Hjalti tekur við starfinu af Benedikt Guðmundssyni sem hefur þjálfað Þór undanfarin tvö ár. Þórsarar lentu í 8. sæti Domino's deildar karla í vetur og féllu úr leik fyrir KR í 8-liða úrslitum.
Hjalti skrifaði undir þriggja ára samning við Þór. Hann var áður þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni.
Hjalti, sem er 34 ára, þjálfaði í nær 17 ára samfleytt hjá Fjölni, auk þess sem hann lék með liðinu.
Við starfi hans hjá Fjölni tekur Falur Harðarson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Keflavíkur. Falur skrifaði undir tveggja ára samning við Fjölni.
