Costco-áhrifin Hörður Ægisson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Kaup Haga á Olís eru enn ein vísbendingin um að innreið Costco á íslenskan smásölumarkað virðist ætla að valda straumhvörfum í samkeppnisumhverfi fyrirtækja í verslunarrekstri, jafnvel áður en verslun bandaríska smásölurisans verður opnuð. Þrjú ár eru liðin síðan fyrst var greint frá því í íslenskum fjölmiðlum að Costco, sem er næststærsta smásölukeðja Bandaríkjanna, væri með það til skoðunar að hefja verslunarrekstur á höfuðborgarsvæðinu. Forsvarsmenn stærstu verslunarkeðja landsins höfðu þá litlar áhyggjur af þeim fregnum og töldu ósennilegt að slík áform yrðu nokkurn tíma að veruleika. Annað kom hins vegar á daginn. Sem betur fer fyrir íslenska neytendur. Áhrifin af innreið Costco munu ekki einskorðast við smásöluna. Sumir af stærstu heildsölum og matvælaframleiðendum landsins hafa á undanförnum mánuðum og misserum búið sig undir höggið við komu Costco, eins og Fréttablaðið hefur áður fjallað um, með því að semja við erlenda birgja sína um umtalsvert lægra innkaupsverð – gagngert vegna bandaríska smásölurisans. Fyrirséð er að veitingahús og margar smærri verslanir muni sjá hag sínum best borgið með því að sneiða fram hjá innflutningsfyrirtækjum og þess í stað beina viðskiptum sínum til Costco. Fyrirtæki á smásölumarkaði eru einnig þegar farin að bregðast við aukinni samkeppni. Þannig hafa dekkjaverkstæði meðal annars tilkynnt að þau ætli að lækka verð á dekkjum um allt að fjörutíu prósent samhliða breyttum aðstæðum á markaði. Þrátt fyrir að mikil gengisstyrking krónunnar og aukin netverslun hafi þar án efa haft sitt að segja þá má öllum vera ljóst að slík verðlækkun hefði ekki komið til í einu vetfangi ef ekki væri fyrir Costco. Reynslan hefur enda sýnt að verslunin er oftar en ekki treg í taumi að skila gengisstyrkingu krónunnar að fullu út í verðlagið. Kaup Haga á Olís, sem koma aðeins nokkrum mánuðum eftir að Hagar tilkynntu um sjö milljarða kaup á Lyfju, eru til marks um að stærsta smásölufyrirtæki landsins hyggst mæta nýjum keppinauti með því að færa enn frekar út kvíarnar. Markaðurinn hefur tekið vel í þau áform. Eftir að hafa verið undir þrýstingi til verðlækkunar síðustu mánuði, þar sem Costco-áhrifin hafa líklega ráðið hvað mestu um, þá hækkaði gengi bréfa Haga um tæplega sex prósent í gær. Heildarvelta Hagasamstæðunnar eftir kaupin á Olís og Lyfju mun aukast um liðlega fimmtíu prósent – úr 80 milljörðum í 120 milljarða – en félagið er afar vel í stakk búið til að ráðast í jafn stórar fjárfestingar. Hreinar vaxtaberandi skuldir Haga eru hverfandi og eiginfjárhlutfall félagsins er um 54 prósent. Yfirtaka Haga, sem er með markaðsráðandi stöðu á dagvörumarkaði, á Olís er meðal annars háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ólíklegt verður þó að teljast að Samkeppniseftirlitið muni beinlínis standa í vegi fyrir því að kaupin nái fram að ganga – einmitt vegna þess að samkeppnisumhverfið er að breytast til hins betra með tilkomu Costco. Innreið bandaríska smásölurisans til Íslands, sem og koma H&M, hefur hrundið af stað tímabærri uppstokkun í verslun hérlendis þar sem fyrirtæki leita nú allra leiða til að bregðast við aukinni samkeppni. Ekki er við öðru að búast en að sú þróun verði til hagsbóta fyrir íslenska neytendur.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Lyf Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun
