað á tímabilinu en hann var frábær í dag. Víkingurinn lagði átti gott skot sem sleikti utanverða stöngina í fyrri hálfleik og lagði upp dauðafæri fyrir félaga sinn sem brenndi af á marklínu. Aron lagði svo upp annað mark Álasunds með frábærri sendingu yfir vörnina á 45. mínútu. Heimamenn komust í 3-0 eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik og unnu sinn fyrsta sigur. Þeir eru nú í tíunda sæti með fjögur stig. Því miður fyrir Aron Elís virtist hann togna aftan í læri á 76. mínútu og þurfti að fara af velli. Hann var samt sem áður valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Álasunds. Ingvar Jónsson varði mark nýliða Sandefjord sem unnu annan sigur sinn á leiktíðinni. Ingvar hélt hreinu í 2-0 sigri á Kristiansund í nýliðaslag. Ingvar og félagar eru í áttunda sæti með sex stig. Viðar ari Jónsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Brann og Kristinn Jónsson er ekki kominn af stað hjá Sogndal vegna meiðsla.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira