Tesla slær við markaðsvirði General Motors Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2017 16:08 Tesla Model S bílar í röðum. Í síðustu viku náði virði hlutabréfa í rafmagnsbílafyrirtækinu Tesla virði bréfanna í stærsta bílaframleiðanda Bandaríkjanna, General Motors. Hlutabréf í Tesla hækkuðu um 3,7% á mánudaginn síðasta og fór með því uppí heildarmarkaðsvirði uppá 51 milljarða Bandaríkjadala. Það þýðir að virðið í Tesla fór 1,7 milljörðum dala yfir virðið í GM. Í dag hækkuðu bréfin í Tesla svo aftur um 3,1% og stóðu í 311,61 dollara á hvern hlut en hver hlutur í GM var á sama tíma í 34,10 dollurum. Þessar hækkanir lýsa best þeirri trú markaðarins að framtíð bíliðnaðarins liggi í rafmagnsbílum eða nýorkubílum almennt. Þessi staða er uppi þó svo að GM hafi kynnt Chevrolet Bolt rafmagnsbíl sinn sem hefur álíka drægi og tilvonandi Tesla Model 3 bíl og fæst hann á svipuðu verði. Hjá Tesla sjá fjárfestar bjartsýni, þor, frelsi og vilja til djörfungar sem ekki sjást hjá flestum öðrum bílaframleiðendum og trúin á framtíð Tesla er fyrir vikið mjög mikil. Engu skiptir þó að Tesla hafi ekki enn skilað ársuppgjöri með hagnaði öndvert við til dæmis GM, sem skilaði ágætum hagnaði á síðasta ári og þar á bæ er von á 9 milljarða dollara hagnaði á þessu ári, en slíkt verður tæplega í kortunum hjá Tesla í ár. Með síðustu hækkunum í hlutabréfaverði Tesla er fyrirtækið orðið sjötti verðmætasti bílaframleiðandi heims á eftir Toyota, Daimler (Mercedes Benz), Volkswagen Group, BMW og Honda. Miklu munar enn á virði Tesla og Toyota því markaðsvirði Toyota er nú 172 milljarðar Bandaríkjadala. Tesla gæti þó hæglega náð Honda á næstunni sem stendur nú í 52 milljarða dollara virði. Rétt er að hafa í huga að búist er við minni sölu bíla hjá GM og Ford í ár en í fyrra, en að Tesla muni auka mjög við sölu sína. Tesla seldi þó aðeins 80.000 bíla í fyrra en GM um 10 milljónir bíla. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent
Í síðustu viku náði virði hlutabréfa í rafmagnsbílafyrirtækinu Tesla virði bréfanna í stærsta bílaframleiðanda Bandaríkjanna, General Motors. Hlutabréf í Tesla hækkuðu um 3,7% á mánudaginn síðasta og fór með því uppí heildarmarkaðsvirði uppá 51 milljarða Bandaríkjadala. Það þýðir að virðið í Tesla fór 1,7 milljörðum dala yfir virðið í GM. Í dag hækkuðu bréfin í Tesla svo aftur um 3,1% og stóðu í 311,61 dollara á hvern hlut en hver hlutur í GM var á sama tíma í 34,10 dollurum. Þessar hækkanir lýsa best þeirri trú markaðarins að framtíð bíliðnaðarins liggi í rafmagnsbílum eða nýorkubílum almennt. Þessi staða er uppi þó svo að GM hafi kynnt Chevrolet Bolt rafmagnsbíl sinn sem hefur álíka drægi og tilvonandi Tesla Model 3 bíl og fæst hann á svipuðu verði. Hjá Tesla sjá fjárfestar bjartsýni, þor, frelsi og vilja til djörfungar sem ekki sjást hjá flestum öðrum bílaframleiðendum og trúin á framtíð Tesla er fyrir vikið mjög mikil. Engu skiptir þó að Tesla hafi ekki enn skilað ársuppgjöri með hagnaði öndvert við til dæmis GM, sem skilaði ágætum hagnaði á síðasta ári og þar á bæ er von á 9 milljarða dollara hagnaði á þessu ári, en slíkt verður tæplega í kortunum hjá Tesla í ár. Með síðustu hækkunum í hlutabréfaverði Tesla er fyrirtækið orðið sjötti verðmætasti bílaframleiðandi heims á eftir Toyota, Daimler (Mercedes Benz), Volkswagen Group, BMW og Honda. Miklu munar enn á virði Tesla og Toyota því markaðsvirði Toyota er nú 172 milljarðar Bandaríkjadala. Tesla gæti þó hæglega náð Honda á næstunni sem stendur nú í 52 milljarða dollara virði. Rétt er að hafa í huga að búist er við minni sölu bíla hjá GM og Ford í ár en í fyrra, en að Tesla muni auka mjög við sölu sína. Tesla seldi þó aðeins 80.000 bíla í fyrra en GM um 10 milljónir bíla.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent