Virðingarvert en mögulega óheppilegt að fyrirtæki skaffi starfsfólki húsnæði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. apríl 2017 12:38 Það vantar 9.000 íbúðir á næstu þremur árum hér á landi til þess að mæta eftirspurninni á fasteignamarkaði. vísir/eyþór Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir það virðingarvert að fyrirtæki reyni að bregðast við erfiðri húsnæðisstöðu starfsfólks síns og skaffi því húsnæði. Starfsfólk geti hins vegar á sama tíma staðið hallari fæti gagnvart vinnuveitanda sínum. „Það má segja að það sé skiljanlegt að fyrirtæki reyni að bregðast við erfiðri húsnæðisstöðu og virðingarvert útaf fyrir sig að þau skili láta sig það varða. En ég myndi kannski almennt telja að þetta væri ekki endilega heppilegasta leiðin að starfsfólk sé háð atvinnurekandanum um húsnæði,“ segir Henný. Það geti komið fólki í erfiða stöðu og því heillavænlegast að stjórnvöld tækju þessi mál í sínar hendur.Henny Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ.Verslunin Ikea og Bláa lónið eru á meðal fyrirtækja sem hyggjast reisa fjölbýlishús til þess að tryggja starfsfólki sínu íbúðir, þó það sé ekki nýtt að fyrirtæki fari leiðir sem þessar. Aðspurð segir Henný þetta geta þýtt að starfsfólk standi höllum fæti gagnvart vinnuveitanda sínum. „Auðvitað getur sú staða komið upp. Þú ert bæði orðinn háður atvinnurekandanum um afkomu og húsnæði. Þannig að auðvitað getur þetta sett starfsfólk í erfiða stöðu, alveg klárlega. Almennt er þetta ekki heppilegasta leiðin þó maður skilji vel að menn skuli reyna að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin núna og er erfið fyrir marga,“ segir hún. Þá segir hún mál sem þessi reglulega koma á borð sambandsins. „Við vitum til þess að okkar stéttarfélög fái svona mál inn á borð til sín. Við þekkjum það í gegnum tíðina að atvinnurekendur útvegi starfsfólki húsnæði en frekar hefur það verið hjá starfsfólki í tímabundnum störfum. Og auðvitað hefur þetta skapað vanda og þetta eru mál sem reglulega koma inn á borð til okkar stéttarfélaga og þau munu að sjálfsögðu fylgjast með þessu áfram.“ Tengdar fréttir IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Framkvæmdastjóri IKEA: „Þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu. 5. apríl 2017 19:00 Mest lesið Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir það virðingarvert að fyrirtæki reyni að bregðast við erfiðri húsnæðisstöðu starfsfólks síns og skaffi því húsnæði. Starfsfólk geti hins vegar á sama tíma staðið hallari fæti gagnvart vinnuveitanda sínum. „Það má segja að það sé skiljanlegt að fyrirtæki reyni að bregðast við erfiðri húsnæðisstöðu og virðingarvert útaf fyrir sig að þau skili láta sig það varða. En ég myndi kannski almennt telja að þetta væri ekki endilega heppilegasta leiðin að starfsfólk sé háð atvinnurekandanum um húsnæði,“ segir Henný. Það geti komið fólki í erfiða stöðu og því heillavænlegast að stjórnvöld tækju þessi mál í sínar hendur.Henny Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ.Verslunin Ikea og Bláa lónið eru á meðal fyrirtækja sem hyggjast reisa fjölbýlishús til þess að tryggja starfsfólki sínu íbúðir, þó það sé ekki nýtt að fyrirtæki fari leiðir sem þessar. Aðspurð segir Henný þetta geta þýtt að starfsfólk standi höllum fæti gagnvart vinnuveitanda sínum. „Auðvitað getur sú staða komið upp. Þú ert bæði orðinn háður atvinnurekandanum um afkomu og húsnæði. Þannig að auðvitað getur þetta sett starfsfólk í erfiða stöðu, alveg klárlega. Almennt er þetta ekki heppilegasta leiðin þó maður skilji vel að menn skuli reyna að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin núna og er erfið fyrir marga,“ segir hún. Þá segir hún mál sem þessi reglulega koma á borð sambandsins. „Við vitum til þess að okkar stéttarfélög fái svona mál inn á borð til sín. Við þekkjum það í gegnum tíðina að atvinnurekendur útvegi starfsfólki húsnæði en frekar hefur það verið hjá starfsfólki í tímabundnum störfum. Og auðvitað hefur þetta skapað vanda og þetta eru mál sem reglulega koma inn á borð til okkar stéttarfélaga og þau munu að sjálfsögðu fylgjast með þessu áfram.“
Tengdar fréttir IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Framkvæmdastjóri IKEA: „Þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu. 5. apríl 2017 19:00 Mest lesið Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35
Framkvæmdastjóri IKEA: „Þetta á ekki að vera einhvers konar gettóblokk“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að bygging fjölbýlishúss sem fyrirtækið hyggst reisa fyrir starfsmenn sína hefjist í þessum mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða skilyrði þeir sem flytja inn í íbúðirnar þurfi að uppfylla til þess að geta leigt þær eða með hvaða hætti þeim verður úthlutað en Þórarinn segist telja að það verði mikil eftirspurn eftir því að búa í húsinu. 5. apríl 2017 19:00