Kaup Haga á Olís eru enn ein vísbendingin um að innreið Costco á íslenskan smásölumarkað virðist ætla að valda straumhvörfum í samkeppnisumhverfi fyrirtækja í verslunarrekstri, jafnvel áður en verslun bandaríska smásölurisans verður opnuð. Þrjú ár eru liðin síðan fyrst var greint frá því í íslenskum fjölmiðlum að Costco, sem er næststærsta smásölukeðja Bandaríkjanna, væri með það til skoðunar að hefja verslunarrekstur á höfuðborgarsvæðinu. Forsvarsmenn stærstu verslunarkeðja landsins höfðu þá litlar áhyggjur af þeim fregnum og töldu ósennilegt að slík áform yrðu nokkurn tíma að veruleika. Annað kom hins vegar á daginn. Sem betur fer fyrir íslenska neytendur. Áhrifin af innreið Costco munu ekki einskorðast við smásöluna. Sumir af stærstu heildsölum og matvælaframleiðendum landsins hafa á undanförnum mánuðum og misserum búið sig undir höggið við komu Costco, eins og Fréttablaðið hefur áður fjallað um, með því að semja við erlenda birgja sína um umtalsvert lægra innkaupsverð – gagngert vegna bandaríska smásölurisans. Fyrirséð er að veitingahús og margar smærri verslanir muni sjá hag sínum best borgið með því að sneiða fram hjá innflutningsfyrirtækjum og þess í stað beina viðskiptum sínum til Costco. Fyrirtæki á smásölumarkaði eru einnig þegar farin að bregðast við aukinni samkeppni. Þannig hafa dekkjaverkstæði meðal annars tilkynnt að þau ætli að lækka verð á dekkjum um allt að fjörutíu prósent samhliða breyttum aðstæðum á markaði. Þrátt fyrir að mikil gengisstyrking krónunnar og aukin netverslun hafi þar án efa haft sitt að segja þá má öllum vera ljóst að slík verðlækkun hefði ekki komið til í einu vetfangi ef ekki væri fyrir Costco. Reynslan hefur enda sýnt að verslunin er oftar en ekki treg í taumi að skila gengisstyrkingu krónunnar að fullu út í verðlagið. Kaup Haga á Olís, sem koma aðeins nokkrum mánuðum eftir að Hagar tilkynntu um sjö milljarða kaup á Lyfju, eru til marks um að stærsta smásölufyrirtæki landsins hyggst mæta nýjum keppinauti með því að færa enn frekar út kvíarnar. Markaðurinn hefur tekið vel í þau áform. Eftir að hafa verið undir þrýstingi til verðlækkunar síðustu mánuði, þar sem Costco-áhrifin hafa líklega ráðið hvað mestu um, þá hækkaði gengi bréfa Haga um tæplega sex prósent í gær. Heildarvelta Hagasamstæðunnar eftir kaupin á Olís og Lyfju mun aukast um liðlega fimmtíu prósent – úr 80 milljörðum í 120 milljarða – en félagið er afar vel í stakk búið til að ráðast í jafn stórar fjárfestingar. Hreinar vaxtaberandi skuldir Haga eru hverfandi og eiginfjárhlutfall félagsins er um 54 prósent. Yfirtaka Haga, sem er með markaðsráðandi stöðu á dagvörumarkaði, á Olís er meðal annars háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ólíklegt verður þó að teljast að Samkeppniseftirlitið muni beinlínis standa í vegi fyrir því að kaupin nái fram að ganga – einmitt vegna þess að samkeppnisumhverfið er að breytast til hins betra með tilkomu Costco. Innreið bandaríska smásölurisans til Íslands, sem og koma H&M, hefur hrundið af stað tímabærri uppstokkun í verslun hérlendis þar sem fyrirtæki leita nú allra leiða til að bregðast við aukinni samkeppni. Ekki er við öðru að búast en að sú þróun verði til hagsbóta fyrir íslenska neytendur.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun