Íslendingaliðin Randers og Esbjerg gerðu markalaust jafntefli þegar þau mættust í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Eftir erfitt gengi framan af ári hefur Randers bætt í að undanförnu og náð í sjö stig í síðustu fjórum leikjum sínum.
Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Randers og hélt hreinu í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum.
Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Randers eru í efsta sæti síns riðils.
Guðlaugur Victor Pálsson lék ekki með Esbjerg vegna meiðsla. Liðið er í neðsta sæti riðilsins.
Hannes hélt hreinu í fjórða sinn í fimm leikjum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
