VW T-ROC án feluklæða Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2017 12:29 Volkswagen T-ROC er rétt handan við hornið. Volkswagen mun hefja framleiðslu á þessum fremur smáa jepplingi seinna á þessu ári, en segja má að þar fari litli bróðir Tiguan jepplingsins. Ágætar myndir náðust af bílnum á dögunum þar sem hann var í prófunum og víst er að Volkswagen var ekki mikið að fela útlit bílsins því hann var án feluklæða. T-ROC er 31 cm styttri en 5-sæta Tiguan, 1 cm mjórri og 14 cm lægri. Bíllinn mun bjóðast með nokkrum þriggja og fjögurra strokka vélum og bæði beinskiptur og með DSG sjálfskiptingu. Einnig má velja á milli framhjóladrifs og fjórhjóladrifs. T-ROC situr á sama MQB undirvagni og er undir Golf og bíllinn er ámóta stór og hann en þó hærri frá vegi. Bíllinn verður framleiddur í Portúgal, í verksmiðju Volkswagen í Palmela. Heyrst hefur að framleiðsla hefjist á bílnum í ágúst og víst er að hann verður sýndur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt mánuði síðar. Hann ætti svo að bjóðast kaupendum skömmu fyrir áramót. Ekki er víst að allir verði hrifnir af þeim breytingum sem T-ROC hefur fengið í ytra útliti frá þeim tilraunabíl sem Volkswagen kynnti í fyrstu og sést hér á mynd. Þar fór afar sportlegur þriggja dyra bíll á stórum felgum, en framleiðslubíllinn er praktískari 5 hurða bíll á talsvert minni felgum og dekkjum og það bitnar sannarlega nokkuð á útlitinu. Samt er hér um nokkuð laglegan bíl að ræða.Svona leit T-ROC út sem hugmyndabíll.En svona lítur framleiðslubíllinn út. Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent
Volkswagen mun hefja framleiðslu á þessum fremur smáa jepplingi seinna á þessu ári, en segja má að þar fari litli bróðir Tiguan jepplingsins. Ágætar myndir náðust af bílnum á dögunum þar sem hann var í prófunum og víst er að Volkswagen var ekki mikið að fela útlit bílsins því hann var án feluklæða. T-ROC er 31 cm styttri en 5-sæta Tiguan, 1 cm mjórri og 14 cm lægri. Bíllinn mun bjóðast með nokkrum þriggja og fjögurra strokka vélum og bæði beinskiptur og með DSG sjálfskiptingu. Einnig má velja á milli framhjóladrifs og fjórhjóladrifs. T-ROC situr á sama MQB undirvagni og er undir Golf og bíllinn er ámóta stór og hann en þó hærri frá vegi. Bíllinn verður framleiddur í Portúgal, í verksmiðju Volkswagen í Palmela. Heyrst hefur að framleiðsla hefjist á bílnum í ágúst og víst er að hann verður sýndur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt mánuði síðar. Hann ætti svo að bjóðast kaupendum skömmu fyrir áramót. Ekki er víst að allir verði hrifnir af þeim breytingum sem T-ROC hefur fengið í ytra útliti frá þeim tilraunabíl sem Volkswagen kynnti í fyrstu og sést hér á mynd. Þar fór afar sportlegur þriggja dyra bíll á stórum felgum, en framleiðslubíllinn er praktískari 5 hurða bíll á talsvert minni felgum og dekkjum og það bitnar sannarlega nokkuð á útlitinu. Samt er hér um nokkuð laglegan bíl að ræða.Svona leit T-ROC út sem hugmyndabíll.En svona lítur framleiðslubíllinn út.
Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent