Volvo, Fiat, Nissan og PSA skrópa á bílasýninguna í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2017 09:19 Frá bílasýningunni í Frankfurt. Þó svo að PSA Peugeot Citroën samstæðan hafi stækkað um Opel/Vauxhall merkin á dögunum ætlar fyrirtækið ekki að taka þátt í bílasýningunni í Frankfurt í haust. Það sama á reyndar við um þekkt bílamerki eins og Volvo, Nissan og Fiat Chrysler bílasamstæðuna. Þar innanborðs eru meðal annars bílamerkin Jeep, Alfa Romeo, RAM, Dodge og að sjálfsögðu Fiat og Chrysler. Mörg bílafyrirtæki eru að breyta áherslum sínum frá bílasýningum til markaðssetningar á vefnum með áherslu á samfélagsmiðla. Þrátt fyrir að þessi fyrirtæki muni ekki taka þátt verða 50 bílamerki á sýningunni í Frankfurt frá Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Einhver ný bílamerki verða á staðnum og það aðallega frá Kína. Þó svo þessi bílamerki taki ekki þátt nú útilokar það ekkert í framtíðinni hvað varðar þátttöku þeirra í framtíðinni. Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent
Þó svo að PSA Peugeot Citroën samstæðan hafi stækkað um Opel/Vauxhall merkin á dögunum ætlar fyrirtækið ekki að taka þátt í bílasýningunni í Frankfurt í haust. Það sama á reyndar við um þekkt bílamerki eins og Volvo, Nissan og Fiat Chrysler bílasamstæðuna. Þar innanborðs eru meðal annars bílamerkin Jeep, Alfa Romeo, RAM, Dodge og að sjálfsögðu Fiat og Chrysler. Mörg bílafyrirtæki eru að breyta áherslum sínum frá bílasýningum til markaðssetningar á vefnum með áherslu á samfélagsmiðla. Þrátt fyrir að þessi fyrirtæki muni ekki taka þátt verða 50 bílamerki á sýningunni í Frankfurt frá Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Einhver ný bílamerki verða á staðnum og það aðallega frá Kína. Þó svo þessi bílamerki taki ekki þátt nú útilokar það ekkert í framtíðinni hvað varðar þátttöku þeirra í framtíðinni.
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent