„Ég náði bara að stíga út og hirða frákastið og troða þessum bolta ofan í,“ segir Kritófer Acox sem tróð boltanum í körfuna undir lokin og það á ótrúlega mikilvægum tímapunkti.
Kristófer kom heldur betur við sögu í kvöld þegar KR sló út Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildarinnar. Acox varði skot frá Herði Axel, leikmanni Keflavíkur, undir blálokin og KR vann einvígið 2-1.
„Amin var rosalegur í kvöld og sem betur fer klikkaði hann á vítinu. Jón Arnór náði þá að framkvæma rosalega fléttu sem skilaði okkur sigurkörfuna.“
Hann segir að Hörður Axel hafi sett tuttugu stig á sig í síðasta leik og því hafi hann skuldað honum þetta blokk.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kemst í úrslit með mínu liði og þetta er akkúrat ástæðan fyrir því af hverju ég kom heim. Ég vissi að ég kæmi í algjört brálæði og það stóðst.“

