Erlent

Bandarískir þingmenn berjast við að koma í veg fyrir lokun ríkisstofnana

Atli Ísleifsson skrifar
Síðasta lokun ríkisstofnana varð árið 2013. Lokunin stóð í sautján daga og hafði mikil áhrif á bandarískt samfélag.
Síðasta lokun ríkisstofnana varð árið 2013. Lokunin stóð í sautján daga og hafði mikil áhrif á bandarískt samfélag. Vísir/AFP
Þingmenn Bandaríkjaþing vinna nú að því að koma í veg fyrir lokun ríkisstofnana sem myndi lama bandarískt samfélag.

Í frétt BBC kemur fram að samkomulag um setningu sérstakra bráðabirgðalaga myndi gefa þinginu viku frest til að ná samkomulagi um að fjármagna rekstur ríkisstofnana til loka septembermánaðar.

Frumvarpið verður fyrst til umræðu í fulltrúadeild þingsins í dag, nokkrum klukkustundum áður en frestur til að samþykkja fjármögnun reksturs alríkisstofnana rennur út.

Repúblikanar, sem eru með meirihluta á þingi, hafa þegar neyðst til að gefa eftir í ýmsum málum, meðal annars þegar kemur að fjármögnun sjúkratryggingakerfisins sem gengur undir nafninu Obamacare.

Eftir umræðu í fulltrúadeild þingsins verður frumvarpið sent til öldungadeildarinnar til umræðu og loks til Donald Trump Bandaríkjaforseta sem staðfestir lögin.

„Ef það verður lokun, þá verður lokun. Við sjáum til hvað gerist,“ sagði Trump í samtali við Reuters í gær. „Ef það verður lokun þá er það Demókrötum að kenna. Ekki okkur að kenna,“ sagði Trump.

Síðasta lokun ríkisstofnana varð árið 2013. Lokunin stóð í sautján daga og hafði mikil áhrif á bandarískt samfélag. Varð þá að loka þjóðgörðum og ýmsum minnisvörðum, segja tímabundið upp starfsfólki og fresta endurgreiðslum frá skattayfirvöldum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×