Heilbrigðisráðherra skoðar breytingar á lögum um leyfi til heilbrigðisþjónustu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2017 19:30 Steingrímur J. Sigfússon og Óttarr Proppé. Vísir/Eyþór/Ernir Heilbrigðisráðherra segir bagalegt að ekki sé gert ráð fyrir að hann gefi út leyfi fyrir starfsemi eins og fram fer hjá Klíníkinni og er að láta kanna grundvöll til breytinga á núgildandi lögum. Hann ítrekaði á Alþingi í dag að ekki stæði til af hans hálfu að auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu hefur mikið verið til umræðu á Alþingi í vetur. Og enn einu sinni í dag gengu þingmenn stjórnarandstöðunnar á heilbrigðisráðherra varðandi stefnu hans í þessum efnum. Mest er tekist á um starfsemi hjá Klíníkinni þar sem framkvæmdar eru ýmiss konar aðgerðir og þar sem aðstaða er til flóknari aðgerða. Steingrímur J. Sigfússon sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að fram hefðu komið ólík sjónarmið gagnvart starfsemi fyrirtækisins annars vegar frá Landlækni og hins vegar heilbrigðisráðuneytinu. Þetta væri bagalegt og þyrfti að útkljá.Mikilvægt að fá á hreint „En ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hefur það nokkru breytt um það sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum, að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði sett á fót legudeild til allt að fimm daga og farið út í sérhæfðar skurðaðgerðir. Það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint,“ sagði Steingrímur. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra ítrekaði að ráðuneytið starfaði samkvæmt lögum og á árinu 2007, áður en hann kom á þing, hafi lögunum verið breytt þannig að ráðherra gæfi ekki út leyfi fyrir starfsemi eins og nú færi fram hjá Klíníkinni. En í dag semja sérfræðingar einfaldlega beint við Sjúkratryggingar Íslands um sína þjónustu, án þess að til þess þurfi samþykki ráðherra. „Mér þykir það bagalegt. Það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram. Þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu til að skoða hvort að það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði Óttarr.Eftirspurn eykst Á sama tíma og langir biðlistar eru eftir tilteknum aðgerðum á sjúkrahúsunum eykst eftirspurnin eftir þjónustu einkaaðila sem bjóða upp á sömu þjónustu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á að þær aðgerðir væru greiddar af ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar. En oft eru það sömu læknarnir sem vinna bæði á einkastofunum og á spítölunum. Landlæknir vill vinna gegn þessari þróun og jafnvel skylda lækna sem vinna á Landsspítalanum til að vinna eingöngu þar. „Við getum með öðrum orðum átt von á því gegn vilja almennings að hér þróist tvöfalt kerfi. Annars vegar þar sem allur þorri almennings notar hið vanfjármagnaða opinbera kerfi og svo hitt: Einarekið kerfi sem að megninu til verður greitt af almannafé en fólk getur svo ef það vill og á peninga greitt aukalega og sótt sér þjónustu,“ sagði Logi. Yfirmenn Landsspítalans teldu að um beinan niðurskurð væri að ræða til spítalans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ráðherra sagði fjármuni til heilbrigðismála aukna verulega í fjármálaáætlun. „Vissulega að miklu leyti uppbygging nýs Landsspítala. En það er ekkert aukaatriði í þróun og uppbyggingu íslensks heilbrigðiskerfis. Þvert á móti, það er lykilatriði,“ sagði Óttarr Proppé. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir bagalegt að ekki sé gert ráð fyrir að hann gefi út leyfi fyrir starfsemi eins og fram fer hjá Klíníkinni og er að láta kanna grundvöll til breytinga á núgildandi lögum. Hann ítrekaði á Alþingi í dag að ekki stæði til af hans hálfu að auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu hefur mikið verið til umræðu á Alþingi í vetur. Og enn einu sinni í dag gengu þingmenn stjórnarandstöðunnar á heilbrigðisráðherra varðandi stefnu hans í þessum efnum. Mest er tekist á um starfsemi hjá Klíníkinni þar sem framkvæmdar eru ýmiss konar aðgerðir og þar sem aðstaða er til flóknari aðgerða. Steingrímur J. Sigfússon sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að fram hefðu komið ólík sjónarmið gagnvart starfsemi fyrirtækisins annars vegar frá Landlækni og hins vegar heilbrigðisráðuneytinu. Þetta væri bagalegt og þyrfti að útkljá.Mikilvægt að fá á hreint „En ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hefur það nokkru breytt um það sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum, að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði sett á fót legudeild til allt að fimm daga og farið út í sérhæfðar skurðaðgerðir. Það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint,“ sagði Steingrímur. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra ítrekaði að ráðuneytið starfaði samkvæmt lögum og á árinu 2007, áður en hann kom á þing, hafi lögunum verið breytt þannig að ráðherra gæfi ekki út leyfi fyrir starfsemi eins og nú færi fram hjá Klíníkinni. En í dag semja sérfræðingar einfaldlega beint við Sjúkratryggingar Íslands um sína þjónustu, án þess að til þess þurfi samþykki ráðherra. „Mér þykir það bagalegt. Það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram. Þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu til að skoða hvort að það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði Óttarr.Eftirspurn eykst Á sama tíma og langir biðlistar eru eftir tilteknum aðgerðum á sjúkrahúsunum eykst eftirspurnin eftir þjónustu einkaaðila sem bjóða upp á sömu þjónustu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á að þær aðgerðir væru greiddar af ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar. En oft eru það sömu læknarnir sem vinna bæði á einkastofunum og á spítölunum. Landlæknir vill vinna gegn þessari þróun og jafnvel skylda lækna sem vinna á Landsspítalanum til að vinna eingöngu þar. „Við getum með öðrum orðum átt von á því gegn vilja almennings að hér þróist tvöfalt kerfi. Annars vegar þar sem allur þorri almennings notar hið vanfjármagnaða opinbera kerfi og svo hitt: Einarekið kerfi sem að megninu til verður greitt af almannafé en fólk getur svo ef það vill og á peninga greitt aukalega og sótt sér þjónustu,“ sagði Logi. Yfirmenn Landsspítalans teldu að um beinan niðurskurð væri að ræða til spítalans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ráðherra sagði fjármuni til heilbrigðismála aukna verulega í fjármálaáætlun. „Vissulega að miklu leyti uppbygging nýs Landsspítala. En það er ekkert aukaatriði í þróun og uppbyggingu íslensks heilbrigðiskerfis. Þvert á móti, það er lykilatriði,“ sagði Óttarr Proppé.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira