Fræg fyrirsæta gerir sitt til að hjálpa Hannover að komast upp í efstu deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 13:00 Mynd/Samsett/Getty Leikmenn fótboltaliðs Hannover fá svo sannarlega örvandi hvatningu í baráttunni sinni um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hollenska fyrirsætan Sylvie Meis kemur þar við sögu en hún er fyrrum eiginkona hollenska knattspyrnumannsins Rafael van der Vaart. Þau voru gift í átta ár en skildu 2013. Leikmennirnir hjá Hannover settu upp pappaspjald í búningsklefanum með mynd af Sylvie Meis þar sem hún er í nærfötum einum fata. Þeir gerðu hinsvegar meira. Þeir klæddu nefnilega myndina af Sylvie Meis í fullt af fötum og svo fá þeir að fjarlægja eina flík fyrir hvert stig sem þeir ná í hús. Þetta hefur heldur betur virkað vel því Hannover-liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð og er nú aðeins einu stigi frá toppsætinu. Í framhaldinu komust þýskir miðlar á snoðir um málið og Bild fjallar um hvatningu strákanna í Hannover. Sylvie Meis er nú vinsæl sjónvarpsstjarna og hún sjálf hefur tekið vel í uppátæki Hannover-manna. Meira að segja svo vel að hún hefur lofað að koma í eigin persónu í búningsklefann takist þeim að komast upp í efstu deild. „Ef ég ennþá talin koma með lukku í fótboltaheiminum þá hlýt ég að vera gera eitthvað rétt,“ sagði Sylvie Meis í viðtali við Bild. „Þetta er bara allt í gamni gert en við viljum þá ekki gera of mikið úr þessu. Við verðum samt að fara upp svo að Sylvie geti heimsótt okkur,“ sagði Andre Breitenreite, þjálfari Hannover. Næsti leikur er á móti Eintracht Braunschweig á morgun en það er einu sæti og einu stigi ofar í töflunni. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Hannover fékk bara eitt stig í síðasta leik og strákarnir fengu því bara að fjarlægja eina flík. Þeir mæta því væntanlega hungraðir í fleiri stig á morgun. Þýski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Leikmenn fótboltaliðs Hannover fá svo sannarlega örvandi hvatningu í baráttunni sinni um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hollenska fyrirsætan Sylvie Meis kemur þar við sögu en hún er fyrrum eiginkona hollenska knattspyrnumannsins Rafael van der Vaart. Þau voru gift í átta ár en skildu 2013. Leikmennirnir hjá Hannover settu upp pappaspjald í búningsklefanum með mynd af Sylvie Meis þar sem hún er í nærfötum einum fata. Þeir gerðu hinsvegar meira. Þeir klæddu nefnilega myndina af Sylvie Meis í fullt af fötum og svo fá þeir að fjarlægja eina flík fyrir hvert stig sem þeir ná í hús. Þetta hefur heldur betur virkað vel því Hannover-liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum í röð og er nú aðeins einu stigi frá toppsætinu. Í framhaldinu komust þýskir miðlar á snoðir um málið og Bild fjallar um hvatningu strákanna í Hannover. Sylvie Meis er nú vinsæl sjónvarpsstjarna og hún sjálf hefur tekið vel í uppátæki Hannover-manna. Meira að segja svo vel að hún hefur lofað að koma í eigin persónu í búningsklefann takist þeim að komast upp í efstu deild. „Ef ég ennþá talin koma með lukku í fótboltaheiminum þá hlýt ég að vera gera eitthvað rétt,“ sagði Sylvie Meis í viðtali við Bild. „Þetta er bara allt í gamni gert en við viljum þá ekki gera of mikið úr þessu. Við verðum samt að fara upp svo að Sylvie geti heimsótt okkur,“ sagði Andre Breitenreite, þjálfari Hannover. Næsti leikur er á móti Eintracht Braunschweig á morgun en það er einu sæti og einu stigi ofar í töflunni. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Hannover fékk bara eitt stig í síðasta leik og strákarnir fengu því bara að fjarlægja eina flík. Þeir mæta því væntanlega hungraðir í fleiri stig á morgun.
Þýski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira