Heilbrigðisráðherra skoðar breytingar á lögum um leyfi til heilbrigðisþjónustu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2017 19:30 Steingrímur J. Sigfússon og Óttarr Proppé. Vísir/Eyþór/Ernir Heilbrigðisráðherra segir bagalegt að ekki sé gert ráð fyrir að hann gefi út leyfi fyrir starfsemi eins og fram fer hjá Klíníkinni og er að láta kanna grundvöll til breytinga á núgildandi lögum. Hann ítrekaði á Alþingi í dag að ekki stæði til af hans hálfu að auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu hefur mikið verið til umræðu á Alþingi í vetur. Og enn einu sinni í dag gengu þingmenn stjórnarandstöðunnar á heilbrigðisráðherra varðandi stefnu hans í þessum efnum. Mest er tekist á um starfsemi hjá Klíníkinni þar sem framkvæmdar eru ýmiss konar aðgerðir og þar sem aðstaða er til flóknari aðgerða. Steingrímur J. Sigfússon sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að fram hefðu komið ólík sjónarmið gagnvart starfsemi fyrirtækisins annars vegar frá Landlækni og hins vegar heilbrigðisráðuneytinu. Þetta væri bagalegt og þyrfti að útkljá.Mikilvægt að fá á hreint „En ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hefur það nokkru breytt um það sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum, að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði sett á fót legudeild til allt að fimm daga og farið út í sérhæfðar skurðaðgerðir. Það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint,“ sagði Steingrímur. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra ítrekaði að ráðuneytið starfaði samkvæmt lögum og á árinu 2007, áður en hann kom á þing, hafi lögunum verið breytt þannig að ráðherra gæfi ekki út leyfi fyrir starfsemi eins og nú færi fram hjá Klíníkinni. En í dag semja sérfræðingar einfaldlega beint við Sjúkratryggingar Íslands um sína þjónustu, án þess að til þess þurfi samþykki ráðherra. „Mér þykir það bagalegt. Það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram. Þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu til að skoða hvort að það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði Óttarr.Eftirspurn eykst Á sama tíma og langir biðlistar eru eftir tilteknum aðgerðum á sjúkrahúsunum eykst eftirspurnin eftir þjónustu einkaaðila sem bjóða upp á sömu þjónustu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á að þær aðgerðir væru greiddar af ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar. En oft eru það sömu læknarnir sem vinna bæði á einkastofunum og á spítölunum. Landlæknir vill vinna gegn þessari þróun og jafnvel skylda lækna sem vinna á Landsspítalanum til að vinna eingöngu þar. „Við getum með öðrum orðum átt von á því gegn vilja almennings að hér þróist tvöfalt kerfi. Annars vegar þar sem allur þorri almennings notar hið vanfjármagnaða opinbera kerfi og svo hitt: Einarekið kerfi sem að megninu til verður greitt af almannafé en fólk getur svo ef það vill og á peninga greitt aukalega og sótt sér þjónustu,“ sagði Logi. Yfirmenn Landsspítalans teldu að um beinan niðurskurð væri að ræða til spítalans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ráðherra sagði fjármuni til heilbrigðismála aukna verulega í fjármálaáætlun. „Vissulega að miklu leyti uppbygging nýs Landsspítala. En það er ekkert aukaatriði í þróun og uppbyggingu íslensks heilbrigðiskerfis. Þvert á móti, það er lykilatriði,“ sagði Óttarr Proppé. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir bagalegt að ekki sé gert ráð fyrir að hann gefi út leyfi fyrir starfsemi eins og fram fer hjá Klíníkinni og er að láta kanna grundvöll til breytinga á núgildandi lögum. Hann ítrekaði á Alþingi í dag að ekki stæði til af hans hálfu að auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu hefur mikið verið til umræðu á Alþingi í vetur. Og enn einu sinni í dag gengu þingmenn stjórnarandstöðunnar á heilbrigðisráðherra varðandi stefnu hans í þessum efnum. Mest er tekist á um starfsemi hjá Klíníkinni þar sem framkvæmdar eru ýmiss konar aðgerðir og þar sem aðstaða er til flóknari aðgerða. Steingrímur J. Sigfússon sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að fram hefðu komið ólík sjónarmið gagnvart starfsemi fyrirtækisins annars vegar frá Landlækni og hins vegar heilbrigðisráðuneytinu. Þetta væri bagalegt og þyrfti að útkljá.Mikilvægt að fá á hreint „En ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hefur það nokkru breytt um það sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum, að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði sett á fót legudeild til allt að fimm daga og farið út í sérhæfðar skurðaðgerðir. Það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint,“ sagði Steingrímur. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra ítrekaði að ráðuneytið starfaði samkvæmt lögum og á árinu 2007, áður en hann kom á þing, hafi lögunum verið breytt þannig að ráðherra gæfi ekki út leyfi fyrir starfsemi eins og nú færi fram hjá Klíníkinni. En í dag semja sérfræðingar einfaldlega beint við Sjúkratryggingar Íslands um sína þjónustu, án þess að til þess þurfi samþykki ráðherra. „Mér þykir það bagalegt. Það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram. Þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu til að skoða hvort að það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði Óttarr.Eftirspurn eykst Á sama tíma og langir biðlistar eru eftir tilteknum aðgerðum á sjúkrahúsunum eykst eftirspurnin eftir þjónustu einkaaðila sem bjóða upp á sömu þjónustu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar minnti á að þær aðgerðir væru greiddar af ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar. En oft eru það sömu læknarnir sem vinna bæði á einkastofunum og á spítölunum. Landlæknir vill vinna gegn þessari þróun og jafnvel skylda lækna sem vinna á Landsspítalanum til að vinna eingöngu þar. „Við getum með öðrum orðum átt von á því gegn vilja almennings að hér þróist tvöfalt kerfi. Annars vegar þar sem allur þorri almennings notar hið vanfjármagnaða opinbera kerfi og svo hitt: Einarekið kerfi sem að megninu til verður greitt af almannafé en fólk getur svo ef það vill og á peninga greitt aukalega og sótt sér þjónustu,“ sagði Logi. Yfirmenn Landsspítalans teldu að um beinan niðurskurð væri að ræða til spítalans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ráðherra sagði fjármuni til heilbrigðismála aukna verulega í fjármálaáætlun. „Vissulega að miklu leyti uppbygging nýs Landsspítala. En það er ekkert aukaatriði í þróun og uppbyggingu íslensks heilbrigðiskerfis. Þvert á móti, það er lykilatriði,“ sagði Óttarr Proppé.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Sjá meira