Elfar Freyr Helgason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Horsens þegar liðið tapaði 2-1 fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Elfar var í þriðja sinn í byrjunarliði Horsens í dag og þakkaði traustið með marki. Miðvörðurinn jafnaði metin í 1-1 í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Elfar var tekinn af velli á 82. mínútu en í uppbótartíma skoraði Jens Thomasen sigurmark OB.
Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn í framlínu Horsens. Liðið er í 3. sæti síns riðils en það hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.
Fyrsta mark Elfars Freys dugði Horsens ekki til sigurs
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti





„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn
