Deilt um fríverslunarsamning við blóðuga stjórn Duterte Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2017 19:00 Þingmenn Vinstri grænna og Pírata leggjast gegn því að Alþingi staðfesti fríverslunarsamning við Filippseyjar vegna mannréttindabrota og morða forseta landsins á óbreyttum borgurum. Stjórnarþingmenn segja samninginn koma íbúum Filippseyja til góða. Það var mikill fjöldi mála á dagskrá Alþingis í dag. meðal annars voru kosnir fulltrúar í sextán stjórnir og ráð, eins og í stjórn Ríkisútvarpsins og bankaráð Seðlabanka Íslands. En það var fríverslunarsamningur við Filippseyjar sem stal athyglinni á Alþingi. EFTA-ríkin undirrituðu fríverslunarsamning við Filippseyjar í lok apríl í fyrra, um tveimur mánuðum áður en Rodrigo Duterte var kjörinn forseti landsins. Utanríkisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um staðfestingu samningsins. Hann felur meðal annars í sér gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum, sjávarafurðum og unnum og óunnum landbúnaðarvörum.Duterte hefur reynst blóðugur forseti og hvatt til morða á fíkniefnasölum og neytendum án dóms og laga og stært sig af því að hafa persónulega myrt fólk þegar hann var borgarstjóri í Davao. Síðan hann tók við völdum hafa rúmlega níu þúsund manns verið myrt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði að inni í samningum væru ákvæði um vernd mannréttinda, lýðræðis, réttarreglur og mannfrelsi í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þá er rétt að upplýsa í þessu sambandi að ég gagnrýndi stjórnvöld Filippseyja og Duterte forseta harkalega á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúarmánuði síðast liðnum. Þeirri gagnrýni hefur síðan verið fylgt eftir af embættismönnum ráðuneytisins á vettvangi mannréttindaráðsins. Síðan má nefna að næsta lota í svo kallaðri jafningjarýni mannréttindaráðsins hefst í Genf í byrjun maí. Filippseyjar koma þar til skoðunar,“ sagði utanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna og Pírata lögðust gegn því að samningurinn verði staðfestur í ljósi mannréttindabrota Duterte. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði skýrslur mannréttindasamtaka sýna að mannréttindi væru brotin á fleiri hópum en fíklum eins og frumbyggjum, börnum, bændum og samkynhneigðum. Ráðist hafi verið að valdi á frumbyggja, börn sættu nauðungarvinnu, skotið hafi verið á mótmæli bænda og morðum á hinsegin fólki hefði fjölgað. „Af hverju kemur ríkisstjórn Íslands með svona mál hingað inn í sal Alþingis? Af hverju vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar liðka fyrir viðskiptum við morðóða menn,“ spurði Rísa Björk. Þingmenn tókust síðan á um áhrif fríverslunarsamninga, sem þrátt fyrir vond stjórnvöld gætu komið íbúum Filippseyja til góða eða þrýst á forsetann blóðuga með því að samþiggja þá ekki. En allir voru sammála um að mannréttindabrot Duterte væru skelfileg og stjórnvöld landsins einstaklega vond. Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Þingmenn Vinstri grænna og Pírata leggjast gegn því að Alþingi staðfesti fríverslunarsamning við Filippseyjar vegna mannréttindabrota og morða forseta landsins á óbreyttum borgurum. Stjórnarþingmenn segja samninginn koma íbúum Filippseyja til góða. Það var mikill fjöldi mála á dagskrá Alþingis í dag. meðal annars voru kosnir fulltrúar í sextán stjórnir og ráð, eins og í stjórn Ríkisútvarpsins og bankaráð Seðlabanka Íslands. En það var fríverslunarsamningur við Filippseyjar sem stal athyglinni á Alþingi. EFTA-ríkin undirrituðu fríverslunarsamning við Filippseyjar í lok apríl í fyrra, um tveimur mánuðum áður en Rodrigo Duterte var kjörinn forseti landsins. Utanríkisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um staðfestingu samningsins. Hann felur meðal annars í sér gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum, sjávarafurðum og unnum og óunnum landbúnaðarvörum.Duterte hefur reynst blóðugur forseti og hvatt til morða á fíkniefnasölum og neytendum án dóms og laga og stært sig af því að hafa persónulega myrt fólk þegar hann var borgarstjóri í Davao. Síðan hann tók við völdum hafa rúmlega níu þúsund manns verið myrt. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði að inni í samningum væru ákvæði um vernd mannréttinda, lýðræðis, réttarreglur og mannfrelsi í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þá er rétt að upplýsa í þessu sambandi að ég gagnrýndi stjórnvöld Filippseyja og Duterte forseta harkalega á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúarmánuði síðast liðnum. Þeirri gagnrýni hefur síðan verið fylgt eftir af embættismönnum ráðuneytisins á vettvangi mannréttindaráðsins. Síðan má nefna að næsta lota í svo kallaðri jafningjarýni mannréttindaráðsins hefst í Genf í byrjun maí. Filippseyjar koma þar til skoðunar,“ sagði utanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna og Pírata lögðust gegn því að samningurinn verði staðfestur í ljósi mannréttindabrota Duterte. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði skýrslur mannréttindasamtaka sýna að mannréttindi væru brotin á fleiri hópum en fíklum eins og frumbyggjum, börnum, bændum og samkynhneigðum. Ráðist hafi verið að valdi á frumbyggja, börn sættu nauðungarvinnu, skotið hafi verið á mótmæli bænda og morðum á hinsegin fólki hefði fjölgað. „Af hverju kemur ríkisstjórn Íslands með svona mál hingað inn í sal Alþingis? Af hverju vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar liðka fyrir viðskiptum við morðóða menn,“ spurði Rísa Björk. Þingmenn tókust síðan á um áhrif fríverslunarsamninga, sem þrátt fyrir vond stjórnvöld gætu komið íbúum Filippseyja til góða eða þrýst á forsetann blóðuga með því að samþiggja þá ekki. En allir voru sammála um að mannréttindabrot Duterte væru skelfileg og stjórnvöld landsins einstaklega vond.
Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira