Dagur Kár: Með liðsheild og baráttu er hægt að færa fjöll og höf Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2017 22:00 Dagur Kár Jónsson fór á kostum með liði Grindavíkur í undanúrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta. Þar mætti hann uppeldisfélagi sínu Stjörnunni og mörgum af sínum gömlu félögum. Kappinn skoraði 19 stig að meðaltali í leik í rimmunni á móti Stjörnunni auk þess sem hann tók ríflega þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali. Dagur fór upp alla yngri flokka Stjörnunnar áður en hann fór til Bandaríkjanna í háskóla. Þegar annað tímabil Dags í Bandaríkjunum var hafið ákvað hann að koma heim og samdi við Grindavík sem var ekki spáð góðu gengi í vetur. Með Grindavík hefur Dagur blómstrað. Hann er í fjórtánda sæti yfir stigahæstu menn deildarinnar auk þess sem liðið er komið í úrslit þvert á allar spár. „Það höfðu ekki margir trú á okkur en við vissum sjálfir hversu góðir við vorum. Við náðum ekki alltaf að sýna það á tímabilinu en það eru allir búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni og sýna hvað það er mikilvægt að hafa góða liðsheild. Það eru lið þarna betri á pappírnum heldur en við en við sýnum það að með baráttu og liðshjarta geturðu fært fjöll og höf,“ segir Dagur. Dagur segir það hafa hjálpa sér að undirbúa sig fyrir leikina gegn Stjörnunni að hann var að spila á móti uppeldisfélaginu. Hjá Stjörnunni var hann duglegur að æfa aukalega og má því segja að hann hafi alltaf verið á heimavelli í seríunni. „Það var gaman að koma aftur í Garðabæinn og sýna stuðningsmönnum þar hvað ég get í körfubolta. Ég hef ekki spilað þarna í tvö ár,“ segir hann. Úrslitarimman hefst á þriðjudaginn í næstu viku en þar mætir Grindavík annað hvort KR eða Keflavík. Staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir KR en liðin mætast fjórða sinni í Keflavík annað kvöld. Það er ljóst að Grindvíkingar fá að minnsta kosti níu daga til að hvíla á milli undanúrslitanna og svo lokaúrslitanna en í hvað verður sú hvíld notuð? „Það er mikilvægt að nota fyrstu dagana í endurheimt og ná líkanum í gott stand aftur. Þetta er langt frí þannig það þarf að keyra allt í gang aftur fyrir úrslitarimmuna,“ segir Dagur Kár Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Dagur Kár Jónsson fór á kostum með liði Grindavíkur í undanúrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta. Þar mætti hann uppeldisfélagi sínu Stjörnunni og mörgum af sínum gömlu félögum. Kappinn skoraði 19 stig að meðaltali í leik í rimmunni á móti Stjörnunni auk þess sem hann tók ríflega þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali. Dagur fór upp alla yngri flokka Stjörnunnar áður en hann fór til Bandaríkjanna í háskóla. Þegar annað tímabil Dags í Bandaríkjunum var hafið ákvað hann að koma heim og samdi við Grindavík sem var ekki spáð góðu gengi í vetur. Með Grindavík hefur Dagur blómstrað. Hann er í fjórtánda sæti yfir stigahæstu menn deildarinnar auk þess sem liðið er komið í úrslit þvert á allar spár. „Það höfðu ekki margir trú á okkur en við vissum sjálfir hversu góðir við vorum. Við náðum ekki alltaf að sýna það á tímabilinu en það eru allir búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni og sýna hvað það er mikilvægt að hafa góða liðsheild. Það eru lið þarna betri á pappírnum heldur en við en við sýnum það að með baráttu og liðshjarta geturðu fært fjöll og höf,“ segir Dagur. Dagur segir það hafa hjálpa sér að undirbúa sig fyrir leikina gegn Stjörnunni að hann var að spila á móti uppeldisfélaginu. Hjá Stjörnunni var hann duglegur að æfa aukalega og má því segja að hann hafi alltaf verið á heimavelli í seríunni. „Það var gaman að koma aftur í Garðabæinn og sýna stuðningsmönnum þar hvað ég get í körfubolta. Ég hef ekki spilað þarna í tvö ár,“ segir hann. Úrslitarimman hefst á þriðjudaginn í næstu viku en þar mætir Grindavík annað hvort KR eða Keflavík. Staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir KR en liðin mætast fjórða sinni í Keflavík annað kvöld. Það er ljóst að Grindvíkingar fá að minnsta kosti níu daga til að hvíla á milli undanúrslitanna og svo lokaúrslitanna en í hvað verður sú hvíld notuð? „Það er mikilvægt að nota fyrstu dagana í endurheimt og ná líkanum í gott stand aftur. Þetta er langt frí þannig það þarf að keyra allt í gang aftur fyrir úrslitarimmuna,“ segir Dagur Kár Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira