Fótbolti

Freyr gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. mynd/ksí
Freyr Alexandersson gerir tvær breytingar á byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins fyrir vináttulandsleikinn gegn Hollandi í dag.

Elísa Viðarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir koma inn í byrjunarliðið fyrir Rakel Hönnudóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur. Berglind Björg skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í sigrinum á Slóvakíu á fimmtudaginn og er verðlaunuð með sæti í byrjunarliðinu í dag.

Byrjunarliðið í dag er það sama og byrjaði seinni hálfleikinn í sigrinum á Slóvakíu. Íslenska liðið spilar leikkerfið 4-3-3 í dag.

Leikur Íslands og Hollands fer fram á Vijverberg leikvanginum í Doetinchem, sama leikvangi og leikur Íslands og Sviss á EM í sumar fer fram á.

Leikur Íslands og Hollands hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Byrjunarlið Íslands er þannig skipað:

Mark:

Guðbjörg Gunnarsdóttir

Vörn:

Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðja:

Elín Metta Jensen, Margrét Lára Viðarsdóttir (fyrirliði), Sara Björk Gunnarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir

Sókn:

Berglind Björg Þorvaldsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×