Heilbrigðisráðherra skoðar breytingar á lögum um leyfi til heilbrigðisþjónustu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2017 19:30 Steingrímur J. Sigfússon og Óttarr Proppé. Vísir/Eyþór/Ernir Heilbrigðisráðherra segir bagalegt að ekki sé gert ráð fyrir að hann gefi út leyfi fyrir starfsemi eins og fram fer hjá Klíníkinni og er að láta kanna grundvöll til breytinga á núgildandi lögum. Hann ítrekaði á Alþingi í dag að ekki stæði til af hans hálfu að auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu hefur mikið verið til umræðu á Alþingi í vetur. Og enn einu sinni í dag gengu þingmenn stjórnarandstöðunnar á heilbrigðisráðherra varðandi stefnu hans í þessum efnum. Mest er tekist á um starfsemi hjá Klíníkinni þar sem framkvæmdar eru ýmiss konar aðgerðir og þar sem aðstaða er til flóknari aðgerða. Steingrímur J. Sigfússon sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að fram hefðu komið ólík sjónarmið gagnvart starfsemi fyrirtækisins annars vegar frá Landlækni og hins vegar heilbrigðisráðuneytinu. Þetta væri bagalegt og þyrfti að útkljá.Mikilvægt að fá á hreint „En ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hefur það nokkru breytt um það sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum, að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði sett á fót legudeild til allt að fimm daga og farið út í sérhæfðar skurðaðgerðir. Það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint,“ sagði Steingrímur. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra ítrekaði að ráðuneytið starfaði samkvæmt lögum og á árinu 2007, áður en hann kom á þing, hafi lögunum verið breytt þannig að ráðherra gæfi ekki út leyfi fyrir starfsemi eins og nú færi fram hjá Klíníkinni. En í dag semja sérfræðingar einfaldlega beint við Sjúkratryggingar Íslands um sína þjónustu, án þess að til þess þurfi samþykki ráðherra. „Mér þykir það bagalegt. Það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram. Þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu til að skoða hvort að það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði Óttarr.Eftirspurn eykst Á sama tíma og langir biðlistar eru eftir tilteknum aðgerðum á sjúkrahúsunum eykst eftirspurnin eftir þjónustu einkaaðila sem bjóða upp á sömu þjónustu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á að þær aðgerðir væru greiddar af ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar. En oft eru það sömu læknarnir sem vinna bæði á einkastofunum og á spítölunum. Landlæknir vill vinna gegn þessari þróun og jafnvel skylda lækna sem vinna á Landsspítalanum til að vinna eingöngu þar. „Við getum með öðrum orðum átt von á því gegn vilja almennings að hér þróist tvöfalt kerfi. Annars vegar þar sem allur þorri almennings notar hið vanfjármagnaða opinbera kerfi og svo hitt: Einarekið kerfi sem að megninu til verður greitt af almannafé en fólk getur svo ef það vill og á peninga greitt aukalega og sótt sér þjónustu,“ sagði Logi. Yfirmenn Landsspítalans teldu að um beinan niðurskurð væri að ræða til spítalans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ráðherra sagði fjármuni til heilbrigðismála aukna verulega í fjármálaáætlun. „Vissulega að miklu leyti uppbygging nýs Landsspítala. En það er ekkert aukaatriði í þróun og uppbyggingu íslensks heilbrigðiskerfis. Þvert á móti, það er lykilatriði,“ sagði Óttarr Proppé. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Minni fjölgun erlendra ríkisborgara en síðustu ár Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir bagalegt að ekki sé gert ráð fyrir að hann gefi út leyfi fyrir starfsemi eins og fram fer hjá Klíníkinni og er að láta kanna grundvöll til breytinga á núgildandi lögum. Hann ítrekaði á Alþingi í dag að ekki stæði til af hans hálfu að auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu hefur mikið verið til umræðu á Alþingi í vetur. Og enn einu sinni í dag gengu þingmenn stjórnarandstöðunnar á heilbrigðisráðherra varðandi stefnu hans í þessum efnum. Mest er tekist á um starfsemi hjá Klíníkinni þar sem framkvæmdar eru ýmiss konar aðgerðir og þar sem aðstaða er til flóknari aðgerða. Steingrímur J. Sigfússon sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að fram hefðu komið ólík sjónarmið gagnvart starfsemi fyrirtækisins annars vegar frá Landlækni og hins vegar heilbrigðisráðuneytinu. Þetta væri bagalegt og þyrfti að útkljá.Mikilvægt að fá á hreint „En ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hefur það nokkru breytt um það sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum, að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði sett á fót legudeild til allt að fimm daga og farið út í sérhæfðar skurðaðgerðir. Það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint,“ sagði Steingrímur. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra ítrekaði að ráðuneytið starfaði samkvæmt lögum og á árinu 2007, áður en hann kom á þing, hafi lögunum verið breytt þannig að ráðherra gæfi ekki út leyfi fyrir starfsemi eins og nú færi fram hjá Klíníkinni. En í dag semja sérfræðingar einfaldlega beint við Sjúkratryggingar Íslands um sína þjónustu, án þess að til þess þurfi samþykki ráðherra. „Mér þykir það bagalegt. Það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram. Þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu til að skoða hvort að það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði Óttarr.Eftirspurn eykst Á sama tíma og langir biðlistar eru eftir tilteknum aðgerðum á sjúkrahúsunum eykst eftirspurnin eftir þjónustu einkaaðila sem bjóða upp á sömu þjónustu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á að þær aðgerðir væru greiddar af ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar. En oft eru það sömu læknarnir sem vinna bæði á einkastofunum og á spítölunum. Landlæknir vill vinna gegn þessari þróun og jafnvel skylda lækna sem vinna á Landsspítalanum til að vinna eingöngu þar. „Við getum með öðrum orðum átt von á því gegn vilja almennings að hér þróist tvöfalt kerfi. Annars vegar þar sem allur þorri almennings notar hið vanfjármagnaða opinbera kerfi og svo hitt: Einarekið kerfi sem að megninu til verður greitt af almannafé en fólk getur svo ef það vill og á peninga greitt aukalega og sótt sér þjónustu,“ sagði Logi. Yfirmenn Landsspítalans teldu að um beinan niðurskurð væri að ræða til spítalans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ráðherra sagði fjármuni til heilbrigðismála aukna verulega í fjármálaáætlun. „Vissulega að miklu leyti uppbygging nýs Landsspítala. En það er ekkert aukaatriði í þróun og uppbyggingu íslensks heilbrigðiskerfis. Þvert á móti, það er lykilatriði,“ sagði Óttarr Proppé.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Minni fjölgun erlendra ríkisborgara en síðustu ár Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Sjá meira