Guðmundur Þórarinsson lék síðasta stundarfjórðunginn þegar Norrköping steinlá fyrir Östersunds, 4-1, í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar í dag.
Jón Guðni Fjóluson, sem er jafnan fastamaður í vörn Norrköping, gat ekki leikið með liðinu í dag vegna meiðsla.
Guðmundur kom inn á sem varamaður á 75. mínútu, í stöðunni 2-1. Östersunds bætti svo tveimur mörkum við á lokakaflanum og tryggði sér öruggan sigur.
Alfons Sampsted sat allan tímann á bekknum hjá Norrköping. Skagamaðurinn ungi, Arnór Sigurðsson, var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.
Norrköping steinlá í bikarúrslitaleiknum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn

Fleiri fréttir
