Leikstjórnandinn Matthías Orri Sigurðarson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍR. Þetta eru gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn ÍR en Matthías Orri átti frábært tímabil í ár.
Matthías Orri, sem er 22 ára, var með 19,9 stig, 5,2 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deildinni.
Matthías Orri var sérstaklega öflugur seinni hluta tímabilsins og var valinn í lið seinni umferðar Domino's deildarinnar.
ÍR endaði í 7. sæti deildarinnar og vann sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan 2011. ÍR féll úr leik fyrir Stjörnunni í 8-liða úrslitum, 3-0.
Matthías Orri var með 20,3 stig, 7,0 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í einvíginu gegn Stjörnunni.
Matthías Orri áfram Hellisbúi
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið








Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn

Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti
