Fúli bóksalinn í Garrucha Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Í spænska strandbænum Garrucha er bókabúð ein sem mér finnst merkileg fyrir þær sakir að eigandinn er svo afspyrnu fúllyndur að hann minnir á föndrarann mikla úr Spaugstofunni. Þegar maður rekur hausinn þangað inn, hreytir hann í mann „hvað?“ eins og maður hafi truflað hann á salerninu. Þegar maður hefur borið upp erindið er ekki óalgengt að hann andvarpi mæðulega, rétt eins og maður hafi beðið hann um að þurrka út allar kommurnar í Don Kíkóta. Ef maður spyr hvort hann eigi bók eftir Arnald, grettir hann sig eins og ég hafi spurt um dömubindi en stundum bendir hann önugur í hillurnar og segir mér að leita. Þegar minnst varir bregður hann sér út á stétt að reykja eins og kúnnarnir komi honum ekkert við. Ef ég spyr hvort þessi eða hinn höfundurinn seljist er svarið iðulega „nei“. Að hans sögn selst nefnilega ekkert vegna þess að fólk er svo heimskt nú til dags. Hið undarlega er að þrátt fyrir þennan fjörlitla félagsskap finnst mér alltaf jafn skemmtilegt að koma þarna við. Hvernig skyldi standa á því? Það er hugsanlegt að ég sé kominn með svo herfilegt ofnæmi fyrir verslanakeðjum að þetta ólundarlega viðmót hreinlega hressi mig við. Ég er nefnilega nýlega fluttur frá Costa del Sol svæðinu þar sem starfsmönnum er uppálagt að smjaðra fyrir kúnnanum. Allar verslanirnar eru alveg eins, og það sem fer mest í taugarnar á mér er þegar upp koma hátíðir eins og Halloween, þá er starfsfólkið farðað og skreytt frá toppi til táar. Sumir eru umvafðir kóngulóarvef eða ataðir blóði. Ávallt er þar spiluð óhljóðatónlist og lagleysur. Þetta er gjörsamlega óþolandi… Nei, heyrðu, mikið er maður orðinn fúllyndur. Það er kannski að ég opni bókabúð hérna í Garrucha. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun
Í spænska strandbænum Garrucha er bókabúð ein sem mér finnst merkileg fyrir þær sakir að eigandinn er svo afspyrnu fúllyndur að hann minnir á föndrarann mikla úr Spaugstofunni. Þegar maður rekur hausinn þangað inn, hreytir hann í mann „hvað?“ eins og maður hafi truflað hann á salerninu. Þegar maður hefur borið upp erindið er ekki óalgengt að hann andvarpi mæðulega, rétt eins og maður hafi beðið hann um að þurrka út allar kommurnar í Don Kíkóta. Ef maður spyr hvort hann eigi bók eftir Arnald, grettir hann sig eins og ég hafi spurt um dömubindi en stundum bendir hann önugur í hillurnar og segir mér að leita. Þegar minnst varir bregður hann sér út á stétt að reykja eins og kúnnarnir komi honum ekkert við. Ef ég spyr hvort þessi eða hinn höfundurinn seljist er svarið iðulega „nei“. Að hans sögn selst nefnilega ekkert vegna þess að fólk er svo heimskt nú til dags. Hið undarlega er að þrátt fyrir þennan fjörlitla félagsskap finnst mér alltaf jafn skemmtilegt að koma þarna við. Hvernig skyldi standa á því? Það er hugsanlegt að ég sé kominn með svo herfilegt ofnæmi fyrir verslanakeðjum að þetta ólundarlega viðmót hreinlega hressi mig við. Ég er nefnilega nýlega fluttur frá Costa del Sol svæðinu þar sem starfsmönnum er uppálagt að smjaðra fyrir kúnnanum. Allar verslanirnar eru alveg eins, og það sem fer mest í taugarnar á mér er þegar upp koma hátíðir eins og Halloween, þá er starfsfólkið farðað og skreytt frá toppi til táar. Sumir eru umvafðir kóngulóarvef eða ataðir blóði. Ávallt er þar spiluð óhljóðatónlist og lagleysur. Þetta er gjörsamlega óþolandi… Nei, heyrðu, mikið er maður orðinn fúllyndur. Það er kannski að ég opni bókabúð hérna í Garrucha.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun