Ronaldo örlagavaldurinn í München | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2017 20:30 Cristiano Ronaldo reyndist örlagavaldurinn í fyrri leik Bayern München og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 1-2 sigri og fiskaði auk þess Javi Martínez af velli. Arturo Vidal kom Bayern yfir á 25. mínútu þegar hann skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Thiago. Vidal fékk svo upplagt tækifæri til að skora sitt annað mark í uppbótartíma. Nicola Rizzoli færði þá heimamönnum vítaspyrnu á silfurfati en Vidal þrumaði yfir úr henni. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir aðeins mínútu leik í seinni hálfleik jafnaði Ronaldo metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Danis Carvajal. Á 61. mínútu fékk Martínez að líta sitt annað gula spjald á þremur mínútum fyrir brot á Ronaldo. Eftir rauða spjaldið fór allur kraftur úr Bayern-liðinu á meðan Real Madrid hélt áfram að sækja. Manuel Neuer, markvörður Bayern, sá hins vegar til þess að staðan var jöfn með frábærum markvörslum. Á 77. mínútu átti Marco Asensio sendingu inn á vítateiginn, á Ronaldo sem skoraði með sólanum. Boltinn lak undir Neuer sem var loksins sigraður. Þetta var hundraðasta mark Ronaldos í Meistaradeild Evrópu á ferlinum. Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid vann 1-2 sigur. Seinni leikurinn fer fram í Madríd á þriðjudaginn í næstu viku. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.20:39: Rizzoli flautar leikinn í München af. Real Madrid fer með 1-2 sigur í seinni leikinn.20:32: Búið að flauta til leiksloka í Madríd. 1-0 sigur Atlético Madrid.20:21: Ronaldo!!! Skorar sitt hundraðasta mark í Evrópukeppnum og kemur Real Madrid yfir. Asensio með flottan bolta inn á teiginn á Ronaldo sem skorar með sólanum. Neuer missti boltann undir sig. Þetta mark lá í loftinu, það er ekki hægt að segja annað.20:19: Neuer heldur áfram að verja, nú frá Ronaldo. Hann er eini leikmaður Bayern sem virðist ekki hafa áhuga á að fá á sig mark.20:17: Benzema í dauðafæri en Neuer ver! Þriðja góða varslan hans og sú önnur frá Benzema.20:05: Rautt! Martínez fær sitt annað gula spjald á þremur mínútum og fýkur af velli. Vatn á myllu Real Madrid.20:00: Modric þrumar boltanum fyrir, beint á kollinn á Bale sem á fastan skalla sem Neuer ver í horn. Gestirnir hafa byrjað seinni hálfleikinn miklu betur.19:51: Ronaldo!!! Portúgalinn jafnar metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Carvajal! Mark númer 97 í Meistaradeildinni hjá Ronaldo. Hann er alls búinn að skora 99 mörk í Evrópukeppnum á ferlinum og vantar aðeins eitt mark til að verða sá fyrsti til að skora 100 mörk í Evrópukeppnum. Það gerist fyrr en síðar.19:50: Seinni hálfleikurinn í München er hafinn. Engar breytingar á liðunum.19:45: Það er búið að flauta til leiks í Madríd. Bíðum enn eftir að Rizzoli flauti á í München.19:31: Vidal þrumar yfir úr vítaspyrnu! Réttlætinu fullnægt því þetta var ekkert víti. Ribéry skaut í brjóstkassann á Carvajal og Nicola Rizzoli benti á punktinn. Galinn dómur.19:27: Ronaldo minnir á sig og á skot sem Neuer ver í horn. Í kjölfarið á því á Kroos svo skot framhjá.19:25: Vidal svo nálægt því að skora sitt annað mark! Skallar framhjá eftir sendingu Robbens frá hægri.19:22: Koke með skot framhjá marki Leicester. Skaut úr kyrrstöðu. Þessi frábæri leikmaður hefur verið öflugur hér í byrjun leiks og átt tvær góðar tilraunir.19:21: Casemiro, miðjumaður Real Madrid, liggur á vellinum og virðist þjáður. Það væri slæmt fyrir Madrídinga að missa hann af velli.19:13: Griezmann skorar fyrsta mark í Madríd úr vítaspyrnu!!! Frakkinn fiskaði vítið sjálfur en dómurinn var líklega ekki réttur því Albrighton virtist brjóta á Griezmann utan vítateigs.19:10: Vidal kemur Bayern yfir gegn Evrópumeisturunum!!! Skallar boltann í netið eftir hornspyrnu frá Thiago.19:03: Benzema með skalla sem Neuer ver í samskeytin. Hættulegasta færi leiksins í München hingað til.18:50: Koke með þrumuskot í stöng Leicester-marksins. Þarna sluppu Englandsmeistararnir vel.18:45: Það er búið að flauta til leiks í München og Madríd. