Aldrei hefur lið sem endaði jafn neðarlega sent Íslandsmeistarana í sumarfrí Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 16. apríl 2017 12:45 Guðmundur Helgi Pálsson hefur gert frábæra hluti með Fram. vísir/anton Fram braut blað í sögu úrslitakeppni karla í handbolta þegar liðið vann Íslandsmeistara Hauka, 45-47, í oddaleik í 8-liða úrslitum í gær. Fram hefur komið gríðarlega á óvart í vetur en fyrir tímabilið bjuggust flestir við því að liðið færi niður í 1. deild, enda búnir að missa marga leikmenn frá tímabilinu á undan. Fram skaust upp í 6. sæti Olís-deildarinnar með sigri á Gróttu í lokaumferðinni og fékk að launum leiki við Íslandsmeistarana í 8-liða úrslitum. Frammarar voru ekkert hættir og gerðu sér lítið fyrir og sendu Hauka í sumarfrí eftir sigur í vítakastkeppni í gær. Þetta er í fyrsta skipti í átta liða úrslitakeppni sem Íslandsmeistarar falla úr leik fyrir liði sem endaði jafn neðarlega í deildakeppninni og Fram gerði í ár. Raunar hefur það bara sjö sinnum gerst í sögu úrslitakeppninnar að lið sem endar í 6. sæti eða neðar komist áfram í undanúrslit. Það gerðist tvisvar í ár en Valur, sem endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar, sló liðið í 2. sæti, ÍBV, einnig út í gær. Fram og Valur mætast einmitt í undanúrslitunum þar sem Frammarar eru með heimaleikjaréttinn, þrátt fyrir að hafa endað í 6. sæti í Olís-deildinni.Lið 6. sæti og neðar áfram í gegnum 8-liða úrslit: ÍR 1993 (6. sæti) - sló Stjörnuna (3.) út 2-0 KA 1995 (6. sæti) - sló Stjörnuna (3.) út 2-1 og fór alla leið í úrslit Afturelding 1996 (6. sæti) - sló Stjörnuna (3.) út 2-1 FH 1999 (7. sæti) - sló Stjörnuna (2.) út 2-1 og fór alla leið í úrslit Valur 2001 (7. sæti) - sló Fram (2.) út 2-0 Fram 2017 (6. sæti) - sló Hauka (3.) út 2-1 Valur 2017 (7. sæti) - sló ÍBV (2.) út 2-1 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29 Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. 15. apríl 2017 19:23 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 45-47 | Fram sendi Íslandsmeistarana í frí eftir vító Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Haukum eftir vítakastkeppni oddaleik liðanna að Ásvöllum í dag. Lokatölur 47-45 eftir að Fram hafði leitt 14-13 í hálfleik. 15. apríl 2017 18:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Fram braut blað í sögu úrslitakeppni karla í handbolta þegar liðið vann Íslandsmeistara Hauka, 45-47, í oddaleik í 8-liða úrslitum í gær. Fram hefur komið gríðarlega á óvart í vetur en fyrir tímabilið bjuggust flestir við því að liðið færi niður í 1. deild, enda búnir að missa marga leikmenn frá tímabilinu á undan. Fram skaust upp í 6. sæti Olís-deildarinnar með sigri á Gróttu í lokaumferðinni og fékk að launum leiki við Íslandsmeistarana í 8-liða úrslitum. Frammarar voru ekkert hættir og gerðu sér lítið fyrir og sendu Hauka í sumarfrí eftir sigur í vítakastkeppni í gær. Þetta er í fyrsta skipti í átta liða úrslitakeppni sem Íslandsmeistarar falla úr leik fyrir liði sem endaði jafn neðarlega í deildakeppninni og Fram gerði í ár. Raunar hefur það bara sjö sinnum gerst í sögu úrslitakeppninnar að lið sem endar í 6. sæti eða neðar komist áfram í undanúrslit. Það gerðist tvisvar í ár en Valur, sem endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar, sló liðið í 2. sæti, ÍBV, einnig út í gær. Fram og Valur mætast einmitt í undanúrslitunum þar sem Frammarar eru með heimaleikjaréttinn, þrátt fyrir að hafa endað í 6. sæti í Olís-deildinni.Lið 6. sæti og neðar áfram í gegnum 8-liða úrslit: ÍR 1993 (6. sæti) - sló Stjörnuna (3.) út 2-0 KA 1995 (6. sæti) - sló Stjörnuna (3.) út 2-1 og fór alla leið í úrslit Afturelding 1996 (6. sæti) - sló Stjörnuna (3.) út 2-1 FH 1999 (7. sæti) - sló Stjörnuna (2.) út 2-1 og fór alla leið í úrslit Valur 2001 (7. sæti) - sló Fram (2.) út 2-0 Fram 2017 (6. sæti) - sló Hauka (3.) út 2-1 Valur 2017 (7. sæti) - sló ÍBV (2.) út 2-1
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29 Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. 15. apríl 2017 19:23 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 45-47 | Fram sendi Íslandsmeistarana í frí eftir vító Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Haukum eftir vítakastkeppni oddaleik liðanna að Ásvöllum í dag. Lokatölur 47-45 eftir að Fram hafði leitt 14-13 í hálfleik. 15. apríl 2017 18:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30
Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. 15. apríl 2017 19:29
Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. 15. apríl 2017 19:23
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 45-47 | Fram sendi Íslandsmeistarana í frí eftir vító Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Haukum eftir vítakastkeppni oddaleik liðanna að Ásvöllum í dag. Lokatölur 47-45 eftir að Fram hafði leitt 14-13 í hálfleik. 15. apríl 2017 18:30