Cleveland Cavaliers vann Indiana Pacers með minnsta mun, 109-108, þegar liðin mættust í fyrsta leik úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld.
Indiana átti góða endurkomu og fékk möguleika til að stela sigrinum en lokaskot CJ Miles geigaði.
LeBron James var allt í öllu í liði Cleveland í leiknum í kvöld. James skoraði 32 stig, tók sex fráköst, gaf 13 stoðsendingar og stal þremur boltum. Kyrie Irving kom næstur með 23 stig og sex stoðsendingar.
Paul George stóð upp úr í baráttuglöðu liði Indiana. Hann var með 29 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar. George var sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna en hann setti niður sex þrista í átta skotum.
Ólátabelgurinn Lance Stephenson átti góða innkomu af bekknum hjá Indiana en hann skoraði 16 stig, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Meistararnir hófu úrslitakeppnina á naumum sigri
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn


„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn