Súpergrúppan TLC með endurkomu ársins Ritstjórn skrifar 15. apríl 2017 09:15 Glamour/Getty Ertu tilbúin í nostalgíukast? Súpergrúppa tíunda áratugarins TLC voru að gefa út lagið Way Back með Snoop Dog og stefna á því að gefa út heila plötu í lok júní. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar frá því að einn meðlimur hennar, Lisa Left Eye Lopes lést árið 2002. Þær Rozonda Chilli Thomas og Tionne T-Boz Watkins hafa undanfarið safnað fyrir plötunni á Kickstarter þar sem þær biðluðu til aðdáenda að styrkja útgáfu síðustu plötu TLC. Það tókst og áætlaður útgáfudagur er 30.júní. Stúlknasvitin sem var upp á sitt besta í lok síðustu aldara hefur selt yfir 65 milljón platna út um allan heim og er í öðru sæti, eftir Spice Girls, sem best selda stúlknaband í heiminum. Sitt sýnist hverjum um nýja lagið en við vonum að þær Chilli og T-Boz haldi uppteknum hætti og klæði sig í svipuðum hætti og þegar sveitin var upp á sitt besta - alltaf í stíl. Hér eru nokkur góð tískumóment TLC. Mest lesið Anne Hathaway eignast strák Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour Ciara giftir sig í sérsaumuðum Roberto Cavalli kjól Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour Vinsælustu Instagram aðgangar stjarnanna Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Glamour Að vera vansvefta Glamour Búið spil hjá Lawrence og Aronofsky Glamour Bestu tískuaugnablik ársins 2016 Glamour
Ertu tilbúin í nostalgíukast? Súpergrúppa tíunda áratugarins TLC voru að gefa út lagið Way Back með Snoop Dog og stefna á því að gefa út heila plötu í lok júní. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar frá því að einn meðlimur hennar, Lisa Left Eye Lopes lést árið 2002. Þær Rozonda Chilli Thomas og Tionne T-Boz Watkins hafa undanfarið safnað fyrir plötunni á Kickstarter þar sem þær biðluðu til aðdáenda að styrkja útgáfu síðustu plötu TLC. Það tókst og áætlaður útgáfudagur er 30.júní. Stúlknasvitin sem var upp á sitt besta í lok síðustu aldara hefur selt yfir 65 milljón platna út um allan heim og er í öðru sæti, eftir Spice Girls, sem best selda stúlknaband í heiminum. Sitt sýnist hverjum um nýja lagið en við vonum að þær Chilli og T-Boz haldi uppteknum hætti og klæði sig í svipuðum hætti og þegar sveitin var upp á sitt besta - alltaf í stíl. Hér eru nokkur góð tískumóment TLC.
Mest lesið Anne Hathaway eignast strák Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour Ciara giftir sig í sérsaumuðum Roberto Cavalli kjól Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour Vinsælustu Instagram aðgangar stjarnanna Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Fyrsti Íslendingurinn sem Cindy Crawford hittir Glamour Að vera vansvefta Glamour Búið spil hjá Lawrence og Aronofsky Glamour Bestu tískuaugnablik ársins 2016 Glamour