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Cristiano Ronaldo reyndist örlagavaldurinn í fyrri leik Bayern München og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 1-2 sigri og fiskaði auk þess Javi Martínez af velli. Arturo Vidal kom Bayern yfir á 25. mínútu þegar hann skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Thiago. Vidal fékk svo upplagt tækifæri til að skora sitt annað mark í uppbótartíma. Nicola Rizzoli færði þá heimamönnum vítaspyrnu á silfurfati en Vidal þrumaði yfir úr henni. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir aðeins mínútu leik í seinni hálfleik jafnaði Ronaldo metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Danis Carvajal. Á 61. mínútu fékk Martínez að líta sitt annað gula spjald á þremur mínútum fyrir brot á Ronaldo. Eftir rauða spjaldið fór allur kraftur úr Bayern-liðinu á meðan Real Madrid hélt áfram að sækja. Manuel Neuer, markvörður Bayern, sá hins vegar til þess að staðan var jöfn með frábærum markvörslum. Á 77. mínútu átti Marco Asensio sendingu inn á vítateiginn, á Ronaldo sem skoraði með sólanum. Boltinn lak undir Neuer sem var loksins sigraður. Þetta var hundraðasta mark Ronaldos í Meistaradeild Evrópu á ferlinum. Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid vann 1-2 sigur. Seinni leikurinn fer fram í Madríd á þriðjudaginn í næstu viku. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.20:39: Rizzoli flautar leikinn í München af. Real Madrid fer með 1-2 sigur í seinni leikinn.20:32: Búið að flauta til leiksloka í Madríd. 1-0 sigur Atlético Madrid.20:21: Ronaldo!!! Skorar sitt hundraðasta mark í Evrópukeppnum og kemur Real Madrid yfir. Asensio með flottan bolta inn á teiginn á Ronaldo sem skorar með sólanum. Neuer missti boltann undir sig. Þetta mark lá í loftinu, það er ekki hægt að segja annað.20:19: Neuer heldur áfram að verja, nú frá Ronaldo. Hann er eini leikmaður Bayern sem virðist ekki hafa áhuga á að fá á sig mark.20:17: Benzema í dauðafæri en Neuer ver! Þriðja góða varslan hans og sú önnur frá Benzema.20:05: Rautt! Martínez fær sitt annað gula spjald á þremur mínútum og fýkur af velli. Vatn á myllu Real Madrid.20:00: Modric þrumar boltanum fyrir, beint á kollinn á Bale sem á fastan skalla sem Neuer ver í horn. Gestirnir hafa byrjað seinni hálfleikinn miklu betur.19:51: Ronaldo!!! Portúgalinn jafnar metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Carvajal! Mark númer 97 í Meistaradeildinni hjá Ronaldo. Hann er alls búinn að skora 99 mörk í Evrópukeppnum á ferlinum og vantar aðeins eitt mark til að verða sá fyrsti til að skora 100 mörk í Evrópukeppnum. Það gerist fyrr en síðar.19:50: Seinni hálfleikurinn í München er hafinn. Engar breytingar á liðunum.19:45: Það er búið að flauta til leiks í Madríd. Bíðum enn eftir að Rizzoli flauti á í München.19:31: Vidal þrumar yfir úr vítaspyrnu! Réttlætinu fullnægt því þetta var ekkert víti. Ribéry skaut í brjóstkassann á Carvajal og Nicola Rizzoli benti á punktinn. Galinn dómur.19:27: Ronaldo minnir á sig og á skot sem Neuer ver í horn. Í kjölfarið á því á Kroos svo skot framhjá.19:25: Vidal svo nálægt því að skora sitt annað mark! Skallar framhjá eftir sendingu Robbens frá hægri.19:22: Koke með skot framhjá marki Leicester. Skaut úr kyrrstöðu. Þessi frábæri leikmaður hefur verið öflugur hér í byrjun leiks og átt tvær góðar tilraunir.19:21: Casemiro, miðjumaður Real Madrid, liggur á vellinum og virðist þjáður. Það væri slæmt fyrir Madrídinga að missa hann af velli.19:13: Griezmann skorar fyrsta mark í Madríd úr vítaspyrnu!!! Frakkinn fiskaði vítið sjálfur en dómurinn var líklega ekki réttur því Albrighton virtist brjóta á Griezmann utan vítateigs.19:10: Vidal kemur Bayern yfir gegn Evrópumeisturunum!!! Skallar boltann í netið eftir hornspyrnu frá Thiago.19:03: Benzema með skalla sem Neuer ver í samskeytin. Hættulegasta færi leiksins í München hingað til.18:50: Koke með þrumuskot í stöng Leicester-marksins. Þarna sluppu Englandsmeistararnir vel.18:45: Það er búið að flauta til leiks í München og Madríd.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn