Audi RS6 rústar Nissan GT-R í spyrnu Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2017 14:34 Hver hefði trúað því að Audi RS6 rúllaði upp Nissan GT-R í spyrnu. Það telst harla skrítið að fjölskyldulangbakur skilji eftir hinn goðsagnarkennda sportbíl Nissan GT-R í spyrnu, en það er samt sú staðreynd sem hér má berja augum. Þeir sem öttu þessum bílum saman trúðu ekki niðurstöðunni og tóku því tvo spretti í viðbót, en niðurstaðan var ávallt sú sama, Audi RS6 bíllinn skildi sportbílinn ávallt eftir í rykinu. Þessi Audi RS6 bíll er skráður fyrir 560 hestöflum sem koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Nissan GT-R er 565 hestafla og með 3,8 lítra V6 vél með forþjöppu. Það sem ef til vill skiptir mestu máli er þó að Audi RS6 bíllinn er fjórhjóladrifinn en það er Nissan GT-R ekki, en það er ávallt betra að taka á fjórum hjólum í spyrnu en tveimur. Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent
Það telst harla skrítið að fjölskyldulangbakur skilji eftir hinn goðsagnarkennda sportbíl Nissan GT-R í spyrnu, en það er samt sú staðreynd sem hér má berja augum. Þeir sem öttu þessum bílum saman trúðu ekki niðurstöðunni og tóku því tvo spretti í viðbót, en niðurstaðan var ávallt sú sama, Audi RS6 bíllinn skildi sportbílinn ávallt eftir í rykinu. Þessi Audi RS6 bíll er skráður fyrir 560 hestöflum sem koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Nissan GT-R er 565 hestafla og með 3,8 lítra V6 vél með forþjöppu. Það sem ef til vill skiptir mestu máli er þó að Audi RS6 bíllinn er fjórhjóladrifinn en það er Nissan GT-R ekki, en það er ávallt betra að taka á fjórum hjólum í spyrnu en tveimur.
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent